Þremenningarnir hljóta verðlaunin fyrir hönnun og efnasmíði minnstu véla heims, eða svokallaðar sameindavélar (e. molecular machines).
Skotinn Fraser Stoddart starfar við Northwestern University í Illinois í Bandaríkjunum.
Nóbelsnefndin tilkynnti í gær að bresku eðlisfræðingarnir David Thouless, Duncan Haldane og Michael Kosterlitz hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í eðlisfræði í gær fyrir sögulegar og þýðingarmiklar uppgötvanir á sviði þéttefnisfræði.
Nefndin greindi svo frá því á mánudag að japanski frumulíffræðingurinn Yoshinori Oshumi hafi hlotið Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræðifyrir mikilvægar uppgötvanir sínar á svokölluðu sjálfsáti frumna, eða „autophagy“.
Tilkynnt verður á föstudag hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels og í næstu viku verður greint frá nýjum handhafa bókmenntaverðlaunanna. Að auki mun sænski seðlabankinn tilkynna hver hlýtur hagfræðiverðlaunin næsta mánudag.