Handbolti

Sigrar hjá Stjörnunni og Selfoss

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Stjörnuna í dag.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Stjörnuna í dag. Vísir/Anton
Stjarnan vann stórsigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Þá gerðu FH og KA/Þór jafntefli í Hafnarfirði.

Stjarnan og ÍBV voru bæði um miðja deild fyrir leikinn í dag. Stjarnan var skrefinu framar frá upphafi og fyrir leikhlé komust þær sjö mörkum yfir. Staðan í hálfleik var 21-14.

Stjarnan hélt svo öflugum leik sínum áfram í síðari hálfleiknum. Það var gríðarlega mikið skorað og lítið um varnir. Stjarnan jók forystu sína og unnu að lokum 10 marka sigur, lokatölur 40-30. Ótrúlegt skor.

Markahæst í liði heimastúlkna var Stefanía Theódórsdóttir með 10 mörk og Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 7. Í liði ÍBV var Ester Óskarsdóttir markahæst með 9 mörk og hin efnilega Sandra Erlingsdóttir skoraði 8.

Í Vallaskóla á Selfossi tóku heimastúlkur á móti Fylki. Selfossliðið hafði yfirhöndina allan tímann og unnu sjö marka sigur að lokum, lokatölur 30-23 en Selfoss var 19-7 yfir í hálfleik.

Þá gerðu FH og KA/Þór jafntefli, 25-25, í 1.deild kvenna. Fanney Þóra Þórisdóttir skorað mest fyrir FH, 9 mörk, en Katrín Vilhjálmsdóttir skoraði 8 fyrir KA/Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×