Stefna VG í málefnum ferðaþjónustu Jakob S. Jónsson skrifar 19. október 2016 07:00 Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur tekið saman stefnu í ferðamálum, sem á að stuðla að því að ný ríkisstjórn geti gert það sem stjórnvöld hefðu átt að vera löngu búin að gera, nefnilega leggja fram langtímaáætlun um þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Stefna VG í ferðamálum er metnaðarfull og byggir á náttúruvernd og markmiðum um haldbæra þróun. Það er nauðsynlegt, því nú þarf að gera þrennt:1. bæta fyrir vanrækslu síðustu ára,2. koma ferðaþjónustunni í nútímalegt horf útfrá sjónarmiðum náttúruverndar og3. leggja línurnar til langs tíma, svo allir viti hvar þeir hafi ríkisvaldið, ekki síst sveitarfélögin. Það er rétt að halda því til haga að einkaframtakið hefur unnið þrekvirki í að byggja upp góða og metnaðarfulla þjónustu við ferðamenn. Nú starfa 24 þúsund manns í ferðaþjónustu, fyrirtæki í ferðageiranum eru um 2.600 og fjöldi ferðamanna er nú orðinn á aðra milljón. Fyrir fáum árum nam fjöldi ferðamanna stærð þjóðarinnar, nú stefnir hann hraðbyri í að verða sex til sjöföld stærð þjóðarinnar. Það verður því að fara að ræða þolmörk af alvöru. Þolmörk náttúru, félagsleg þolmörk þjóðarinnar, þolmörk ferðamanna sjálfra. Brestir sjást í innviðum hvert sem litið er. Stórátaks er þörf í viðhaldi vega, náttúruperlur líða fyrir ágang án fyrirhyggju, löggæslu- og öryggismál hafa setið á hakanum svo fátt eitt sé nefnt. Það má vísa til Ferðamálastofu, Stjórnstöðvar ferðamála og Samtaka aðila í ferðaþjónustu um tölur um þetta allt. Stefna VG gerir ráð fyrir samráði við aðila ferðaþjónustunnar í smáu og stóru. Samráði við heimamenn, samráði við sveitarfélög, samráði við fyrirtækin, sem hafa byggt upp gríðarlega þekkingu í geiranum. VG vill mæta öllu þessu ágæta fólki með auknum framlögum til rannsókna á sviði ferðaþjónustu, vinna að framtíðarsýn og leggja línur um menntun í atvinnugeiranum öllum. Endurskoðun laga um þjóðgarða, þjóðlendur og friðlönd verður einnig í forgangi. En einkum og sér í lagi þarf að veita fyrstu hjálp vegakerfi og umhverfi náttúruvætta, sem liggja undir skemmdum, sumum óbætanlegum. Þá þarf að koma hinum svarta og gráa hluta ferðaþjónustunnar í ljós og vinna að því að ferðaþjónustan taki þá ábyrgð sem í því felst að vera atvinnuvegur stórs hluta erlends vinnuafls hér á landi og fyrsti viðkomustaður ungs fólks á vinnumarkaði. Á öllum þessum sviðum er stórátaks þörf. VG heitir á góða krafta og velunnara ferðaþjónustunnar að taka höndum saman með VG á nýju kjörtímabili að koma því lagi á ferðaþjónustuna að hún haldi áfram að dafna sem einn mikilvægasti atvinnuvegur okkar og verði áfram stolt okkar og fjöregg!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur tekið saman stefnu í ferðamálum, sem á að stuðla að því að ný ríkisstjórn geti gert það sem stjórnvöld hefðu átt að vera löngu búin að gera, nefnilega leggja fram langtímaáætlun um þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Stefna VG í ferðamálum er metnaðarfull og byggir á náttúruvernd og markmiðum um haldbæra þróun. Það er nauðsynlegt, því nú þarf að gera þrennt:1. bæta fyrir vanrækslu síðustu ára,2. koma ferðaþjónustunni í nútímalegt horf útfrá sjónarmiðum náttúruverndar og3. leggja línurnar til langs tíma, svo allir viti hvar þeir hafi ríkisvaldið, ekki síst sveitarfélögin. Það er rétt að halda því til haga að einkaframtakið hefur unnið þrekvirki í að byggja upp góða og metnaðarfulla þjónustu við ferðamenn. Nú starfa 24 þúsund manns í ferðaþjónustu, fyrirtæki í ferðageiranum eru um 2.600 og fjöldi ferðamanna er nú orðinn á aðra milljón. Fyrir fáum árum nam fjöldi ferðamanna stærð þjóðarinnar, nú stefnir hann hraðbyri í að verða sex til sjöföld stærð þjóðarinnar. Það verður því að fara að ræða þolmörk af alvöru. Þolmörk náttúru, félagsleg þolmörk þjóðarinnar, þolmörk ferðamanna sjálfra. Brestir sjást í innviðum hvert sem litið er. Stórátaks er þörf í viðhaldi vega, náttúruperlur líða fyrir ágang án fyrirhyggju, löggæslu- og öryggismál hafa setið á hakanum svo fátt eitt sé nefnt. Það má vísa til Ferðamálastofu, Stjórnstöðvar ferðamála og Samtaka aðila í ferðaþjónustu um tölur um þetta allt. Stefna VG gerir ráð fyrir samráði við aðila ferðaþjónustunnar í smáu og stóru. Samráði við heimamenn, samráði við sveitarfélög, samráði við fyrirtækin, sem hafa byggt upp gríðarlega þekkingu í geiranum. VG vill mæta öllu þessu ágæta fólki með auknum framlögum til rannsókna á sviði ferðaþjónustu, vinna að framtíðarsýn og leggja línur um menntun í atvinnugeiranum öllum. Endurskoðun laga um þjóðgarða, þjóðlendur og friðlönd verður einnig í forgangi. En einkum og sér í lagi þarf að veita fyrstu hjálp vegakerfi og umhverfi náttúruvætta, sem liggja undir skemmdum, sumum óbætanlegum. Þá þarf að koma hinum svarta og gráa hluta ferðaþjónustunnar í ljós og vinna að því að ferðaþjónustan taki þá ábyrgð sem í því felst að vera atvinnuvegur stórs hluta erlends vinnuafls hér á landi og fyrsti viðkomustaður ungs fólks á vinnumarkaði. Á öllum þessum sviðum er stórátaks þörf. VG heitir á góða krafta og velunnara ferðaþjónustunnar að taka höndum saman með VG á nýju kjörtímabili að koma því lagi á ferðaþjónustuna að hún haldi áfram að dafna sem einn mikilvægasti atvinnuvegur okkar og verði áfram stolt okkar og fjöregg!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar