Byggjum ferðaþjónustu upp til framtíðar Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Árið 1994, þá 19 ára gömul, steig ég mín fyrstu skref í ferðaþjónustu. Þá réð ég mig í sumarvinnu hjá vélsleðaleigu á Skálafellsjökli á Vatnajökli. Það voru góð spor að stíga enda opnuðust ekki bara fyrir mér undur Vatnajökuls, heldur líka framandi heimar erlendra ferðamanna sem klöngruðust upp á íslenska jökla. Síðan vann ég sem fjallaleiðsögumaður við gönguleiðsögn um hálendi Íslands í mörg ár. Að sjá gleði og þakklæti fólks yfir náttúrufegurð er gefandi. Það getur líka verið strembið að vinna við ferðaþjónustu, enda gríðarlega ört vaxandi atvinnugrein sem kemur inn á öll svið íslensks samfélags. Það hefur verið kallað eftir miklu skýrari sýn og stefnu stjórnvalda í garð ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustuna verður líka að skipuleggja betur en nú og grunnrekstur hennar verður að vera í anda sjálfbærrar þróunar og út frá þolmarkarannsóknum á náttúru, samfélögum og innviðum. „Græn ferðaþjónusta“ getur orðið að blómlegri atvinnugrein til frambúðar því það er eitt mesta hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna að viðhalda óspilltri náttúru. Ferðaþjónustan á að vera einn af framvörðum í verndun náttúru og umhverfis og til fyrirmyndar á alþjóðavísu.Leiði af sér jákvæða þróun Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjum áherslu á að gestakomur til landsins og ferðaþjónusta leiði af sér jákvæða þróun, samfélögum og efnahagslífi til farsældar og sé ávallt í sátt við náttúru landsins. Að markaðssetning landsins horfi ekki til fjölda gesta heldur tegundar ferðamennsku sem snúist um umhverfisvitund og þekkingarleit. Við í VG viljum að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar taki mið af þolmörkum ferðamennsku út frá náttúru og væntingum gesta og heimafólks. Uppbygging innviða samfélagsins helst í hendur við skýra stefnu og sýn í ferðaþjónustu. Annað gengur ekki upp án hins. Eflum samgöngur og menntun, gerum tekjuöflunarleiðir greinarinnar skýrari og leggjum áherslu á umhverfisþáttinn. Ferðaþjónustan verður að vera virkur þáttakandi í orkuskiptum í samgöngum af öllu tagi. Eflum menntun á öllum sviðum ferðaþjónustu. Mikilvægt er að horfa til möguleika á enn frekari starfsþróun og fjölgun heilsársstarfa í greininni. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu verða að uppfylla kröfur um samfélagslega ábyrgð sína sem atvinnurekendur. Ferðaþjónustan á ekki að hafa svarta starfsemi innan sinna raða. Framtíðarsýn okkar í VG fyrir ferðamannalandið Ísland er að vel verði haldið utan um náttúruvernd, menningararf, þjóðgarða og önnur friðlýst svæði sem skapa fjölda fólks vinnu við náttúruvernd, endursköpun og viðhald sögu okkar og menningar og rannsóknir og þjónustu. Landsmenn allir í ýmiss konar starfsemi og þjónustustörfum eiga að fá notið arðs af ferðaþjónustu sem býður gestum til náttúru- og menningarupplifunar. Um þetta og fleira snýst ferðamálastefna VG.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1994, þá 19 ára gömul, steig ég mín fyrstu skref í ferðaþjónustu. Þá réð ég mig í sumarvinnu hjá vélsleðaleigu á Skálafellsjökli á Vatnajökli. Það voru góð spor að stíga enda opnuðust ekki bara fyrir mér undur Vatnajökuls, heldur líka framandi heimar erlendra ferðamanna sem klöngruðust upp á íslenska jökla. Síðan vann ég sem fjallaleiðsögumaður við gönguleiðsögn um hálendi Íslands í mörg ár. Að sjá gleði og þakklæti fólks yfir náttúrufegurð er gefandi. Það getur líka verið strembið að vinna við ferðaþjónustu, enda gríðarlega ört vaxandi atvinnugrein sem kemur inn á öll svið íslensks samfélags. Það hefur verið kallað eftir miklu skýrari sýn og stefnu stjórnvalda í garð ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustuna verður líka að skipuleggja betur en nú og grunnrekstur hennar verður að vera í anda sjálfbærrar þróunar og út frá þolmarkarannsóknum á náttúru, samfélögum og innviðum. „Græn ferðaþjónusta“ getur orðið að blómlegri atvinnugrein til frambúðar því það er eitt mesta hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna að viðhalda óspilltri náttúru. Ferðaþjónustan á að vera einn af framvörðum í verndun náttúru og umhverfis og til fyrirmyndar á alþjóðavísu.Leiði af sér jákvæða þróun Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjum áherslu á að gestakomur til landsins og ferðaþjónusta leiði af sér jákvæða þróun, samfélögum og efnahagslífi til farsældar og sé ávallt í sátt við náttúru landsins. Að markaðssetning landsins horfi ekki til fjölda gesta heldur tegundar ferðamennsku sem snúist um umhverfisvitund og þekkingarleit. Við í VG viljum að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar taki mið af þolmörkum ferðamennsku út frá náttúru og væntingum gesta og heimafólks. Uppbygging innviða samfélagsins helst í hendur við skýra stefnu og sýn í ferðaþjónustu. Annað gengur ekki upp án hins. Eflum samgöngur og menntun, gerum tekjuöflunarleiðir greinarinnar skýrari og leggjum áherslu á umhverfisþáttinn. Ferðaþjónustan verður að vera virkur þáttakandi í orkuskiptum í samgöngum af öllu tagi. Eflum menntun á öllum sviðum ferðaþjónustu. Mikilvægt er að horfa til möguleika á enn frekari starfsþróun og fjölgun heilsársstarfa í greininni. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu verða að uppfylla kröfur um samfélagslega ábyrgð sína sem atvinnurekendur. Ferðaþjónustan á ekki að hafa svarta starfsemi innan sinna raða. Framtíðarsýn okkar í VG fyrir ferðamannalandið Ísland er að vel verði haldið utan um náttúruvernd, menningararf, þjóðgarða og önnur friðlýst svæði sem skapa fjölda fólks vinnu við náttúruvernd, endursköpun og viðhald sögu okkar og menningar og rannsóknir og þjónustu. Landsmenn allir í ýmiss konar starfsemi og þjónustustörfum eiga að fá notið arðs af ferðaþjónustu sem býður gestum til náttúru- og menningarupplifunar. Um þetta og fleira snýst ferðamálastefna VG.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun