Menntun er forsenda bættra lífskjara Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 15. október 2016 07:00 Menntun er undirstaða framþróunar og þekking er forsenda aukinnar framleiðni, velferðar og verðmætasköpunar. Atvinnurekendur vilja axla ábyrgð þegar kemur að menntamálum. Tryggja þarf að fyrirsjáanlegri þróun og þörf atvinnulífsins sé mætt í menntakerfinu með aukinni áherslu á iðn-, verk- og tækninám á öllum skólastigum enda er nýliðun í ýmsum greinum nú þegar orðin áhyggjuefni og gæti orðið enn meira vandamál í framtíðinni ef ekki er brugðist við. Mikil eftirspurn er eftir starfsmönnum sem hafa ýmiskonar iðnmenntun og því er ljóst að auka þarf áherslu á menntun í iðn-, verk- og tæknigreinum til að mæta þörfum atvinnulífsins. Á sama tíma er mikilvægt að kerfislægur vandi í íslensku menntakerfi sé leiðréttur enda má hann ekki verða hindrun þegar námsleiðir eru valdar. Tryggja þarf skýrar leiðir til náms á háskólastigi að loknu iðnnámi, t.d. í gegnum fagháskólanám. Einnig þarf að tryggja að nemendur sem hefja nám í iðngreinum geti lokið samningi og bóklegu námi á áætluðum tíma með því að hafa samning við meistara. Stuðla ætti að því að framhaldsskólar fái úthlutað því fjármagni sem þarf til að halda úti námi í iðn-, verk- og tæknigreinum. Við verðum að auka hlutfall grunnskólanemenda sem velja slíka menntun og vinna markvisst að því að það nám verði metið til jafns við bóknám. Um leið og unnið er að því að efla grunnmenntun í iðn-, verk- og tæknigreinum er brýnt að huga vel að því með hvaða hætti má fjölga þeim sem velja raunvísindi og tæknigreinar á háskólastigi. Það takmarkar framleiðslugetu margra fyrirtækja að þau búa við skort á fagmenntuðu og sérhæfðu starfsfólki á öllum skólastigum. Það er mikilvægt að setja í forgang vinnu við að undirbyggja tækifæri til aukinnar framleiðni og verðmætasköpunar með því að efla menntun sem mætir fyrirsjáanlegri þróun í atvinnulífinu. Við viljum að menntastefna sé í takt við atvinnustefnu þar sem greindar eru framtíðarþarfir atvinnulífsins og samfélagsins fyrir hæfni og þekkingu fólks. Það kallar á virkt samstarf við ráðuneyti menntamála, allra skólastiga og annarra hagsmunaaðila í menntamálum. Það er hagur okkar allra að menntamálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því öflugt menntakerfi er fjárfesting til framtíðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun er undirstaða framþróunar og þekking er forsenda aukinnar framleiðni, velferðar og verðmætasköpunar. Atvinnurekendur vilja axla ábyrgð þegar kemur að menntamálum. Tryggja þarf að fyrirsjáanlegri þróun og þörf atvinnulífsins sé mætt í menntakerfinu með aukinni áherslu á iðn-, verk- og tækninám á öllum skólastigum enda er nýliðun í ýmsum greinum nú þegar orðin áhyggjuefni og gæti orðið enn meira vandamál í framtíðinni ef ekki er brugðist við. Mikil eftirspurn er eftir starfsmönnum sem hafa ýmiskonar iðnmenntun og því er ljóst að auka þarf áherslu á menntun í iðn-, verk- og tæknigreinum til að mæta þörfum atvinnulífsins. Á sama tíma er mikilvægt að kerfislægur vandi í íslensku menntakerfi sé leiðréttur enda má hann ekki verða hindrun þegar námsleiðir eru valdar. Tryggja þarf skýrar leiðir til náms á háskólastigi að loknu iðnnámi, t.d. í gegnum fagháskólanám. Einnig þarf að tryggja að nemendur sem hefja nám í iðngreinum geti lokið samningi og bóklegu námi á áætluðum tíma með því að hafa samning við meistara. Stuðla ætti að því að framhaldsskólar fái úthlutað því fjármagni sem þarf til að halda úti námi í iðn-, verk- og tæknigreinum. Við verðum að auka hlutfall grunnskólanemenda sem velja slíka menntun og vinna markvisst að því að það nám verði metið til jafns við bóknám. Um leið og unnið er að því að efla grunnmenntun í iðn-, verk- og tæknigreinum er brýnt að huga vel að því með hvaða hætti má fjölga þeim sem velja raunvísindi og tæknigreinar á háskólastigi. Það takmarkar framleiðslugetu margra fyrirtækja að þau búa við skort á fagmenntuðu og sérhæfðu starfsfólki á öllum skólastigum. Það er mikilvægt að setja í forgang vinnu við að undirbyggja tækifæri til aukinnar framleiðni og verðmætasköpunar með því að efla menntun sem mætir fyrirsjáanlegri þróun í atvinnulífinu. Við viljum að menntastefna sé í takt við atvinnustefnu þar sem greindar eru framtíðarþarfir atvinnulífsins og samfélagsins fyrir hæfni og þekkingu fólks. Það kallar á virkt samstarf við ráðuneyti menntamála, allra skólastiga og annarra hagsmunaaðila í menntamálum. Það er hagur okkar allra að menntamálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því öflugt menntakerfi er fjárfesting til framtíðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun