Heimsmeistarinn í millivigt hjá UFC, Michael Bisping, hefur verið settur í langt frí af UFC enda fór hann illa út úr fyrstu titilvörn sinni.
Hinn 46 ára gamli Dan Henderson henti síðustu sprengjunum sínum í Bisping í Manchester á dögunum en það dugði ekki til.
Þó svo Henderson hefði slegið Bisping tvisvar sinnum niður með alvöru bombum þá náði Bisping að lifa af og klára bardagann. Hann vann á stigum.
Bisping var mjög illa farinn eftir bardagann og það sá varla á Henderson sem tapaði.
UFC hefur nú sett Bisping í hálfs árs bann vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum þannig að hann ver ekki titil sinn á næstunni.

