Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2016 14:02 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vonast til að geta farið með 2.500-3.000 Íslendinga til Helsinki. vísir/vilhelm/bára/valli Ísland er eitt af þeim löndum sem kemur til greina sem félagi Finnlands á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en þjóðirnar fjórar sem hýsa riðlakeppnina; Finnland, Tyrkland, Ísrael og Rúmenía, mega velja sér eina þjóð með sér í riðil sem verður einnig samstarfsaðili heimaþjóðarinnar og tekur þátt í skipulagningunni. Af augljósum ástæðum eins og fjarlægð frá Íslandi er Finnland betri kostur en Tyrkland (Istanbúl) og Ísrael (Tel Aviv). Rúmenía kemur að öllum líkindum ekki til greina þar sem miklar líkur eru á að Rúmenar verði í styrkleikaflokki með ÍslandiÁfram @kkikarfa Welcome to your 2nd-straight FIBA EuroBasket! #EuroBasket2017pic.twitter.com/nyK2t7yDkO — FIBA (@FIBA) September 20, 2016 Gulrótin í þessu öllu saman fyrir bæði Íslendinga og Finna er, að 2. september, þremum dögum eftir að Evrópumótið hefst, mætir íslenska karlalandsliðið í fótbolta Finnum í Helsinki í undankeppni HM 2018. Fótboltalandsliðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir og væri heldur betur vænlegt fyrir Íslendinga að sækja Finna heim og sjá bæði körfuboltalandsliðið á lokamóti og mikilvægan landsleik fótboltastrákanna. „Við viljum fá körfubolta- og fótboltafólk saman til Helsinki í eitt gott partí á næsta ári. Við verðum að sameinast í þessu. Ég tel að það verði hægt, og það er okkar markmið, að fá 2.500-3.000 Íslendinga til Helsinki. Þannig seljum við þetta. Við verðum að geta lofað þessum fjölda,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.Strákarnir spiluðu í Berlín í fyrra en gætu endað í Istanbúl eða Tel Aviv á næsta ári.vísir/valliFinnar með fleiri möguleika Hannes og starfsfólk KKÍ ferðast til Helsinki á mánudaginn og funda með Finnunum sem telja Ísland spennandi kost. Vísir hafði samband við Ara Tammivaara hjá finnska körfuknattleikssambandinu og truflaði hann er hann sat fund með yfirmönnum FIBA Europe þar sem var verið að ræða EM. „Ég verð bara að óska ykkur til hamingju með þennan frábæra árangur. Það hefur verið alveg magnað að fylgjast með árangri íslenska landsliðsins undanfarin misseri. Við fögnum því gríðarlega að fá aðra svona minni þjóð inn á EM og sérstaklega vini okkar á Norðurlöndunum,“ sagði Ari ákafur áður en blaðamaður gat borið upp erindið. Aðspurður um hvort Ísland væri ekki fýsilegur kostur fyrir Finnana út af nálægðinni og sérstaklega þessum landsleik játti Ari því, en hann er einn af þeim sem tekur ákvörðunina fyrir finnska sambandið. „Við áttum okkur klárlega á því að Ísland er spennandi kostur. Ég verð samt að vera heiðarlegur með það, að það eru fleiri sem hafa áhuga á samstarfi við okkur. Við þurfum að taka ákvörðun fyrir lok október þannig nú tekur við 5-6 vikna vinna áður en við ákveðum okkur,“ segir Ari, en að hverju eru Finnarnir að leita? „Númer eitt, tvö og þrjú viljum við búa til frábæran viðburð. Frakkarnir völdu okkur sem félaga sinn á síðasta Evrópumóti og við mættum með 5.000 Finna til Lille. Höllin var full á öllum leikjum því okkar fólk var svo duglegt að mæta. Úr varð frábær viðburður og okkur langar að endurgera þetta hjá okkur,“ segir Ari Tammivara.Íslensku stuðningsmennirnir gætu bæði séð körfubolta og fótbolta í Helsinki í september.vísir/valliAllt gert til að ná samkomulagi Vissulega er möguleiki á að Ísland endi í riðli með Finnum og spili í Helsinki þegar dregið verður til riðlakeppninnar í lok nóvember. En það er ekki bara að spila svona nálægt Íslandi sem heillar KKÍ heldur getur sambandið haft áhrif á eigin örlög fái það að stýra riðlinum ásamt Finnunum. „Þegar við hittumst í næstu viku munum við leggja mikla áherslu á að ná samkomulagi við Finnana. Þetta snýst ekki bara um að spila í Helsinki heldur getum við sem félagar þeirra haft áhrif á alla skipulagningu og riðilinn,“ segir Hannes sem var ekki alveg nógu ánægður með allt í kringum EM í Berlín fyrir ári síðan. „Það sem okkur fannst vanta í Berlín var