Þankabrot um aðskilnað stjórnmála og atvinnulífs Friðrik Rafnsson skrifar 17. október 2016 00:00 Enda þótt dægurþrasið á Alþingi geti stundum verið þreytandi fyrir okkur sem fylgjumst með því í gegnum fjölmiðla hef ég nokkrar efasemdir um það sem kallað er beint lýðræði og finnst sú umræða oft lykta af óttalegu lýðskrumi. Eflum heldur og styrkjum þingræðið sem mest, komum okkur inn í tuttugustu og fyrstu öldina með því að jafna atkvæðisréttinn, gerum þingmönnum kleift að rækta betur sambandið við kjósendur og stuðlum að því fulltrúar okkar á þinginu verði mun sjálfstæðari gagnvart ýmsum sérhagsmuna- og peningaöflum og nái betur að vinna að almannahag. Þetta á raunar líka við um sveitarstjórnarstigið. Það hlýtur oft að vera erfitt fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum að standast þrýsting umsvifamikilla atvinnurekenda, hvað þá að standa uppi í hárinu á þeim. Eflaust fara hagsmunir viðkomandi oft saman, en það er væntanlega ekki einhlítt og stundum stangast þeir á. Þá er spurning hvort almannahagsmunir eða hagsmunir viðkomandi fyrirtækis vegi þyngra. Alkunna er að þurftafrekir byggingaverktakar réðu því sem þeir vildu ráða í Reykjavík þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur héldu um stjórnartaumana þar. Og hvor aðilinn ætli sé valdameiri í Vestmannaeyjum, útgerðarmenn þar eða bæjarfulltrúar? Eða á Hornafirði, í Fjarðabyggð eða á Akranesi? Og hvort ætli kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga eða sveitarstjórinn þar hafi meira um málin þar að segja? Þetta er sú prófraun sem fulltrúalýðræðið þarf stöðugt að þreyta. Og á því prófi hafa ansi margir stjórnmálamenn kolfallið, því miður, og það án þess að þeim finnist það neitt tiltökumál.Framlenging hagsmunaaðila Verst er þó að horfa æ oftar upp á það þegar þingmenn og jafnvel ráðherrar eru nánast eins og framlenging tiltekinna fjársterkra hagsmunaaðila sem hafa sýnt þeim eða flokknum þeirra sérlega mikið örlæti rétt fyrir prófkjör og kosningar og ganga síðan erinda viðkomandi hagsmunaaðila á þinginu leynt og ljóst. Til að girða alfarið fyrir þennan möguleika og verja frelsi kjörinna fulltrúa gagnvart hagsmunaaðilum hefur Björt framtíð ákveðið að taka ekki við neinum fjárframlögum frá lögaðilum fyrir þessar kosningar. Ekki eru tekin lán fyrir kosningabaráttunni, en flokkurinn á lögbundin framlög inni á bankareikningi og þau þurfa að duga. Sú gamaldags og görótta blanda stjórnmála og atvinnulífs sem þjóðinni hefur verið boðið upp á um árabil grefur sífellt meira undan fulltrúalýðræðinu og er gróðrarstía spillingar eins og dæmin sanna. Það væri því mikið framfaraskref að snúa þessari öfugþróun við, auka gagnsæi á þessu sviði sem öðrum, eins og Björt framtíð berst fyrir, og að mínu mati væri heillavænlegast fyrir lýðræðið að stefna að fjárhagslegum aðskilnaði stjórnmála og atvinnulífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Enda þótt dægurþrasið á Alþingi geti stundum verið þreytandi fyrir okkur sem fylgjumst með því í gegnum fjölmiðla hef ég nokkrar efasemdir um það sem kallað er beint lýðræði og finnst sú umræða oft lykta af óttalegu lýðskrumi. Eflum heldur og styrkjum þingræðið sem mest, komum okkur inn í tuttugustu og fyrstu öldina með því að jafna atkvæðisréttinn, gerum þingmönnum kleift að rækta betur sambandið við kjósendur og stuðlum að því fulltrúar okkar á þinginu verði mun sjálfstæðari gagnvart ýmsum sérhagsmuna- og peningaöflum og nái betur að vinna að almannahag. Þetta á raunar líka við um sveitarstjórnarstigið. Það hlýtur oft að vera erfitt fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum að standast þrýsting umsvifamikilla atvinnurekenda, hvað þá að standa uppi í hárinu á þeim. Eflaust fara hagsmunir viðkomandi oft saman, en það er væntanlega ekki einhlítt og stundum stangast þeir á. Þá er spurning hvort almannahagsmunir eða hagsmunir viðkomandi fyrirtækis vegi þyngra. Alkunna er að þurftafrekir byggingaverktakar réðu því sem þeir vildu ráða í Reykjavík þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur héldu um stjórnartaumana þar. Og hvor aðilinn ætli sé valdameiri í Vestmannaeyjum, útgerðarmenn þar eða bæjarfulltrúar? Eða á Hornafirði, í Fjarðabyggð eða á Akranesi? Og hvort ætli kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga eða sveitarstjórinn þar hafi meira um málin þar að segja? Þetta er sú prófraun sem fulltrúalýðræðið þarf stöðugt að þreyta. Og á því prófi hafa ansi margir stjórnmálamenn kolfallið, því miður, og það án þess að þeim finnist það neitt tiltökumál.Framlenging hagsmunaaðila Verst er þó að horfa æ oftar upp á það þegar þingmenn og jafnvel ráðherrar eru nánast eins og framlenging tiltekinna fjársterkra hagsmunaaðila sem hafa sýnt þeim eða flokknum þeirra sérlega mikið örlæti rétt fyrir prófkjör og kosningar og ganga síðan erinda viðkomandi hagsmunaaðila á þinginu leynt og ljóst. Til að girða alfarið fyrir þennan möguleika og verja frelsi kjörinna fulltrúa gagnvart hagsmunaaðilum hefur Björt framtíð ákveðið að taka ekki við neinum fjárframlögum frá lögaðilum fyrir þessar kosningar. Ekki eru tekin lán fyrir kosningabaráttunni, en flokkurinn á lögbundin framlög inni á bankareikningi og þau þurfa að duga. Sú gamaldags og görótta blanda stjórnmála og atvinnulífs sem þjóðinni hefur verið boðið upp á um árabil grefur sífellt meira undan fulltrúalýðræðinu og er gróðrarstía spillingar eins og dæmin sanna. Það væri því mikið framfaraskref að snúa þessari öfugþróun við, auka gagnsæi á þessu sviði sem öðrum, eins og Björt framtíð berst fyrir, og að mínu mati væri heillavænlegast fyrir lýðræðið að stefna að fjárhagslegum aðskilnaði stjórnmála og atvinnulífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar