Ingi Þór: Enginn heimsendir ef við föllum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2016 21:50 Ingi Þór Steinþórsson. vísir/anton „Við fórum út úr okkar leik. Hættum að stilla upp og fórum í einstaklingsframtak. Þá komust þeir í hraðaupphlaup og þetta er ekki lið sem þú hleypir í hraðan leik með allar þessar skyttur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir stórt tap á heimavelli gegn Njarðvík er hann var beðinn um að útskýra hrun liðsins um miðjan annan leikhluta. „Ég er ánægðastur með að við hættum ekki. Það var orðinn stór munur og ungir menn að koma inn. Hver einasta sekúnda fyrir þessa stráka er lærdómur. Þetta var betri leikur en hjá okkur en í Seljaskóla og það er ég ánægður með. Varnarleikurinn var samt rosalega mjúkur.“ Snæfelli var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir leiktíðina og sú spá virðist vera réttmæt miðað við fyrstu leiki. Á að styrkja liðið? „Við verðum að líta í kringum okkur ef einhverjir vilja koma til okkar. Við teljum okkur vera með hóp af strákum sem ætla að vinna saman og vera stolt Snæfells. Snæfell er í uppbyggingu fyrir næstu ár. Það koma dýfur í öllum klúbbum og við höfum ekki reynslu og gæði því miður. En við ætlum okkur að verða betri með hverjum leik,“ segir Ingi Þór en er liðið nógu gott til að hanga uppi í deild þeirra bestu? „Það verður að koma í ljós. Ef við förum niður þá er það enginn heimsendir. Eina sem maður biður um er að strákarnir leggi sig fram og fyrir því er fólkið í stúkunni að klappa. Ef það er ekki nógu gott til að hanga í deildinni þá er það bara þannig. Þá förum við bara í 1. deildina og byggjum upp á þessum strákum. Það er fullt af strákum að koma upp.“ Það er ekki annað að heyra á þjálfaranum en að félagið sé búið að sætta sig við fall næsta vor. Ingi vill þó ekki meina það. „Við erum baráttufólk og að sjálfsögðu munum við gera allt sem við getum. Heimavöllurinn þarf að gefa okkur aukalega. Við gefumst ekki upp og langt frá því að við gefums upp fyrir fram.“ Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Sjá meira
„Við fórum út úr okkar leik. Hættum að stilla upp og fórum í einstaklingsframtak. Þá komust þeir í hraðaupphlaup og þetta er ekki lið sem þú hleypir í hraðan leik með allar þessar skyttur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir stórt tap á heimavelli gegn Njarðvík er hann var beðinn um að útskýra hrun liðsins um miðjan annan leikhluta. „Ég er ánægðastur með að við hættum ekki. Það var orðinn stór munur og ungir menn að koma inn. Hver einasta sekúnda fyrir þessa stráka er lærdómur. Þetta var betri leikur en hjá okkur en í Seljaskóla og það er ég ánægður með. Varnarleikurinn var samt rosalega mjúkur.“ Snæfelli var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir leiktíðina og sú spá virðist vera réttmæt miðað við fyrstu leiki. Á að styrkja liðið? „Við verðum að líta í kringum okkur ef einhverjir vilja koma til okkar. Við teljum okkur vera með hóp af strákum sem ætla að vinna saman og vera stolt Snæfells. Snæfell er í uppbyggingu fyrir næstu ár. Það koma dýfur í öllum klúbbum og við höfum ekki reynslu og gæði því miður. En við ætlum okkur að verða betri með hverjum leik,“ segir Ingi Þór en er liðið nógu gott til að hanga uppi í deild þeirra bestu? „Það verður að koma í ljós. Ef við förum niður þá er það enginn heimsendir. Eina sem maður biður um er að strákarnir leggi sig fram og fyrir því er fólkið í stúkunni að klappa. Ef það er ekki nógu gott til að hanga í deildinni þá er það bara þannig. Þá förum við bara í 1. deildina og byggjum upp á þessum strákum. Það er fullt af strákum að koma upp.“ Það er ekki annað að heyra á þjálfaranum en að félagið sé búið að sætta sig við fall næsta vor. Ingi vill þó ekki meina það. „Við erum baráttufólk og að sjálfsögðu munum við gera allt sem við getum. Heimavöllurinn þarf að gefa okkur aukalega. Við gefumst ekki upp og langt frá því að við gefums upp fyrir fram.“
Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Sjá meira