til dæmis svona alvöru „Fan Zone“ fyrir utan höllina þar sem fólk getur hist og myndað stemningu. Ef við verðum félagar Finnanna og fáum einhverju ráðið getum við gert kröfur um slíkt. Við vonumst svo sannarlega eftir að ná samkomulagi við þá og það sem fyrst þannig fólk geti bara farið að gera ráð fyrir því að fara til Helsinki á körfuboltamót og fótboltaleik næsta haust,“ segir Hannes S. Jónsson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland tryggði sig inn á Eurobasket | Myndaveisla Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótið í körfubolta á næsta ári þegar liðið lagði Belgíu 74-68 í Laugardalshöllinni í kvöld. 17. september 2016 19:10 Framtíðin er þeirra Íslenska körfuboltalandsliðið verður á meðal þátttökuliða í öðru Evrópumótinu í röð. Ísland vann frábæran sigur á sterku liði Belgíu á laugardaginn þar sem ungstirni liðsins skinu skært. 19. september 2016 06:00 Evrópumeistaramótið leikið í fjórum löndum Ísland vann sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í körfubolta á næsta ári með frækilegum sigri á Belgíu í gær eins og frægt er. 18. september 2016 11:00 Martin: Þekki ekkert annað en að fara á EM Martin Hermannsson var magnaður þegar Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í dag. 17. september 2016 18:58 Hlynur: Höfðum alltaf trú á þessu Fyrirliðinn var ánægður eftir að EM-sætið var í höfn. 17. september 2016 19:43 Umfjöllun: Ísland - Belgía 74-68 | Ísland á EM Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. 17. september 2016 19:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Ísland er eitt af þeim löndum sem kemur til greina sem félagi Finnlands á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en þjóðirnar fjórar sem hýsa riðlakeppnina; Finnland, Tyrkland, Ísrael og Rúmenía, mega velja sér eina þjóð með sér í riðil sem verður einnig samstarfsaðili heimaþjóðarinnar og tekur þátt í skipulagningunni. Af augljósum ástæðum eins og fjarlægð frá Íslandi er Finnland betri kostur en Tyrkland (Istanbúl) og Ísrael (Tel Aviv). Rúmenía kemur að öllum líkindum ekki til greina þar sem miklar líkur eru á að Rúmenar verði í styrkleikaflokki með ÍslandiÁfram @kkikarfa Welcome to your 2nd-straight FIBA EuroBasket! #EuroBasket2017pic.twitter.com/nyK2t7yDkO — FIBA (@FIBA) September 20, 2016 Gulrótin í þessu öllu saman fyrir bæði Íslendinga og Finna er, að 2. september, þremum dögum eftir að Evrópumótið hefst, mætir íslenska karlalandsliðið í fótbolta Finnum í Helsinki í undankeppni HM 2018. Fótboltalandsliðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir og væri heldur betur vænlegt fyrir Íslendinga að sækja Finna heim og sjá bæði körfuboltalandsliðið á lokamóti og mikilvægan landsleik fótboltastrákanna. „Við viljum fá körfubolta- og fótboltafólk saman til Helsinki í eitt gott partí á næsta ári. Við verðum að sameinast í þessu. Ég tel að það verði hægt, og það er okkar markmið, að fá 2.500-3.000 Íslendinga til Helsinki. Þannig seljum við þetta. Við verðum að geta lofað þessum fjölda,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.Strákarnir spiluðu í Berlín í fyrra en gætu endað í Istanbúl eða Tel Aviv á næsta ári.vísir/valliFinnar með fleiri möguleika Hannes og starfsfólk KKÍ ferðast til Helsinki á mánudaginn og funda með Finnunum sem telja Ísland spennandi kost. Vísir hafði samband við Ara Tammivaara hjá finnska körfuknattleikssambandinu og truflaði hann er hann sat fund með yfirmönnum FIBA Europe þar sem var verið að ræða EM. „Ég verð bara að óska ykkur til hamingju með þennan frábæra árangur. Það hefur verið alveg magnað að fylgjast með árangri íslenska landsliðsins undanfarin misseri. Við fögnum því gríðarlega að fá aðra svona minni þjóð inn á EM og sérstaklega vini okkar á Norðurlöndunum,“ sagði Ari ákafur áður en blaðamaður gat borið upp erindið. Aðspurður um hvort Ísland væri ekki fýsilegur kostur fyrir Finnana út af nálægðinni og sérstaklega þessum landsleik játti Ari því, en hann er einn af þeim sem tekur ákvörðunina fyrir finnska sambandið. „Við áttum okkur klárlega á því að Ísland er spennandi kostur. Ég verð samt að vera heiðarlegur með það, að það eru fleiri sem hafa áhuga á samstarfi við okkur. Við þurfum að taka ákvörðun fyrir lok október þannig nú tekur við 5-6 vikna vinna áður en við ákveðum okkur,“ segir Ari, en að hverju eru Finnarnir að leita? „Númer eitt, tvö og þrjú viljum við búa til frábæran viðburð. Frakkarnir völdu okkur sem félaga sinn á síðasta Evrópumóti og við mættum með 5.000 Finna til Lille. Höllin var full á öllum leikjum því okkar fólk var svo duglegt að mæta. Úr varð frábær viðburður og okkur langar að endurgera þetta hjá okkur,“ segir Ari Tammivara.Íslensku stuðningsmennirnir gætu bæði séð körfubolta og fótbolta í Helsinki í september.vísir/valliAllt gert til að ná samkomulagi Vissulega er möguleiki á að Ísland endi í riðli með Finnum og spili í Helsinki þegar dregið verður til riðlakeppninnar í lok nóvember. En það er ekki bara að spila svona nálægt Íslandi sem heillar KKÍ heldur getur sambandið haft áhrif á eigin örlög fái það að stýra riðlinum ásamt Finnunum. „Þegar við hittumst í næstu viku munum við leggja mikla áherslu á að ná samkomulagi við Finnana. Þetta snýst ekki bara um að spila í Helsinki heldur getum við sem félagar þeirra haft áhrif á alla skipulagningu og riðilinn,“ segir Hannes sem var ekki alveg nógu ánægður með allt í kringum EM í Berlín fyrir ári síðan. „Það sem okkur fannst vanta í Berlín var til dæmis svona alvöru „Fan Zone“ fyrir utan höllina þar sem fólk getur hist og myndað stemningu. Ef við verðum félagar Finnanna og fáum einhverju ráðið getum við gert kröfur um slíkt. Við vonumst svo sannarlega eftir að ná samkomulagi við þá og það sem fyrst þannig fólk geti bara farið að gera ráð fyrir því að fara til Helsinki á körfuboltamót og fótboltaleik næsta haust,“ segir Hannes S. Jónsson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland tryggði sig inn á Eurobasket | Myndaveisla Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótið í körfubolta á næsta ári þegar liðið lagði Belgíu 74-68 í Laugardalshöllinni í kvöld. 17. september 2016 19:10 Framtíðin er þeirra Íslenska körfuboltalandsliðið verður á meðal þátttökuliða í öðru Evrópumótinu í röð. Ísland vann frábæran sigur á sterku liði Belgíu á laugardaginn þar sem ungstirni liðsins skinu skært. 19. september 2016 06:00 Evrópumeistaramótið leikið í fjórum löndum Ísland vann sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í körfubolta á næsta ári með frækilegum sigri á Belgíu í gær eins og frægt er. 18. september 2016 11:00 Martin: Þekki ekkert annað en að fara á EM Martin Hermannsson var magnaður þegar Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í dag. 17. september 2016 18:58 Hlynur: Höfðum alltaf trú á þessu Fyrirliðinn var ánægður eftir að EM-sætið var í höfn. 17. september 2016 19:43 Umfjöllun: Ísland - Belgía 74-68 | Ísland á EM Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. 17. september 2016 19:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Ísland tryggði sig inn á Eurobasket | Myndaveisla Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótið í körfubolta á næsta ári þegar liðið lagði Belgíu 74-68 í Laugardalshöllinni í kvöld. 17. september 2016 19:10
Framtíðin er þeirra Íslenska körfuboltalandsliðið verður á meðal þátttökuliða í öðru Evrópumótinu í röð. Ísland vann frábæran sigur á sterku liði Belgíu á laugardaginn þar sem ungstirni liðsins skinu skært. 19. september 2016 06:00
Evrópumeistaramótið leikið í fjórum löndum Ísland vann sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í körfubolta á næsta ári með frækilegum sigri á Belgíu í gær eins og frægt er. 18. september 2016 11:00
Martin: Þekki ekkert annað en að fara á EM Martin Hermannsson var magnaður þegar Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í dag. 17. september 2016 18:58
Hlynur: Höfðum alltaf trú á þessu Fyrirliðinn var ánægður eftir að EM-sætið var í höfn. 17. september 2016 19:43
Umfjöllun: Ísland - Belgía 74-68 | Ísland á EM Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. 17. september 2016 19:15
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum