Smári McCarthy vændur um byssubrjálæði Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2016 14:33 Viðskiptablaðið lætur að því liggja að Smári McCarthy sé sérlegur áhugamaður um byssur. Viðskiptablaðið birtir frásögn sem byggir á myndum sem blaðinu bárust af Smára McCarthy Pírata þar sem hann er að hleypa af hinum ýmsu byssum. Smári hefur vísað þessum tíðindum á bug, það að hann sé mikill áhugamaður um byssur; honum var gert að sækja byssunámskeið þegar hann starfaði í Afganistan.Smári hefur töluverða reynslu af skotvopnumFrásögnin er í véfréttastíl, hefst á því að rifjað er upp að Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, hafi vakið verulega athygli þegar hann sagðist þekkja ágætlega til smávélbyssanna Hecler & Kock vegna tölvuleikja sem hann hefur spilað. Var það í tengslum við umræðu um fyrirhugaða skotvopnavæðingu lögreglunnar. Týr, hinn nafnlausi pistlahöfundur Viðskiptablaðsins segir að félagi Helga Hrafns, Smári McCarthy hafi hins vegar raunverulega þekkingu á skotvopnum.Mjög hefur færst í aukana, með netvæðingunni, að settur sé fram nafnlaus óhroður. Fáir vita hverjir standa að síðunni Kosningar 2016 en þar eru menn harðir í horn að taka.„Ég vann í Afganistan árið 2009 og fékk meðal annars skotvopnaþjálfun hjá liðþjálfa í bandaríska hernum, enda þurftum við að sjá um okkar eigið öryggi. Þetta var enginn byssutúrismi. Ég hef töluverða reynslu af skotvopnum, og verið á báðum endum þeirra í gegnum ýmsar uppákomur, flestar óskemmtilegar. Þekkjandi þær, vil ég alls ekki að þær séu almennt aðgengilegar í okkar samfélagi, og vil alls ekki að lögreglan gangi almennt með slíkt,“ skrifar Smári á Facebook-síðu sína.Nafnlaus óhróður á netinuFrásögnin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og hafa menn á Pírataspjallinu á Facebook hana til marks um kosningabaráttu sem gangi út á að kasta fram ýmsum nafnlausum óhróðri um andstæðinga pólitíska andstæðinga. Píratar velkjast hvergi í vafa um hvað klukkan slær á Viðskiptablaðinu; þar virðast menn þátttakendur í kosningabaráttu fremur en að gefa sig út fyrir að vera hlutlausir í umfjöllun sinni. Þetta er til þess að gera nýtt. Málið var til umfjöllunar á RÚV og segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, að það veki athygli að íslensk áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum, sem hafa birst á Facebook, séu nafnlaus. Þetta sé ekki til fyrirmyndar, þetta sé ný þróun í íslenskum stjórnmálum og segist Grétar Þór ekki muna til þess að áróður hafi verið settur fram nafnlaus að neinu marki hingað til á Íslandi.Ein slík síða er á Facebook heitir Kosningar 2016, enginn er skráður fyrir síðunni. En ljóst er að þar beinast spjótin að andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa ítrekað verið rifjað upp sex ára ummæli Smára um að ákjósanlegt væri að hér væri 50 prósenta atvinnuleysi. Síðan byggir á myndbandsbrotum og virðist töluvert lagt í vinnsluna. Sjá má myndbandið hér að ofan. Smári hefur fyrir sitt leyti svarað því og sagt orð sín gersamlega slitin úr samhengi.Nafnlausum óhróðri svarað af nafnleysingjaÁsmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem hefur vakið athygli á þessum ummælum Smára á sinni Facebooksíðu og kom þar til snarpra orðskipta um hvort þetta megi heita sæmilegt. Ásmundur eigi að vita betur. Þingmaðurinn, sem hefur greint frá því að hann eigi í sérlega miklum og góðum samskiptum við kjósendur, virðist hins vegar meta það sem svo að það virki vel að láta að því liggja að Píratar stefni að umfangsmiklu atvinnuleysi á Íslandi. Hinum nafnlausu ávirðingum er svo svarað af öðrum nafnleysingja á netinu, nefnilega Dagfara sem skrifar á Hringbraut. Sá segist hafa heimildir fyrir því að „Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“ hyggist láta til sín taka „og er með mörg verkefni í undirbúningi sem hún hyggst kynna á lokasprettinum fyrir kosningar.Að meðan má sjá færslur Ásmundar og Smára af Facebook. Kosningar 2016 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Viðskiptablaðið birtir frásögn sem byggir á myndum sem blaðinu bárust af Smára McCarthy Pírata þar sem hann er að hleypa af hinum ýmsu byssum. Smári hefur vísað þessum tíðindum á bug, það að hann sé mikill áhugamaður um byssur; honum var gert að sækja byssunámskeið þegar hann starfaði í Afganistan.Smári hefur töluverða reynslu af skotvopnumFrásögnin er í véfréttastíl, hefst á því að rifjað er upp að Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, hafi vakið verulega athygli þegar hann sagðist þekkja ágætlega til smávélbyssanna Hecler & Kock vegna tölvuleikja sem hann hefur spilað. Var það í tengslum við umræðu um fyrirhugaða skotvopnavæðingu lögreglunnar. Týr, hinn nafnlausi pistlahöfundur Viðskiptablaðsins segir að félagi Helga Hrafns, Smári McCarthy hafi hins vegar raunverulega þekkingu á skotvopnum.Mjög hefur færst í aukana, með netvæðingunni, að settur sé fram nafnlaus óhroður. Fáir vita hverjir standa að síðunni Kosningar 2016 en þar eru menn harðir í horn að taka.„Ég vann í Afganistan árið 2009 og fékk meðal annars skotvopnaþjálfun hjá liðþjálfa í bandaríska hernum, enda þurftum við að sjá um okkar eigið öryggi. Þetta var enginn byssutúrismi. Ég hef töluverða reynslu af skotvopnum, og verið á báðum endum þeirra í gegnum ýmsar uppákomur, flestar óskemmtilegar. Þekkjandi þær, vil ég alls ekki að þær séu almennt aðgengilegar í okkar samfélagi, og vil alls ekki að lögreglan gangi almennt með slíkt,“ skrifar Smári á Facebook-síðu sína.Nafnlaus óhróður á netinuFrásögnin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og hafa menn á Pírataspjallinu á Facebook hana til marks um kosningabaráttu sem gangi út á að kasta fram ýmsum nafnlausum óhróðri um andstæðinga pólitíska andstæðinga. Píratar velkjast hvergi í vafa um hvað klukkan slær á Viðskiptablaðinu; þar virðast menn þátttakendur í kosningabaráttu fremur en að gefa sig út fyrir að vera hlutlausir í umfjöllun sinni. Þetta er til þess að gera nýtt. Málið var til umfjöllunar á RÚV og segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, að það veki athygli að íslensk áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum, sem hafa birst á Facebook, séu nafnlaus. Þetta sé ekki til fyrirmyndar, þetta sé ný þróun í íslenskum stjórnmálum og segist Grétar Þór ekki muna til þess að áróður hafi verið settur fram nafnlaus að neinu marki hingað til á Íslandi.Ein slík síða er á Facebook heitir Kosningar 2016, enginn er skráður fyrir síðunni. En ljóst er að þar beinast spjótin að andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa ítrekað verið rifjað upp sex ára ummæli Smára um að ákjósanlegt væri að hér væri 50 prósenta atvinnuleysi. Síðan byggir á myndbandsbrotum og virðist töluvert lagt í vinnsluna. Sjá má myndbandið hér að ofan. Smári hefur fyrir sitt leyti svarað því og sagt orð sín gersamlega slitin úr samhengi.Nafnlausum óhróðri svarað af nafnleysingjaÁsmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem hefur vakið athygli á þessum ummælum Smára á sinni Facebooksíðu og kom þar til snarpra orðskipta um hvort þetta megi heita sæmilegt. Ásmundur eigi að vita betur. Þingmaðurinn, sem hefur greint frá því að hann eigi í sérlega miklum og góðum samskiptum við kjósendur, virðist hins vegar meta það sem svo að það virki vel að láta að því liggja að Píratar stefni að umfangsmiklu atvinnuleysi á Íslandi. Hinum nafnlausu ávirðingum er svo svarað af öðrum nafnleysingja á netinu, nefnilega Dagfara sem skrifar á Hringbraut. Sá segist hafa heimildir fyrir því að „Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“ hyggist láta til sín taka „og er með mörg verkefni í undirbúningi sem hún hyggst kynna á lokasprettinum fyrir kosningar.Að meðan má sjá færslur Ásmundar og Smára af Facebook.
Kosningar 2016 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira