Framsóknarflokkurinn vill koma á 25 prósenta tekjuskatti upp að 970 þúsund krónum Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2016 11:20 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins. vísir/ernir „Það þarf að vera meiri jöfnuður í þessu landi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, í Kastljósinu í gær þar sem hann var spurður út í hugmyndir hans og Framsóknarflokksins um að skapa öfluga millistétt á Íslandi. Framsóknarflokkurinn hefur haldið því fram að hægt sé að skapa öfluga millistétt á Íslandi með breytingum á skattkerfinu en Sigurður Ingi sagði að ef allir borguðu 25 prósenta tekjuskatt upp að 970 þúsund krónum, 43 prósent umfram 970 þúsund krónum, þá væri hægt að ná fram sömu tekjum í ríkissjóð og af núverandi kerfi en auka um leið hagsæld og jöfnuð. Sigurður Ingi sagði þessar hugmyndir vera fengnar frá Samráðsvettvangi um aukna hagsæld sem vann sínar tillögur upp úr skýrslum OECD, Alþjóðabankans og alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Sett á fót á grundvelli McKinsey-skýrslu Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi er þverpólitískur og þverfaglegur vettvangur sem ætlað er að stuðla að heildstæðri og málefnalegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið, eða eins og segir um þennan vettvang á vef forsætisráðuneytisins. Á vettvangnum sitja formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Ragna Árnadóttir veitir vettvangnum formennsku en Katrín Olga Jóhannesdóttir er varaformaður en verkefnið heyrir undir forsætisráðuneytið. Var þessi umræðuvettvangur settur á fót á grundvelli skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company gáfu út haustið 2012 um möguleika Íslands til eflingar langtímahagvaxtar undir nafninu Charting a Growth Path for Iceland.Daði Már Kristófersson er formaður verkefnisstjórnar um skattamál.Vísir/GVASagt minnka undanskot 6. september síðastliðinn skilaði verkefnastjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu af sér skýrslu til Samráðsvettvangsins um hvernig hægt sé að einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara. Um er að ræða 27 tillögur og er ein þeirra sú sem Sigurður Ingi nefndi í Kastljósinu í gærkvöldi.Sjá einnig: Vilja lækka fyrsta skattþrepið verulegaÍ tillögum Verkefnisstjórnarinnar er talað um að allir munu borga 25 prósenta skatt upp að 650 þúsund krónum. Ef mánaðarlaun fara yfir þá upphæð þá hækkar það í 43 prósent. Í tillögunum er talað um að persónuafsláttur byrji í 0 og hækki krónu fyrir krónu að 970 þúsund. Fyrir hverja krónu sem einhver aflar, borgar ríkið aðra krónu upp að 970 þúsund krónum. Fyrir hærri tekjur er persónuafsláttur 1.250 þúsund sem skerðist um 29 prósent af tekjum. Hærra skattþrepið verður 43 prósent og reiknast af árstekjum yfir 7,8 milljónum króna til að ná jafnstöðu í tekjuöflun ríkisins. Allir munu því borga 25 prósenta skatt eins og er í dag upp að 650 þúsund krónum. Ef mánaðarlaunin fara yfir þá upphæð þá hækkar það í 43 prósent. Ef farið verður eftir þessum tillögum mun meginþorri skattgreiðenda búa við lgæri skattprósentu í nýju kerfi, eða 90 prósent skattgreiðenda. Í nýja kerfinu verða engir sambúðaraðilar, aðeins einstaklingar. Þetta er talið einfalda kerfið og minnka verulega líkur á undanskotum sem skattstjóri segir nema um 80 milljörðum.Vilja beina stuðningi til tekjulágra foreldraÞá eru lagðar til breytingar á barnabótakerfinu sem Sigurður Ingi nefndi í Kastljósinu í gærkvöldi. Í umbótatillögum verkefnisstjórnarinnar er núverandi barnabótakerfi sagt flókið og ógagnsætt og að það búi til hvata til þess að fólk sem á saman börn sé ekki í skráðri sambúð. Verkefnisstjórnin vill einfalda kerfið og beina stuðningi í ríkari mæli til tekjulágra foreldra, hækka bætur á hvert barn í 450 þúsund krónur, hækka skerðingarprósentuna í 12 prósent, eitt skerðingarhlutfall í stað fjögurra ólíkra í dag, færa skerðingarmörkin frá hjónum, 4,8 milljónum króna, og einstæðum, 2,4 milljónum króna, til tekna foreldris sem fylgja barni.Fannst sérstakt að félagshyggjuflokkur leggi niður auðlegarskattinnSigurður Ingi var í viðtali hjá Helga Seljan í Kastljósinu en Helgi benti á að það væri athyglisvert að heyra formann félagshyggjuflokksins Framsóknarflokksins tala um skattbreytingar til að efla millistéttina og hina tekjulægri þegar flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn sem lagði niður auðlegðarskattinn, lækkaði auðlindagjaldið, hækkaði matarskattinn og orkuskattur á stóriðjuna felldur niður. Sigurður Ingi sagði Helga Seljan hafa talið upp nokkra skatta sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna setti á, á síðasta kjörtímabili og voru tímabundnir. „Stóriðjuskatturinn og auðlegðarskatturinn sem sú stjórn ætlaði ekki að framlengja. Þeir voru settir tímabundið á til að skaffa tekjur í ríkissjóð sem var tómur. Nú búum við, við allt aðrar aðstæður. Þessi tekjuskattsbreyting sem ég er að tala fyrir hún er mjög vinnuhvetjandi og gerð til að við búum öll við svipað fyrirkomulag.“„Nauðsynlegar breytingar“Helgi Seljan spurði þá hvort þessar skattkerfisbreytingar, að fella niður auðlegðarskattinn, lækka auðlindagjaldið og fella niður raforkuskattinn, hvort það hafi verið nauðsynlegar breytingar til að efla millistéttina? „Nei, það voru nauðsynlegar breytingar. Það ætlaði enginn að framlengja auðlegðarskattinn enda lagðist hann mjög undarlega á fólk, eins og menn muna, talað um ekknaskatt og ýmislegt fleira. Varðandi auðlindagjaldið, veðigjöldin, þá var það frumvarp sem var lagt á sem var óframkvæmanlegt og við urðum að breyta því og við aðlöguðum það þannig að á þessu kjörtímabili hafa ekki verið greidd hærri veiðigjöld nokkru tímann á nokkru kjörtímabili,“ sagði Sigurður Ingi.*Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:30 Kosningar 2016 Tengdar fréttir Flokkarnir ræða umbætur á skattkerfinu Nýjar tillögur að umbótum á skattkerfinu verða ræddar á morgunverðafundi í vikunni. 26. september 2016 12:50 Vilja að fleiri greinar greiði auðlindagjald Forystumenn stjórnmálaflokkanna eru almennt sammála um að fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegur greiði auðlindagjald. Forsætisráðherra segir óraunhæft að fækka virðisaukaskattsþrepum niður í eitt. Formaður VG segir þörf á að efla 30. september 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira
„Það þarf að vera meiri jöfnuður í þessu landi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, í Kastljósinu í gær þar sem hann var spurður út í hugmyndir hans og Framsóknarflokksins um að skapa öfluga millistétt á Íslandi. Framsóknarflokkurinn hefur haldið því fram að hægt sé að skapa öfluga millistétt á Íslandi með breytingum á skattkerfinu en Sigurður Ingi sagði að ef allir borguðu 25 prósenta tekjuskatt upp að 970 þúsund krónum, 43 prósent umfram 970 þúsund krónum, þá væri hægt að ná fram sömu tekjum í ríkissjóð og af núverandi kerfi en auka um leið hagsæld og jöfnuð. Sigurður Ingi sagði þessar hugmyndir vera fengnar frá Samráðsvettvangi um aukna hagsæld sem vann sínar tillögur upp úr skýrslum OECD, Alþjóðabankans og alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Sett á fót á grundvelli McKinsey-skýrslu Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi er þverpólitískur og þverfaglegur vettvangur sem ætlað er að stuðla að heildstæðri og málefnalegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið, eða eins og segir um þennan vettvang á vef forsætisráðuneytisins. Á vettvangnum sitja formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Ragna Árnadóttir veitir vettvangnum formennsku en Katrín Olga Jóhannesdóttir er varaformaður en verkefnið heyrir undir forsætisráðuneytið. Var þessi umræðuvettvangur settur á fót á grundvelli skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company gáfu út haustið 2012 um möguleika Íslands til eflingar langtímahagvaxtar undir nafninu Charting a Growth Path for Iceland.Daði Már Kristófersson er formaður verkefnisstjórnar um skattamál.Vísir/GVASagt minnka undanskot 6. september síðastliðinn skilaði verkefnastjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu af sér skýrslu til Samráðsvettvangsins um hvernig hægt sé að einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara. Um er að ræða 27 tillögur og er ein þeirra sú sem Sigurður Ingi nefndi í Kastljósinu í gærkvöldi.Sjá einnig: Vilja lækka fyrsta skattþrepið verulegaÍ tillögum Verkefnisstjórnarinnar er talað um að allir munu borga 25 prósenta skatt upp að 650 þúsund krónum. Ef mánaðarlaun fara yfir þá upphæð þá hækkar það í 43 prósent. Í tillögunum er talað um að persónuafsláttur byrji í 0 og hækki krónu fyrir krónu að 970 þúsund. Fyrir hverja krónu sem einhver aflar, borgar ríkið aðra krónu upp að 970 þúsund krónum. Fyrir hærri tekjur er persónuafsláttur 1.250 þúsund sem skerðist um 29 prósent af tekjum. Hærra skattþrepið verður 43 prósent og reiknast af árstekjum yfir 7,8 milljónum króna til að ná jafnstöðu í tekjuöflun ríkisins. Allir munu því borga 25 prósenta skatt eins og er í dag upp að 650 þúsund krónum. Ef mánaðarlaunin fara yfir þá upphæð þá hækkar það í 43 prósent. Ef farið verður eftir þessum tillögum mun meginþorri skattgreiðenda búa við lgæri skattprósentu í nýju kerfi, eða 90 prósent skattgreiðenda. Í nýja kerfinu verða engir sambúðaraðilar, aðeins einstaklingar. Þetta er talið einfalda kerfið og minnka verulega líkur á undanskotum sem skattstjóri segir nema um 80 milljörðum.Vilja beina stuðningi til tekjulágra foreldraÞá eru lagðar til breytingar á barnabótakerfinu sem Sigurður Ingi nefndi í Kastljósinu í gærkvöldi. Í umbótatillögum verkefnisstjórnarinnar er núverandi barnabótakerfi sagt flókið og ógagnsætt og að það búi til hvata til þess að fólk sem á saman börn sé ekki í skráðri sambúð. Verkefnisstjórnin vill einfalda kerfið og beina stuðningi í ríkari mæli til tekjulágra foreldra, hækka bætur á hvert barn í 450 þúsund krónur, hækka skerðingarprósentuna í 12 prósent, eitt skerðingarhlutfall í stað fjögurra ólíkra í dag, færa skerðingarmörkin frá hjónum, 4,8 milljónum króna, og einstæðum, 2,4 milljónum króna, til tekna foreldris sem fylgja barni.Fannst sérstakt að félagshyggjuflokkur leggi niður auðlegarskattinnSigurður Ingi var í viðtali hjá Helga Seljan í Kastljósinu en Helgi benti á að það væri athyglisvert að heyra formann félagshyggjuflokksins Framsóknarflokksins tala um skattbreytingar til að efla millistéttina og hina tekjulægri þegar flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn sem lagði niður auðlegðarskattinn, lækkaði auðlindagjaldið, hækkaði matarskattinn og orkuskattur á stóriðjuna felldur niður. Sigurður Ingi sagði Helga Seljan hafa talið upp nokkra skatta sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna setti á, á síðasta kjörtímabili og voru tímabundnir. „Stóriðjuskatturinn og auðlegðarskatturinn sem sú stjórn ætlaði ekki að framlengja. Þeir voru settir tímabundið á til að skaffa tekjur í ríkissjóð sem var tómur. Nú búum við, við allt aðrar aðstæður. Þessi tekjuskattsbreyting sem ég er að tala fyrir hún er mjög vinnuhvetjandi og gerð til að við búum öll við svipað fyrirkomulag.“„Nauðsynlegar breytingar“Helgi Seljan spurði þá hvort þessar skattkerfisbreytingar, að fella niður auðlegðarskattinn, lækka auðlindagjaldið og fella niður raforkuskattinn, hvort það hafi verið nauðsynlegar breytingar til að efla millistéttina? „Nei, það voru nauðsynlegar breytingar. Það ætlaði enginn að framlengja auðlegðarskattinn enda lagðist hann mjög undarlega á fólk, eins og menn muna, talað um ekknaskatt og ýmislegt fleira. Varðandi auðlindagjaldið, veðigjöldin, þá var það frumvarp sem var lagt á sem var óframkvæmanlegt og við urðum að breyta því og við aðlöguðum það þannig að á þessu kjörtímabili hafa ekki verið greidd hærri veiðigjöld nokkru tímann á nokkru kjörtímabili,“ sagði Sigurður Ingi.*Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:30
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Flokkarnir ræða umbætur á skattkerfinu Nýjar tillögur að umbótum á skattkerfinu verða ræddar á morgunverðafundi í vikunni. 26. september 2016 12:50 Vilja að fleiri greinar greiði auðlindagjald Forystumenn stjórnmálaflokkanna eru almennt sammála um að fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegur greiði auðlindagjald. Forsætisráðherra segir óraunhæft að fækka virðisaukaskattsþrepum niður í eitt. Formaður VG segir þörf á að efla 30. september 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira
Flokkarnir ræða umbætur á skattkerfinu Nýjar tillögur að umbótum á skattkerfinu verða ræddar á morgunverðafundi í vikunni. 26. september 2016 12:50
Vilja að fleiri greinar greiði auðlindagjald Forystumenn stjórnmálaflokkanna eru almennt sammála um að fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegur greiði auðlindagjald. Forsætisráðherra segir óraunhæft að fækka virðisaukaskattsþrepum niður í eitt. Formaður VG segir þörf á að efla 30. september 2016 07:00