Smári McCarthy vændur um byssubrjálæði Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2016 14:33 Viðskiptablaðið lætur að því liggja að Smári McCarthy sé sérlegur áhugamaður um byssur. Viðskiptablaðið birtir frásögn sem byggir á myndum sem blaðinu bárust af Smára McCarthy Pírata þar sem hann er að hleypa af hinum ýmsu byssum. Smári hefur vísað þessum tíðindum á bug, það að hann sé mikill áhugamaður um byssur; honum var gert að sækja byssunámskeið þegar hann starfaði í Afganistan.Smári hefur töluverða reynslu af skotvopnumFrásögnin er í véfréttastíl, hefst á því að rifjað er upp að Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, hafi vakið verulega athygli þegar hann sagðist þekkja ágætlega til smávélbyssanna Hecler & Kock vegna tölvuleikja sem hann hefur spilað. Var það í tengslum við umræðu um fyrirhugaða skotvopnavæðingu lögreglunnar. Týr, hinn nafnlausi pistlahöfundur Viðskiptablaðsins segir að félagi Helga Hrafns, Smári McCarthy hafi hins vegar raunverulega þekkingu á skotvopnum.Mjög hefur færst í aukana, með netvæðingunni, að settur sé fram nafnlaus óhroður. Fáir vita hverjir standa að síðunni Kosningar 2016 en þar eru menn harðir í horn að taka.„Ég vann í Afganistan árið 2009 og fékk meðal annars skotvopnaþjálfun hjá liðþjálfa í bandaríska hernum, enda þurftum við að sjá um okkar eigið öryggi. Þetta var enginn byssutúrismi. Ég hef töluverða reynslu af skotvopnum, og verið á báðum endum þeirra í gegnum ýmsar uppákomur, flestar óskemmtilegar. Þekkjandi þær, vil ég alls ekki að þær séu almennt aðgengilegar í okkar samfélagi, og vil alls ekki að lögreglan gangi almennt með slíkt,“ skrifar Smári á Facebook-síðu sína.Nafnlaus óhróður á netinuFrásögnin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og hafa menn á Pírataspjallinu á Facebook hana til marks um kosningabaráttu sem gangi út á að kasta fram ýmsum nafnlausum óhróðri um andstæðinga pólitíska andstæðinga. Píratar velkjast hvergi í vafa um hvað klukkan slær á Viðskiptablaðinu; þar virðast menn þátttakendur í kosningabaráttu fremur en að gefa sig út fyrir að vera hlutlausir í umfjöllun sinni. Þetta er til þess að gera nýtt. Málið var til umfjöllunar á RÚV og segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, að það veki athygli að íslensk áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum, sem hafa birst á Facebook, séu nafnlaus. Þetta sé ekki til fyrirmyndar, þetta sé ný þróun í íslenskum stjórnmálum og segist Grétar Þór ekki muna til þess að áróður hafi verið settur fram nafnlaus að neinu marki hingað til á Íslandi.Ein slík síða er á Facebook heitir Kosningar 2016, enginn er skráður fyrir síðunni. En ljóst er að þar beinast spjótin að andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa ítrekað verið rifjað upp sex ára ummæli Smára um að ákjósanlegt væri að hér væri 50 prósenta atvinnuleysi. Síðan byggir á myndbandsbrotum og virðist töluvert lagt í vinnsluna. Sjá má myndbandið hér að ofan. Smári hefur fyrir sitt leyti svarað því og sagt orð sín gersamlega slitin úr samhengi.Nafnlausum óhróðri svarað af nafnleysingjaÁsmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem hefur vakið athygli á þessum ummælum Smára á sinni Facebooksíðu og kom þar til snarpra orðskipta um hvort þetta megi heita sæmilegt. Ásmundur eigi að vita betur. Þingmaðurinn, sem hefur greint frá því að hann eigi í sérlega miklum og góðum samskiptum við kjósendur, virðist hins vegar meta það sem svo að það virki vel að láta að því liggja að Píratar stefni að umfangsmiklu atvinnuleysi á Íslandi. Hinum nafnlausu ávirðingum er svo svarað af öðrum nafnleysingja á netinu, nefnilega Dagfara sem skrifar á Hringbraut. Sá segist hafa heimildir fyrir því að „Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“ hyggist láta til sín taka „og er með mörg verkefni í undirbúningi sem hún hyggst kynna á lokasprettinum fyrir kosningar.Að meðan má sjá færslur Ásmundar og Smára af Facebook. Kosningar 2016 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Viðskiptablaðið birtir frásögn sem byggir á myndum sem blaðinu bárust af Smára McCarthy Pírata þar sem hann er að hleypa af hinum ýmsu byssum. Smári hefur vísað þessum tíðindum á bug, það að hann sé mikill áhugamaður um byssur; honum var gert að sækja byssunámskeið þegar hann starfaði í Afganistan.Smári hefur töluverða reynslu af skotvopnumFrásögnin er í véfréttastíl, hefst á því að rifjað er upp að Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, hafi vakið verulega athygli þegar hann sagðist þekkja ágætlega til smávélbyssanna Hecler & Kock vegna tölvuleikja sem hann hefur spilað. Var það í tengslum við umræðu um fyrirhugaða skotvopnavæðingu lögreglunnar. Týr, hinn nafnlausi pistlahöfundur Viðskiptablaðsins segir að félagi Helga Hrafns, Smári McCarthy hafi hins vegar raunverulega þekkingu á skotvopnum.Mjög hefur færst í aukana, með netvæðingunni, að settur sé fram nafnlaus óhroður. Fáir vita hverjir standa að síðunni Kosningar 2016 en þar eru menn harðir í horn að taka.„Ég vann í Afganistan árið 2009 og fékk meðal annars skotvopnaþjálfun hjá liðþjálfa í bandaríska hernum, enda þurftum við að sjá um okkar eigið öryggi. Þetta var enginn byssutúrismi. Ég hef töluverða reynslu af skotvopnum, og verið á báðum endum þeirra í gegnum ýmsar uppákomur, flestar óskemmtilegar. Þekkjandi þær, vil ég alls ekki að þær séu almennt aðgengilegar í okkar samfélagi, og vil alls ekki að lögreglan gangi almennt með slíkt,“ skrifar Smári á Facebook-síðu sína.Nafnlaus óhróður á netinuFrásögnin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og hafa menn á Pírataspjallinu á Facebook hana til marks um kosningabaráttu sem gangi út á að kasta fram ýmsum nafnlausum óhróðri um andstæðinga pólitíska andstæðinga. Píratar velkjast hvergi í vafa um hvað klukkan slær á Viðskiptablaðinu; þar virðast menn þátttakendur í kosningabaráttu fremur en að gefa sig út fyrir að vera hlutlausir í umfjöllun sinni. Þetta er til þess að gera nýtt. Málið var til umfjöllunar á RÚV og segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, að það veki athygli að íslensk áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum, sem hafa birst á Facebook, séu nafnlaus. Þetta sé ekki til fyrirmyndar, þetta sé ný þróun í íslenskum stjórnmálum og segist Grétar Þór ekki muna til þess að áróður hafi verið settur fram nafnlaus að neinu marki hingað til á Íslandi.Ein slík síða er á Facebook heitir Kosningar 2016, enginn er skráður fyrir síðunni. En ljóst er að þar beinast spjótin að andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa ítrekað verið rifjað upp sex ára ummæli Smára um að ákjósanlegt væri að hér væri 50 prósenta atvinnuleysi. Síðan byggir á myndbandsbrotum og virðist töluvert lagt í vinnsluna. Sjá má myndbandið hér að ofan. Smári hefur fyrir sitt leyti svarað því og sagt orð sín gersamlega slitin úr samhengi.Nafnlausum óhróðri svarað af nafnleysingjaÁsmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem hefur vakið athygli á þessum ummælum Smára á sinni Facebooksíðu og kom þar til snarpra orðskipta um hvort þetta megi heita sæmilegt. Ásmundur eigi að vita betur. Þingmaðurinn, sem hefur greint frá því að hann eigi í sérlega miklum og góðum samskiptum við kjósendur, virðist hins vegar meta það sem svo að það virki vel að láta að því liggja að Píratar stefni að umfangsmiklu atvinnuleysi á Íslandi. Hinum nafnlausu ávirðingum er svo svarað af öðrum nafnleysingja á netinu, nefnilega Dagfara sem skrifar á Hringbraut. Sá segist hafa heimildir fyrir því að „Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“ hyggist láta til sín taka „og er með mörg verkefni í undirbúningi sem hún hyggst kynna á lokasprettinum fyrir kosningar.Að meðan má sjá færslur Ásmundar og Smára af Facebook.
Kosningar 2016 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira