Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Rosengård 0-1 | Blikar óheppnir gegn Svíþjóðarmeisturunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2016 18:15 Ingibjörg Sigurðardóttir tæklar stórstjörnuna Mörtu. vísir/eyþór Breiðablik er 1-0 undir eftir fyrri viðureign sína gegn FC Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Svíþjóðarmeistararnir tryggðu sér sigurinn með marki Lottu Schelin snemma í leiknum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvelli í dag og tók meðfylgjandi myndir. Stjörnum prýtt lið Rosengård lék gegn spræku liði Blika við erfiðar aðstæður á Kópavogsvelli í dag, þar sem var bæði vindasamt og blautt. Snemma leit út fyrir að það yrði einstefna að marki Blika í leiknum en eftir að hafa hrist af sér skrekkinn spiluðu Blikar vel, sérstaklega í vörn í síðari hálfleik. Esther Arnarsdóttir fékk besta færi Breiðabliks í fyrri hálfleik en Blikum gekk illa að skapa færi í síðari hálfleik. Þær héldu hins vegar góðu varnarskipulagi sem sænsku meistararnir náðu ekki að brjóta niður. Engu að síður á Breiðablik erfitt verkefni fyrir höndum á útivelli þegar liðin mætast í síðari viðureign liðanna ytra eftir viku.Leikmenn í heimsklassa Rosengård er í hópi betri liða Evrópu og sýndi það á löngum köflum í dag. Margir frábærir leikmenn eru í sænska liðinu en þekktustu nöfnin eru Marta, sem hefur verið valin besti leikmaður heims í fimm skipti, og sænski sóknarmaðurinn Lotta Schelin. Fleiri landsliðsmenn eru í liði Rosengård, svo sem Natasha Andanova frá Makedóníu og Lieke Martens frá Hollandi. Báðar áttu frábæran leik í dag. Gestirnir frá Svíþjóð létu slagviðri og mikla rigningu ekki slá sig út af laginu. Rosengård byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir á 8. mínútu eftir frábæra sókn. Allt byrjaði hjá Mörtu sem gaf laglegan bolta á Martens á vinstri kantinum. Sú hollenska fór auðveldlega fram hjá tveimur Blikum, lagði boltann fyrir Schelin sem skoraði auðveldlega. Svíarnir sóttu stíft á fyrstu fimmtán mínútunum og átti Schelin til að mynda skot í stöng. En Blikarnir náðu að standa þetta af sér og komu sér betur inn í leikinn. Langbesta færi Blika fékk Esther Arnarsdóttir þegar hún brenndi af skoti í markteignum fyrir opnu marki eftir sendingu Fanndísar Friðriksdóttur og frábæran undirbúning Rakelar Hönnudóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur.Frábær varnarleikur Blika Blikar héldu þó haus og spiluðu vel í síðari hálfleik, sérstaklega í vörn þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir átti frábæran dag. Svíarnir komust nokkrum sinnum í álitleg færi, það besta fékk varamaðurinn Ella Masar örfáum mínútum eftir að hún kom inn á en Sonný Lára Þráinsdóttir varði mjög vel frá henni. Það dró af Rosengård eftir því sem leið á leikinn og þær náðu ekki að skapa sér nein færi á lokamínútum leiksins. Breiðablik náði að ógna með skyndisóknum nokkrum sinnum en Svíarnir héldu góðu skipulagi á öftustu varnarlínu og náðu þar með að verja forystu sína. Blikar geta ágætlega við unað, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist í byrjun. Blikar fengu þó sannarlega færi til að skora í leiknum og sýndu að á góðum degi eiga þær vel að geta staðið í jafn sterku liði og Svíþjóðarmeisturum Rosengård.Hallbera: Stolt af mínu liði Hallbera Guðný Gísladóttir átti góðan leik í varnarlínu Breiðabliks eins og félagar hennar í vörninni, sérstaklega í síðari hálfleik. Hún var nokkuð sátt við niðurstöðuna þrátt fyrir tap. „Fyrir leik hefði maður ekki verið ósáttur við 1-0 tap. En við fengum færi til að skora í þessum leik og svekkjandi að hafa ekki gert það,“ sagði Hallbera. „En það er ásættanlegt að fara inn í seinni leikinn með þennan mun. Það þýðir að við eigum enn möguleika.“ Hallbera bendir á að Rosengård á mikilvægan leik gegn Linköping í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudag og að því hafi þær sjálfsagt vilja gera út um leikinn snemma í dag. „Þær komu af miklum krafti inn í leikinn en við náðum að gefa þeim leik allt fram til leiksloka. Ég er stolt af mínu liði.“ Esther Arnarsdóttir fékk besta færi Breiðabliks í leiknum er hún brenndi af fyrir opnu marki. Hallbera segir að hún hafi öðlast dýrmæta reynslu í dag. „Hún er bara 17-18 ára og þetta fer í reynslubankann. Ég held að við munum fá svona færi í seinni leiknum og þá þurfum við að nýta það.“ Hún hefur trú á því að það sé raunhæft verkefni að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. „Við sýndum í seinni hálfleik að þegar við trúum á okkur þá er þetta hægt. Við munum fá færi til að skora í seinni leiknum, því trúi ég.“Þorsteinn: Við förum áfram eftir vító „Ég er aldrei sáttur við að tapa. En við héldum skipulagi og gáfum ekki mörg færi á okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosengård komst yfir snemma leiks í dag en Blikar létu ekki það slá sig af laginu. „Ég er ánægður með allan leikinn fyrir utan fyrstu 10-15 mínúturnar. Við vorum óöruggar í upphafi leiks en það lagaðist eftir því sem leið á leikinn. Þá þorðum við að gera meira og höfðum meiri trú á því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn segir að það hafi verið skjálfti í hans leikmönnum í upphafi en að þeir hafi unnið sig vel inn í leikinn. „Ég var helst ánægður með það enda vorum við að spila við heimsklassaleikmenn í dag,“ sagði Þorsteinn. Hann hrósaði ungu leikmönnum Breiðabliks fyrir frammistöðuna gegn sterku liði við erfiðar aðstæður. „Arna Dís [Arnþórsdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] voru frábærar og Sonný Lára [Þráinsdóttir] sýndi að hún er besti markvörðurinn sem spilar á Íslandi í dag.“ Þorsteinn ætlar að að nálgast síðari leikinn svipað og þann í dag. „Við ætlum að gefa fá færi á okkur, nýta okkar færi og vinna 1-0. Þá förum við í framlengingu og við komumst svo áfram eftir vítaspyrnukeppni.“Þorsteinn á hliðarlínunni í dag.vísir/eyþórBlikar stóðu í sænsku meisturunum.vísir/eyþór Íslenski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Breiðablik er 1-0 undir eftir fyrri viðureign sína gegn FC Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Svíþjóðarmeistararnir tryggðu sér sigurinn með marki Lottu Schelin snemma í leiknum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvelli í dag og tók meðfylgjandi myndir. Stjörnum prýtt lið Rosengård lék gegn spræku liði Blika við erfiðar aðstæður á Kópavogsvelli í dag, þar sem var bæði vindasamt og blautt. Snemma leit út fyrir að það yrði einstefna að marki Blika í leiknum en eftir að hafa hrist af sér skrekkinn spiluðu Blikar vel, sérstaklega í vörn í síðari hálfleik. Esther Arnarsdóttir fékk besta færi Breiðabliks í fyrri hálfleik en Blikum gekk illa að skapa færi í síðari hálfleik. Þær héldu hins vegar góðu varnarskipulagi sem sænsku meistararnir náðu ekki að brjóta niður. Engu að síður á Breiðablik erfitt verkefni fyrir höndum á útivelli þegar liðin mætast í síðari viðureign liðanna ytra eftir viku.Leikmenn í heimsklassa Rosengård er í hópi betri liða Evrópu og sýndi það á löngum köflum í dag. Margir frábærir leikmenn eru í sænska liðinu en þekktustu nöfnin eru Marta, sem hefur verið valin besti leikmaður heims í fimm skipti, og sænski sóknarmaðurinn Lotta Schelin. Fleiri landsliðsmenn eru í liði Rosengård, svo sem Natasha Andanova frá Makedóníu og Lieke Martens frá Hollandi. Báðar áttu frábæran leik í dag. Gestirnir frá Svíþjóð létu slagviðri og mikla rigningu ekki slá sig út af laginu. Rosengård byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir á 8. mínútu eftir frábæra sókn. Allt byrjaði hjá Mörtu sem gaf laglegan bolta á Martens á vinstri kantinum. Sú hollenska fór auðveldlega fram hjá tveimur Blikum, lagði boltann fyrir Schelin sem skoraði auðveldlega. Svíarnir sóttu stíft á fyrstu fimmtán mínútunum og átti Schelin til að mynda skot í stöng. En Blikarnir náðu að standa þetta af sér og komu sér betur inn í leikinn. Langbesta færi Blika fékk Esther Arnarsdóttir þegar hún brenndi af skoti í markteignum fyrir opnu marki eftir sendingu Fanndísar Friðriksdóttur og frábæran undirbúning Rakelar Hönnudóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur.Frábær varnarleikur Blika Blikar héldu þó haus og spiluðu vel í síðari hálfleik, sérstaklega í vörn þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir átti frábæran dag. Svíarnir komust nokkrum sinnum í álitleg færi, það besta fékk varamaðurinn Ella Masar örfáum mínútum eftir að hún kom inn á en Sonný Lára Þráinsdóttir varði mjög vel frá henni. Það dró af Rosengård eftir því sem leið á leikinn og þær náðu ekki að skapa sér nein færi á lokamínútum leiksins. Breiðablik náði að ógna með skyndisóknum nokkrum sinnum en Svíarnir héldu góðu skipulagi á öftustu varnarlínu og náðu þar með að verja forystu sína. Blikar geta ágætlega við unað, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist í byrjun. Blikar fengu þó sannarlega færi til að skora í leiknum og sýndu að á góðum degi eiga þær vel að geta staðið í jafn sterku liði og Svíþjóðarmeisturum Rosengård.Hallbera: Stolt af mínu liði Hallbera Guðný Gísladóttir átti góðan leik í varnarlínu Breiðabliks eins og félagar hennar í vörninni, sérstaklega í síðari hálfleik. Hún var nokkuð sátt við niðurstöðuna þrátt fyrir tap. „Fyrir leik hefði maður ekki verið ósáttur við 1-0 tap. En við fengum færi til að skora í þessum leik og svekkjandi að hafa ekki gert það,“ sagði Hallbera. „En það er ásættanlegt að fara inn í seinni leikinn með þennan mun. Það þýðir að við eigum enn möguleika.“ Hallbera bendir á að Rosengård á mikilvægan leik gegn Linköping í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudag og að því hafi þær sjálfsagt vilja gera út um leikinn snemma í dag. „Þær komu af miklum krafti inn í leikinn en við náðum að gefa þeim leik allt fram til leiksloka. Ég er stolt af mínu liði.“ Esther Arnarsdóttir fékk besta færi Breiðabliks í leiknum er hún brenndi af fyrir opnu marki. Hallbera segir að hún hafi öðlast dýrmæta reynslu í dag. „Hún er bara 17-18 ára og þetta fer í reynslubankann. Ég held að við munum fá svona færi í seinni leiknum og þá þurfum við að nýta það.“ Hún hefur trú á því að það sé raunhæft verkefni að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. „Við sýndum í seinni hálfleik að þegar við trúum á okkur þá er þetta hægt. Við munum fá færi til að skora í seinni leiknum, því trúi ég.“Þorsteinn: Við förum áfram eftir vító „Ég er aldrei sáttur við að tapa. En við héldum skipulagi og gáfum ekki mörg færi á okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosengård komst yfir snemma leiks í dag en Blikar létu ekki það slá sig af laginu. „Ég er ánægður með allan leikinn fyrir utan fyrstu 10-15 mínúturnar. Við vorum óöruggar í upphafi leiks en það lagaðist eftir því sem leið á leikinn. Þá þorðum við að gera meira og höfðum meiri trú á því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn segir að það hafi verið skjálfti í hans leikmönnum í upphafi en að þeir hafi unnið sig vel inn í leikinn. „Ég var helst ánægður með það enda vorum við að spila við heimsklassaleikmenn í dag,“ sagði Þorsteinn. Hann hrósaði ungu leikmönnum Breiðabliks fyrir frammistöðuna gegn sterku liði við erfiðar aðstæður. „Arna Dís [Arnþórsdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] voru frábærar og Sonný Lára [Þráinsdóttir] sýndi að hún er besti markvörðurinn sem spilar á Íslandi í dag.“ Þorsteinn ætlar að að nálgast síðari leikinn svipað og þann í dag. „Við ætlum að gefa fá færi á okkur, nýta okkar færi og vinna 1-0. Þá förum við í framlengingu og við komumst svo áfram eftir vítaspyrnukeppni.“Þorsteinn á hliðarlínunni í dag.vísir/eyþórBlikar stóðu í sænsku meisturunum.vísir/eyþór
Íslenski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira