Veigar Páll: Staða mín hjá Stjörnunni hefði versnað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. október 2016 11:21 Veigar Páll ræðir við fjölmiðlamenn í dag. Vísir/Ernir Veigar Páll Gunnarsson er nýjasti liðsmaður FH en hann gerði í dag eins árs samning við Íslandsmeistarana. Það var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. „Þetta gerðist afskaplega snögglega. Ég hafði heyrt af miklum áhuga FH en þetta var fljótt að gerast eftir að þetta kom upp fyrir örfáum dögum síðan,“ sagði Veigar Páll í viðtali við Vísi í dag. „FH-ingar höfðu samband og við ákváðum að skella okkur á þetta,“ sagði hann enn fremur. Veigar Páll á að baki 127 leiki í efstu deild en hann hefur skorað í þeim 33 mörk. Hann skoraði fimm mörk í 17 leikjum fyrir Stjörnuna í sumar sem hafnaði í öðru sæti á eftir FH en Veigar var mikið notaður sem varamaður. Sjá einnig: Veigar Páll samdi við meistarana „Það kom í ljós um miðja síðustu viku að leiðir myndu skilja. Við settumst niður eftir að ég kom heim úr fríi og ákváðum í sameiningu að best væri að leiðir myndu skilja.“ Veigar Páll byrjaði aðeins þrjá leiki af 17 í sumar og skoraði fjögur mörk eftir að koma inn af bekknum. Hann viðurkennir fúslega að hann sé ekki sáttur við þann mínútufjölda sem hann fékk. „Mér gekk vel í þeim fáum leikjum sem ég spilaði og þó svo að það hafi verið glæsilegt fyrir Stjörnuna að hafna í öðru sæti hefði ég viljað spila meira. En hópurinn er sterkur og það er þjálfarinn sem ræður.“ „Líklegt er að þetta hefði ekki breyst ef ég hefði haldið áfram í Stjörnunni og líklega versnað. Ég er því ánægður og stoltur af því að FH sýndi mér áhuga og mun gera allt sem ég get til að FH haldi sínu striki.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Veigar Páll farinn frá Stjörnunni Veigar Páll Gunnarsson mun yfirgefa Stjörnuna en þetta staðfestir hann í samtali við vefmiðilinn 433.is 15. október 2016 11:37 Veigar Páll samdi við meistarana Veigar Páll Gunnarsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH frá Stjörnunni. 18. október 2016 11:00 Veigar Páll: Ætla að taka allavega eitt ár í viðbót. Veigar Páll var á því að góður seinni hálfleikur hafi verið það sem skapaði góðan sigur Stjörnunnar á Víking Ólafsvík í dag. 1. október 2016 17:05 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson er nýjasti liðsmaður FH en hann gerði í dag eins árs samning við Íslandsmeistarana. Það var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. „Þetta gerðist afskaplega snögglega. Ég hafði heyrt af miklum áhuga FH en þetta var fljótt að gerast eftir að þetta kom upp fyrir örfáum dögum síðan,“ sagði Veigar Páll í viðtali við Vísi í dag. „FH-ingar höfðu samband og við ákváðum að skella okkur á þetta,“ sagði hann enn fremur. Veigar Páll á að baki 127 leiki í efstu deild en hann hefur skorað í þeim 33 mörk. Hann skoraði fimm mörk í 17 leikjum fyrir Stjörnuna í sumar sem hafnaði í öðru sæti á eftir FH en Veigar var mikið notaður sem varamaður. Sjá einnig: Veigar Páll samdi við meistarana „Það kom í ljós um miðja síðustu viku að leiðir myndu skilja. Við settumst niður eftir að ég kom heim úr fríi og ákváðum í sameiningu að best væri að leiðir myndu skilja.“ Veigar Páll byrjaði aðeins þrjá leiki af 17 í sumar og skoraði fjögur mörk eftir að koma inn af bekknum. Hann viðurkennir fúslega að hann sé ekki sáttur við þann mínútufjölda sem hann fékk. „Mér gekk vel í þeim fáum leikjum sem ég spilaði og þó svo að það hafi verið glæsilegt fyrir Stjörnuna að hafna í öðru sæti hefði ég viljað spila meira. En hópurinn er sterkur og það er þjálfarinn sem ræður.“ „Líklegt er að þetta hefði ekki breyst ef ég hefði haldið áfram í Stjörnunni og líklega versnað. Ég er því ánægður og stoltur af því að FH sýndi mér áhuga og mun gera allt sem ég get til að FH haldi sínu striki.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Veigar Páll farinn frá Stjörnunni Veigar Páll Gunnarsson mun yfirgefa Stjörnuna en þetta staðfestir hann í samtali við vefmiðilinn 433.is 15. október 2016 11:37 Veigar Páll samdi við meistarana Veigar Páll Gunnarsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH frá Stjörnunni. 18. október 2016 11:00 Veigar Páll: Ætla að taka allavega eitt ár í viðbót. Veigar Páll var á því að góður seinni hálfleikur hafi verið það sem skapaði góðan sigur Stjörnunnar á Víking Ólafsvík í dag. 1. október 2016 17:05 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Veigar Páll farinn frá Stjörnunni Veigar Páll Gunnarsson mun yfirgefa Stjörnuna en þetta staðfestir hann í samtali við vefmiðilinn 433.is 15. október 2016 11:37
Veigar Páll samdi við meistarana Veigar Páll Gunnarsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH frá Stjörnunni. 18. október 2016 11:00
Veigar Páll: Ætla að taka allavega eitt ár í viðbót. Veigar Páll var á því að góður seinni hálfleikur hafi verið það sem skapaði góðan sigur Stjörnunnar á Víking Ólafsvík í dag. 1. október 2016 17:05