Ragnar: Létum þetta líta auðvelt út Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2016 21:44 Ragnar í barátttu við Tyrki í leiknum í kvöld. Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. „Tyrkirnir áttu aldrei séns hér í kvöld og við lokuðum á allt sem þeir gerðu. Við skorðuðum tvö frábær mörk og áttum að skora fleiri. Í heildina séð var þetta frábær leikur,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta var liðsvinna hjá okkur. Ég bjóst við þeim aðeins sterkari í dag en það vorum við sem gerðum þetta auðvelt fyrir okkur, Tyrkirnir eru ekki svona lélegir. Við gerðum þetta saman eins og við gerum best og við létum þetta líta auðvelt út hér í kvöld,“ bætti Ragnar við. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, var í leikbanni og spilaði því ekki í kvöld. Fjarvera hans virtist þó ekki hafa haft mikil áhrif á leik liðsins. „Eins og ég sagði fyrir leikinn gegn Finnum þá eru allir sem spila mikilvægir fyrir okkur. Þó svo að Aron sé mjög mikilvægur þá erum við með menn sem geta leyst margar stöður. Við sýndum það í dag hvað við höfum góða breidd,“ bætti Ragnar við. Íslenska liðið virtist vera búið að laga það sem miður fór gegn Finnum þar sem liðið fékk á sig tvö mörk og varnarleikurinn langt frá því eins góður og hann var í kvöld. „Ég veit ekki hvað það var. Kannski að það var langt síðan við spiluðum á Laugardalsvelli. Við fengum sex stig út úr þessum leikjum. Við getum pælt í þessu fram og til baka en sex stig eru raunin og við erum ánægðir með það.“ Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu en þá eiga Íslendingar harma að hefna eftir tap í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu. „Maður gleymir því aldrei, það var ógeðslegur leikur sem við klúðruðum sjálfir. Við erum ekkert í fýlu út í Króatana en við ætlum að sýna að við hefðum átt að gera betur í þeim leikjum og klára þá núna,“ sagði Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. „Tyrkirnir áttu aldrei séns hér í kvöld og við lokuðum á allt sem þeir gerðu. Við skorðuðum tvö frábær mörk og áttum að skora fleiri. Í heildina séð var þetta frábær leikur,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta var liðsvinna hjá okkur. Ég bjóst við þeim aðeins sterkari í dag en það vorum við sem gerðum þetta auðvelt fyrir okkur, Tyrkirnir eru ekki svona lélegir. Við gerðum þetta saman eins og við gerum best og við létum þetta líta auðvelt út hér í kvöld,“ bætti Ragnar við. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, var í leikbanni og spilaði því ekki í kvöld. Fjarvera hans virtist þó ekki hafa haft mikil áhrif á leik liðsins. „Eins og ég sagði fyrir leikinn gegn Finnum þá eru allir sem spila mikilvægir fyrir okkur. Þó svo að Aron sé mjög mikilvægur þá erum við með menn sem geta leyst margar stöður. Við sýndum það í dag hvað við höfum góða breidd,“ bætti Ragnar við. Íslenska liðið virtist vera búið að laga það sem miður fór gegn Finnum þar sem liðið fékk á sig tvö mörk og varnarleikurinn langt frá því eins góður og hann var í kvöld. „Ég veit ekki hvað það var. Kannski að það var langt síðan við spiluðum á Laugardalsvelli. Við fengum sex stig út úr þessum leikjum. Við getum pælt í þessu fram og til baka en sex stig eru raunin og við erum ánægðir með það.“ Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu en þá eiga Íslendingar harma að hefna eftir tap í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu. „Maður gleymir því aldrei, það var ógeðslegur leikur sem við klúðruðum sjálfir. Við erum ekkert í fýlu út í Króatana en við ætlum að sýna að við hefðum átt að gera betur í þeim leikjum og klára þá núna,“ sagði Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn