„Leiðréttingin“ - afrek ríkisstjórnarinnar? Bolli Héðinsson skrifar 5. október 2016 07:00 Enn er fólk borið úr húsum sínum þrátt fyrir „leiðréttingu“ ríkisstjórnar enda ákvað hún að fjármunir sem fengust frá erlendum kröfuhöfum skyldu að stórum hluta greiddir til þeirra sem síst skyldi í stað þess að setja í forgang þá sem mest þurftu á aðstoð að halda. Einnig ákvað ríkisstjórnin að hafa að engu samkomulag sem komið var á við hóp lánsveðshafa og því eru þeir meðal þeirra sem nú fá að finna til tevatnsins. (https://kvennabladid.is/2015/05/02/ad-missa-heimilid-sitt-2/) Meðal helstu afreka sem ríkisstjórnin telur sig hafa unnið eru glíman við „hrægammasjóðina“ og þeir fjármunir sem þeir greiddu í ríkissjóð. Að vísu eru fjárhæðirnar sem náðust aðeins brot af þeim fjármunum sem ríkisstjórnin lofaði en sem kunnugt er voru þeir að mestu sóttir í vasa þjóðarinnar sjálfrar. Glíman við kröfuhafa bankanna hefur staðið allt frá hruni. Unnið var samfellt að því að tryggja þjóðarhag m.a. með lagasetningum sem tryggðu hagsmuni þjóðarinnar. Í því skyni var efnt til víðtækrar pólitískrar samstöðu og settir á laggirnar þverpólitískir starfshópar til að tryggja sem mest samráð.Sérfræðinganefnd um afnám haftaMeðal þess sem sett var á laggirnar var sérfræðinganefnd allra stjórnmálaflokka til að vinna að afnámi hafta. Ein meginforsendan voru samningar við kröfuhafa. Verulegur tími fór í að kortleggja þann vanda sem við var að glíma áður en hægt var að takast á við hann. Í upphafi árs 2013 lá loksins ljóst fyrir með hvaða hætti væri hægt að vinna að afnámi gjaldeyrishaftanna og forsendu þess, samningar við kröfuhafa bankanna. Þá þegar var orðið ljóst hvaða upphæðir myndu koma í hlut ríkisins við þessar aðgerðir. Útfærsla atriðanna var svo næsta skref. Þegar að því kom hafði verið kosið til Alþingis og ný ríkisstjórn ákvað að taka málin úr allri þverpólitískri samvinnu. Líklegust ástæða þess, er að svo mikið lá við að sýna fram á að hér væri um árangur hinnar nýju ríkisstjórnar að ræða en ekki afleiðing samfelldrar vinnu sem unnin hafði verið í samstarfi allra flokka misserin á undan.Hér má sjá nefndarmenn á gangi í Washington DC eftir fundina með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) í febrúar 2013. Frá vinstri: Sigurður Hannesson, fulltrúi Framsóknarflokksins. Björn Rúnar Guðmundsson, starfsmaður fjármálaráðuneytisins. Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar. Tryggvi Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Auk þeirra voru í nefndinni Huginn Freyr Þorsteinsson fyrir Vinstri græna og Jón Helgi Egilsson þá fulltrúi Hreyfingarinnar nú fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands. Engin laun voru greidd fyrir setu i nefndinni. Þetta varð til þess að hægja á gangi málsins, þegar eingöngu aðilar tengdir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki voru kallaðir til starfa við losun haftanna. Síðan hafa málin mjakast áfram með nokkrum „flugeldasýningum“ og sjálfhælni í frásögnum af heimsmetum ríkisstjórnarninnar, þeim sem hentugast hefur þótt að guma af hverju sinni. Nýjustu skrefin sem nú hafa loksins verið stigin til losunar gjaldeyrishafa eru þau skref sem næst verður komist að taka til afléttingar hafta á íslenskri krónu. Gera verður ráð fyrir að krónan verði um ókomna tíð í einhvers konar höftum enda er hún smæsta sjálfstæða mynt veraldar og aðeins til heimabrúks. Enn eru stærstu viðfangsefnin um framtíð peningamála á Íslandi óleyst. Stærri fyrirtæki gera mörg hver reikninga sína upp í erlendri mynt en þjóðinni er gert að notast við gjaldmiðil sem er hvergi annars staðar gjaldgengur. Allir stjórnmálaflokkar nema þeir sem vilja kanna kosti og galla á upptöku evru skila auðu í þessum efnum og reyna að telja sjálfum sér og kjósendum sínum trú um að hægt verði að notast við íslenska krónu til frambúðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Enn er fólk borið úr húsum sínum þrátt fyrir „leiðréttingu“ ríkisstjórnar enda ákvað hún að fjármunir sem fengust frá erlendum kröfuhöfum skyldu að stórum hluta greiddir til þeirra sem síst skyldi í stað þess að setja í forgang þá sem mest þurftu á aðstoð að halda. Einnig ákvað ríkisstjórnin að hafa að engu samkomulag sem komið var á við hóp lánsveðshafa og því eru þeir meðal þeirra sem nú fá að finna til tevatnsins. (https://kvennabladid.is/2015/05/02/ad-missa-heimilid-sitt-2/) Meðal helstu afreka sem ríkisstjórnin telur sig hafa unnið eru glíman við „hrægammasjóðina“ og þeir fjármunir sem þeir greiddu í ríkissjóð. Að vísu eru fjárhæðirnar sem náðust aðeins brot af þeim fjármunum sem ríkisstjórnin lofaði en sem kunnugt er voru þeir að mestu sóttir í vasa þjóðarinnar sjálfrar. Glíman við kröfuhafa bankanna hefur staðið allt frá hruni. Unnið var samfellt að því að tryggja þjóðarhag m.a. með lagasetningum sem tryggðu hagsmuni þjóðarinnar. Í því skyni var efnt til víðtækrar pólitískrar samstöðu og settir á laggirnar þverpólitískir starfshópar til að tryggja sem mest samráð.Sérfræðinganefnd um afnám haftaMeðal þess sem sett var á laggirnar var sérfræðinganefnd allra stjórnmálaflokka til að vinna að afnámi hafta. Ein meginforsendan voru samningar við kröfuhafa. Verulegur tími fór í að kortleggja þann vanda sem við var að glíma áður en hægt var að takast á við hann. Í upphafi árs 2013 lá loksins ljóst fyrir með hvaða hætti væri hægt að vinna að afnámi gjaldeyrishaftanna og forsendu þess, samningar við kröfuhafa bankanna. Þá þegar var orðið ljóst hvaða upphæðir myndu koma í hlut ríkisins við þessar aðgerðir. Útfærsla atriðanna var svo næsta skref. Þegar að því kom hafði verið kosið til Alþingis og ný ríkisstjórn ákvað að taka málin úr allri þverpólitískri samvinnu. Líklegust ástæða þess, er að svo mikið lá við að sýna fram á að hér væri um árangur hinnar nýju ríkisstjórnar að ræða en ekki afleiðing samfelldrar vinnu sem unnin hafði verið í samstarfi allra flokka misserin á undan.Hér má sjá nefndarmenn á gangi í Washington DC eftir fundina með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) í febrúar 2013. Frá vinstri: Sigurður Hannesson, fulltrúi Framsóknarflokksins. Björn Rúnar Guðmundsson, starfsmaður fjármálaráðuneytisins. Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar. Tryggvi Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Auk þeirra voru í nefndinni Huginn Freyr Þorsteinsson fyrir Vinstri græna og Jón Helgi Egilsson þá fulltrúi Hreyfingarinnar nú fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands. Engin laun voru greidd fyrir setu i nefndinni. Þetta varð til þess að hægja á gangi málsins, þegar eingöngu aðilar tengdir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki voru kallaðir til starfa við losun haftanna. Síðan hafa málin mjakast áfram með nokkrum „flugeldasýningum“ og sjálfhælni í frásögnum af heimsmetum ríkisstjórnarninnar, þeim sem hentugast hefur þótt að guma af hverju sinni. Nýjustu skrefin sem nú hafa loksins verið stigin til losunar gjaldeyrishafa eru þau skref sem næst verður komist að taka til afléttingar hafta á íslenskri krónu. Gera verður ráð fyrir að krónan verði um ókomna tíð í einhvers konar höftum enda er hún smæsta sjálfstæða mynt veraldar og aðeins til heimabrúks. Enn eru stærstu viðfangsefnin um framtíð peningamála á Íslandi óleyst. Stærri fyrirtæki gera mörg hver reikninga sína upp í erlendri mynt en þjóðinni er gert að notast við gjaldmiðil sem er hvergi annars staðar gjaldgengur. Allir stjórnmálaflokkar nema þeir sem vilja kanna kosti og galla á upptöku evru skila auðu í þessum efnum og reyna að telja sjálfum sér og kjósendum sínum trú um að hægt verði að notast við íslenska krónu til frambúðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun