Náttúrulaugar opna við Deildartunguhver í vetur Sæunn Gísladóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Framkvæmdir við Kraumu eru á lokametrunum en náttúrulaugarnar verða í fyrsta lagi opnaðar í nóvember. vísir/vilhelm Stefnt er að opnun Kraumu-náttúrulauga við Deildartunguhver í vetur. Á svæðinu verða steyptir heitir pottar, tvö gufuböð og veitingastaður og munasala. „Ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur Andrésson. Dagur, ásamt eiginkonu sinni Báru Einarsdóttur, bróður sínum Sveini Andréssyni og eiginkonu hans Jónu Ester Kristjánsdóttur, stendur að baki félaginu Deildartungu ehf. sem vinnur að uppbyggingunni. Bræðurnir eru fæddir og uppaldir í Deildartungu og hluti af landi þeirra fer undir framkvæmdirnar. Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, austan við hverahólinn og suður fyrir hann liggur sprunga sem úr streyma um 180 lítrar af 100°C heitu vatni á hverri sekúndu. Dagur áætlar að yfir tvö hundruð þúsund manns heimsæki svæðið á ári hverju.Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum blönduðu með köldu vatni úr Rauðsgili.vísir/vilhelmKrauma-náttúrulaugar verða með steypta potta sem ekki innihalda sjálfhreinsandi efni eins og klór. Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum, sem blandað verður með köldu vatni úr Rauðsgili. „Þarna verður einnig hvíldarherbergi og tvær gufur á þessu laugarsvæði sem verður skjólsælt, inni verður svo fínn veitingastaður, bar og munasala, þar sem áherslan verður lögð á lúxusvörur,“ segir Dagur. Byggingarnar á svæðinu verða rúmir 550 fermetrar. Skiptiaðstaða verður fyrir 140 manns í aðalbyggingu svæðisins, hámarksfjöldinn verður því 140 manns í laugunum að sögn Dags. „Við viljum frekar hafa lægri hámarksfjölda til að fólk njóti þess betur, ef það verður yfirfullt þá lækkum við bara hámarksfjöldann, við leggjum meiri áherslu á að fólk njóti aðstöðunnar.“ Lögð verður áhersla á gott aðgengi frá Deildartunguhver og upphitaður gangstígur mun liggja þaðan að Kraumu. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 26. apríl í fyrra og hófust framkvæmdir tveimur dögum síðar. Nú er allt á lokametrunum. „Það er búið að helluleggja allt nema laugarsvæðið, það er verið að flísaleggja inni og setja upp innréttingar, þannig að ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur. Dagur gerir ráð fyrir ellefu til tólf ársverkum í upphafi, en svo mun starfsmönnum vonandi fjölga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Stefnt er að opnun Kraumu-náttúrulauga við Deildartunguhver í vetur. Á svæðinu verða steyptir heitir pottar, tvö gufuböð og veitingastaður og munasala. „Ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur Andrésson. Dagur, ásamt eiginkonu sinni Báru Einarsdóttur, bróður sínum Sveini Andréssyni og eiginkonu hans Jónu Ester Kristjánsdóttur, stendur að baki félaginu Deildartungu ehf. sem vinnur að uppbyggingunni. Bræðurnir eru fæddir og uppaldir í Deildartungu og hluti af landi þeirra fer undir framkvæmdirnar. Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, austan við hverahólinn og suður fyrir hann liggur sprunga sem úr streyma um 180 lítrar af 100°C heitu vatni á hverri sekúndu. Dagur áætlar að yfir tvö hundruð þúsund manns heimsæki svæðið á ári hverju.Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum blönduðu með köldu vatni úr Rauðsgili.vísir/vilhelmKrauma-náttúrulaugar verða með steypta potta sem ekki innihalda sjálfhreinsandi efni eins og klór. Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum, sem blandað verður með köldu vatni úr Rauðsgili. „Þarna verður einnig hvíldarherbergi og tvær gufur á þessu laugarsvæði sem verður skjólsælt, inni verður svo fínn veitingastaður, bar og munasala, þar sem áherslan verður lögð á lúxusvörur,“ segir Dagur. Byggingarnar á svæðinu verða rúmir 550 fermetrar. Skiptiaðstaða verður fyrir 140 manns í aðalbyggingu svæðisins, hámarksfjöldinn verður því 140 manns í laugunum að sögn Dags. „Við viljum frekar hafa lægri hámarksfjölda til að fólk njóti þess betur, ef það verður yfirfullt þá lækkum við bara hámarksfjöldann, við leggjum meiri áherslu á að fólk njóti aðstöðunnar.“ Lögð verður áhersla á gott aðgengi frá Deildartunguhver og upphitaður gangstígur mun liggja þaðan að Kraumu. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 26. apríl í fyrra og hófust framkvæmdir tveimur dögum síðar. Nú er allt á lokametrunum. „Það er búið að helluleggja allt nema laugarsvæðið, það er verið að flísaleggja inni og setja upp innréttingar, þannig að ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur. Dagur gerir ráð fyrir ellefu til tólf ársverkum í upphafi, en svo mun starfsmönnum vonandi fjölga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira