Menntun er forsenda bættra lífskjara Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 15. október 2016 07:00 Menntun er undirstaða framþróunar og þekking er forsenda aukinnar framleiðni, velferðar og verðmætasköpunar. Atvinnurekendur vilja axla ábyrgð þegar kemur að menntamálum. Tryggja þarf að fyrirsjáanlegri þróun og þörf atvinnulífsins sé mætt í menntakerfinu með aukinni áherslu á iðn-, verk- og tækninám á öllum skólastigum enda er nýliðun í ýmsum greinum nú þegar orðin áhyggjuefni og gæti orðið enn meira vandamál í framtíðinni ef ekki er brugðist við. Mikil eftirspurn er eftir starfsmönnum sem hafa ýmiskonar iðnmenntun og því er ljóst að auka þarf áherslu á menntun í iðn-, verk- og tæknigreinum til að mæta þörfum atvinnulífsins. Á sama tíma er mikilvægt að kerfislægur vandi í íslensku menntakerfi sé leiðréttur enda má hann ekki verða hindrun þegar námsleiðir eru valdar. Tryggja þarf skýrar leiðir til náms á háskólastigi að loknu iðnnámi, t.d. í gegnum fagháskólanám. Einnig þarf að tryggja að nemendur sem hefja nám í iðngreinum geti lokið samningi og bóklegu námi á áætluðum tíma með því að hafa samning við meistara. Stuðla ætti að því að framhaldsskólar fái úthlutað því fjármagni sem þarf til að halda úti námi í iðn-, verk- og tæknigreinum. Við verðum að auka hlutfall grunnskólanemenda sem velja slíka menntun og vinna markvisst að því að það nám verði metið til jafns við bóknám. Um leið og unnið er að því að efla grunnmenntun í iðn-, verk- og tæknigreinum er brýnt að huga vel að því með hvaða hætti má fjölga þeim sem velja raunvísindi og tæknigreinar á háskólastigi. Það takmarkar framleiðslugetu margra fyrirtækja að þau búa við skort á fagmenntuðu og sérhæfðu starfsfólki á öllum skólastigum. Það er mikilvægt að setja í forgang vinnu við að undirbyggja tækifæri til aukinnar framleiðni og verðmætasköpunar með því að efla menntun sem mætir fyrirsjáanlegri þróun í atvinnulífinu. Við viljum að menntastefna sé í takt við atvinnustefnu þar sem greindar eru framtíðarþarfir atvinnulífsins og samfélagsins fyrir hæfni og þekkingu fólks. Það kallar á virkt samstarf við ráðuneyti menntamála, allra skólastiga og annarra hagsmunaaðila í menntamálum. Það er hagur okkar allra að menntamálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því öflugt menntakerfi er fjárfesting til framtíðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Menntun er undirstaða framþróunar og þekking er forsenda aukinnar framleiðni, velferðar og verðmætasköpunar. Atvinnurekendur vilja axla ábyrgð þegar kemur að menntamálum. Tryggja þarf að fyrirsjáanlegri þróun og þörf atvinnulífsins sé mætt í menntakerfinu með aukinni áherslu á iðn-, verk- og tækninám á öllum skólastigum enda er nýliðun í ýmsum greinum nú þegar orðin áhyggjuefni og gæti orðið enn meira vandamál í framtíðinni ef ekki er brugðist við. Mikil eftirspurn er eftir starfsmönnum sem hafa ýmiskonar iðnmenntun og því er ljóst að auka þarf áherslu á menntun í iðn-, verk- og tæknigreinum til að mæta þörfum atvinnulífsins. Á sama tíma er mikilvægt að kerfislægur vandi í íslensku menntakerfi sé leiðréttur enda má hann ekki verða hindrun þegar námsleiðir eru valdar. Tryggja þarf skýrar leiðir til náms á háskólastigi að loknu iðnnámi, t.d. í gegnum fagháskólanám. Einnig þarf að tryggja að nemendur sem hefja nám í iðngreinum geti lokið samningi og bóklegu námi á áætluðum tíma með því að hafa samning við meistara. Stuðla ætti að því að framhaldsskólar fái úthlutað því fjármagni sem þarf til að halda úti námi í iðn-, verk- og tæknigreinum. Við verðum að auka hlutfall grunnskólanemenda sem velja slíka menntun og vinna markvisst að því að það nám verði metið til jafns við bóknám. Um leið og unnið er að því að efla grunnmenntun í iðn-, verk- og tæknigreinum er brýnt að huga vel að því með hvaða hætti má fjölga þeim sem velja raunvísindi og tæknigreinar á háskólastigi. Það takmarkar framleiðslugetu margra fyrirtækja að þau búa við skort á fagmenntuðu og sérhæfðu starfsfólki á öllum skólastigum. Það er mikilvægt að setja í forgang vinnu við að undirbyggja tækifæri til aukinnar framleiðni og verðmætasköpunar með því að efla menntun sem mætir fyrirsjáanlegri þróun í atvinnulífinu. Við viljum að menntastefna sé í takt við atvinnustefnu þar sem greindar eru framtíðarþarfir atvinnulífsins og samfélagsins fyrir hæfni og þekkingu fólks. Það kallar á virkt samstarf við ráðuneyti menntamála, allra skólastiga og annarra hagsmunaaðila í menntamálum. Það er hagur okkar allra að menntamálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því öflugt menntakerfi er fjárfesting til framtíðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun