Kosningaloforðin við aldraða frá 2013 svikin! Björgvin Guðmundsson skrifar 6. október 2016 07:00 Nú er stutt orðið í alþingiskosningar en þær verða 29. október. Athyglisvert er, að þegar komið er að alþingiskosningum 2016, eru stjórnarflokkarnir ekki enn farnir að efna stærstu kosningaloforðin, sem þeir gáfu fyrir kosningarnar 2013! Frambjóðendur til Alþingis virðast telja, að þeir geti lofað öllu fögru fyrir kosningar og svikið síðan loforðin. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð fyrir síðustu alþingiskosningar: Þeir lofuðu að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa á krepputímanum. Þetta var tekið mjög skýrt fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var samþykkt að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar laun hækka meira en lífeyrir. Ríkisstjórnin hefur ekki lyft litla fingri í því að efna þetta stóra kosningaloforð. Það hefur gersamlega verið svikið. Það er alvarlegt mál. Nú hafa kjósendur tækifæri til þess að refsa þeim fyrir svikin. Stjórnarflokkarnir lofuðu einnig að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Núverandi ríkisstjórn afturkallaði tvö þessara atriða á sumarþinginu 2013: Frítekjumark vegna atvinnutekna, sem hafði verið lækkað, var hækkað á ný í 109 þúsund kr. á mánuði. Grunnlífeyrir, sem hafði verið skertur hjá þeim efnameiri 2009, var leiðréttur á ný. Þessi tvö atriði voru ódýr fyrir ríkissjóð og gögnuðust þeim sem voru vel staddir. Annað gerði ríkisstjórnin ekki þá og gerði ekki meira til þess að efna kosningaloforð, sem hún hafði gefið öldruðum og öryrkjum. Eitt atriði af þessum sex rann út af sjálfu sér. Það var tímabundið; hækkun á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar. Sú hækkun gekk til baka 2014.Svik Bjarni Benediktsson gaf öldruðum stórt kosningaloforð í bréfi 2013. Hann lofaði að afnema alla tekjutengingu lífeyris aldraðra. Þetta var stórt kosningaloforð; skerðingar valda öldruðum mikilli kjaraskerðingu. Bjarni hefur ekki efnt þetta loforð. Þetta loforð þýðir afnám skerðingar lífeyris aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Það litla, sem var gert til leiðréttingar útreiknings grunnlífeyris, skiptir litlu máli í þessu sambandi. Eftir sem áður voru framkvæmdar miklar skerðingar á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Allur fjöldinn, sem var með lítinn lífeyrissjóð eða í meðallagi stóran, sætti mikilli skerðingu. Og tekjutengingar vegna tekna af fjármagni og atvinnu í fullu gildi. Ekki hefur verið staðið við kosningaloforð Bjarna Benediktssonar við aldraða. Það litla, sem ríkisstjórnin leiðrétti á sumarþinginu 2013 er tekið til baka í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar. Grunnlífeyrir felldur niður og frítekjumark vegna atvinnutekna afnumið! Yfirskrift fráfarandi ríkisstjórnar er : Svik, svik, svik.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er stutt orðið í alþingiskosningar en þær verða 29. október. Athyglisvert er, að þegar komið er að alþingiskosningum 2016, eru stjórnarflokkarnir ekki enn farnir að efna stærstu kosningaloforðin, sem þeir gáfu fyrir kosningarnar 2013! Frambjóðendur til Alþingis virðast telja, að þeir geti lofað öllu fögru fyrir kosningar og svikið síðan loforðin. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð fyrir síðustu alþingiskosningar: Þeir lofuðu að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa á krepputímanum. Þetta var tekið mjög skýrt fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var samþykkt að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar laun hækka meira en lífeyrir. Ríkisstjórnin hefur ekki lyft litla fingri í því að efna þetta stóra kosningaloforð. Það hefur gersamlega verið svikið. Það er alvarlegt mál. Nú hafa kjósendur tækifæri til þess að refsa þeim fyrir svikin. Stjórnarflokkarnir lofuðu einnig að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Núverandi ríkisstjórn afturkallaði tvö þessara atriða á sumarþinginu 2013: Frítekjumark vegna atvinnutekna, sem hafði verið lækkað, var hækkað á ný í 109 þúsund kr. á mánuði. Grunnlífeyrir, sem hafði verið skertur hjá þeim efnameiri 2009, var leiðréttur á ný. Þessi tvö atriði voru ódýr fyrir ríkissjóð og gögnuðust þeim sem voru vel staddir. Annað gerði ríkisstjórnin ekki þá og gerði ekki meira til þess að efna kosningaloforð, sem hún hafði gefið öldruðum og öryrkjum. Eitt atriði af þessum sex rann út af sjálfu sér. Það var tímabundið; hækkun á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar. Sú hækkun gekk til baka 2014.Svik Bjarni Benediktsson gaf öldruðum stórt kosningaloforð í bréfi 2013. Hann lofaði að afnema alla tekjutengingu lífeyris aldraðra. Þetta var stórt kosningaloforð; skerðingar valda öldruðum mikilli kjaraskerðingu. Bjarni hefur ekki efnt þetta loforð. Þetta loforð þýðir afnám skerðingar lífeyris aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Það litla, sem var gert til leiðréttingar útreiknings grunnlífeyris, skiptir litlu máli í þessu sambandi. Eftir sem áður voru framkvæmdar miklar skerðingar á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Allur fjöldinn, sem var með lítinn lífeyrissjóð eða í meðallagi stóran, sætti mikilli skerðingu. Og tekjutengingar vegna tekna af fjármagni og atvinnu í fullu gildi. Ekki hefur verið staðið við kosningaloforð Bjarna Benediktssonar við aldraða. Það litla, sem ríkisstjórnin leiðrétti á sumarþinginu 2013 er tekið til baka í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar. Grunnlífeyrir felldur niður og frítekjumark vegna atvinnutekna afnumið! Yfirskrift fráfarandi ríkisstjórnar er : Svik, svik, svik.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun