Lægri vextir – stærsta kjarabótin Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. október 2016 16:44 Í vikunni tók ég þátt í fyrstu kappræðunum á mínum pólitíska ferli. Það var skemmtileg reynsla. Ég undirbjó mig eins og ég væri að fara í munnlegt próf, en gerðist að sögn konunnar minnar sekur um tískumistök í skyrtuvali. Fyrir lífið í landinu á næstu áratugum skiptir mestu máli að hér verði samkeppnishæf lífskjör fyrir fólk sem fætt er á síðustu árum 20 aldar. Þessi hópur ungra heimsborgara mun ekki láta bjóða sér að borga íbúðirnar sínar þrisvar vegna ofurvaxtanna sem hér eru í boði. Ástæða þessarar lífskjaraskekkju milli Íslands og annarra Norðurlanda, til dæmis, er hin sveiflukennda og óstöðuga íslenska króna.90 þúsund króna launahækkun Í þættinum ræddi ég meðal annars hugmyndir okkar í Viðreisn um að festa gengi krónunnar með svonefndu myntráði til að lækka hér vexti og skapa stöðugt gengi. Það er ekki ásættanlegt hversu miklu hærri vextir eru hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Ef okkur tækist að helminga núverandi vaxtamun samsvarar það 500 þúsund króna lækkun á vaxtabyrði fyrir fjölskyldu með dæmigert 20 milljóna króna húsnæðislán. Það samsvarar um 90 þúsund króna launahækkun á mánuði. Vaxtalækkun er því ein mesta kjarabót heimilanna. Umræðan um leið okkar í Viðreisn til að lækka vexti er vissulega nokkuð tæknileg og flókin á köflum. Í einföldu máli er hér hins vegar um að ræða leið sem Seðlabankinn telur raunhæfa og fjöldi annarra landa hefur stuðst við með góðum árangri. Það er miður að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa ákaflega óljósa stefnu, ef þá nokkra, í því hvernig hér sé hægt að bjóða upp á sambærilega vexti og nágrannalönd okkar. Bæði þau Lilja og Smári settu fram ágæta gagnrýni á hugmyndir okkar. Lilja telur farsælast að halda áfram á sömu leið með háa vexti og sveiflukennt gengi, Smári taldi leið Króatíu farsælli en þá sem við boðum. Auðvitað er engin lausn í peningamálum gallalaus. Hvað myntráð varðar skiptir mestu að hagstjórn okkar sé nægjanlega traust og styðji við fastgengisstefnuna. Það á endanum skapar þann trúverðugleika sem er nauðsynlegt skilyrði stöðugleika til lengri tíma.Óbreytt ástand ekki í boði Það gefur auga leið að svo róttæk breyting á peningastefnu okkar yrði ekki gerð án vandlegs undirbúnings og nokkurs aðdraganda. Um þetta fyrirkomulag þyrfti líka að ríkja víðtæk sátt bæði meðal þingmanna en ekki síður meðal aðila vinnumarkaðar. Núverandi fyrirkomulag hefur ekki reynst okkur vel. Krónan hefur alla tíð verið afar óstöðugur gjaldmiðill. Þessi óstöðugleiki hefur valdið verðbólgu sem hér er mun hærri að jafnaði en í nágrannalöndum okkar, vextir sömuleiðis og ekkert sem bendir til þess að þessi mikli sveigjanleiki hafi skilað okkur neinum sérstökum ávinningi en kostnaðurinn er óumdeilanlegur. Það á að gera þá kröfu til stjórnmálanna að þau leggi fram raunhæfar lausnir um það hvernig við gerum lífskjör hér samkeppnisfær við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Til þess höfum við alla burði. Viðreisn hefur lagt fram heildstæða sýn á framtíðarskipan peningamála hér, sem skilað gæti okkur mun lægra vaxtastigi og stöðugu gengi og minnkað til muna líkurnar á því að unga fólkið, börnin okkar, velji sér annað land til búsetu í framtíðinni. Þetta er risavaxið hagsmunamál fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Stjórnmálaflokkar sem gagnrýna og hafna þessari lausn verða að sýna fram á að þeir hafi eitthvað betra fram að færa. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni tók ég þátt í fyrstu kappræðunum á mínum pólitíska ferli. Það var skemmtileg reynsla. Ég undirbjó mig eins og ég væri að fara í munnlegt próf, en gerðist að sögn konunnar minnar sekur um tískumistök í skyrtuvali. Fyrir lífið í landinu á næstu áratugum skiptir mestu máli að hér verði samkeppnishæf lífskjör fyrir fólk sem fætt er á síðustu árum 20 aldar. Þessi hópur ungra heimsborgara mun ekki láta bjóða sér að borga íbúðirnar sínar þrisvar vegna ofurvaxtanna sem hér eru í boði. Ástæða þessarar lífskjaraskekkju milli Íslands og annarra Norðurlanda, til dæmis, er hin sveiflukennda og óstöðuga íslenska króna.90 þúsund króna launahækkun Í þættinum ræddi ég meðal annars hugmyndir okkar í Viðreisn um að festa gengi krónunnar með svonefndu myntráði til að lækka hér vexti og skapa stöðugt gengi. Það er ekki ásættanlegt hversu miklu hærri vextir eru hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Ef okkur tækist að helminga núverandi vaxtamun samsvarar það 500 þúsund króna lækkun á vaxtabyrði fyrir fjölskyldu með dæmigert 20 milljóna króna húsnæðislán. Það samsvarar um 90 þúsund króna launahækkun á mánuði. Vaxtalækkun er því ein mesta kjarabót heimilanna. Umræðan um leið okkar í Viðreisn til að lækka vexti er vissulega nokkuð tæknileg og flókin á köflum. Í einföldu máli er hér hins vegar um að ræða leið sem Seðlabankinn telur raunhæfa og fjöldi annarra landa hefur stuðst við með góðum árangri. Það er miður að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa ákaflega óljósa stefnu, ef þá nokkra, í því hvernig hér sé hægt að bjóða upp á sambærilega vexti og nágrannalönd okkar. Bæði þau Lilja og Smári settu fram ágæta gagnrýni á hugmyndir okkar. Lilja telur farsælast að halda áfram á sömu leið með háa vexti og sveiflukennt gengi, Smári taldi leið Króatíu farsælli en þá sem við boðum. Auðvitað er engin lausn í peningamálum gallalaus. Hvað myntráð varðar skiptir mestu að hagstjórn okkar sé nægjanlega traust og styðji við fastgengisstefnuna. Það á endanum skapar þann trúverðugleika sem er nauðsynlegt skilyrði stöðugleika til lengri tíma.Óbreytt ástand ekki í boði Það gefur auga leið að svo róttæk breyting á peningastefnu okkar yrði ekki gerð án vandlegs undirbúnings og nokkurs aðdraganda. Um þetta fyrirkomulag þyrfti líka að ríkja víðtæk sátt bæði meðal þingmanna en ekki síður meðal aðila vinnumarkaðar. Núverandi fyrirkomulag hefur ekki reynst okkur vel. Krónan hefur alla tíð verið afar óstöðugur gjaldmiðill. Þessi óstöðugleiki hefur valdið verðbólgu sem hér er mun hærri að jafnaði en í nágrannalöndum okkar, vextir sömuleiðis og ekkert sem bendir til þess að þessi mikli sveigjanleiki hafi skilað okkur neinum sérstökum ávinningi en kostnaðurinn er óumdeilanlegur. Það á að gera þá kröfu til stjórnmálanna að þau leggi fram raunhæfar lausnir um það hvernig við gerum lífskjör hér samkeppnisfær við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Til þess höfum við alla burði. Viðreisn hefur lagt fram heildstæða sýn á framtíðarskipan peningamála hér, sem skilað gæti okkur mun lægra vaxtastigi og stöðugu gengi og minnkað til muna líkurnar á því að unga fólkið, börnin okkar, velji sér annað land til búsetu í framtíðinni. Þetta er risavaxið hagsmunamál fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Stjórnmálaflokkar sem gagnrýna og hafna þessari lausn verða að sýna fram á að þeir hafi eitthvað betra fram að færa. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar