Ungir kjósendur athugið! Lýður Árnason skrifar 14. október 2016 07:00 Lýðveldið Ísland er orðið 72 ára. Stjórnarskráin 142 ára, einu breytingarnar að kóngi var skipt út fyrir forseta, kjördæmaskipan hnikað lítillega og mannréttindakaflinn uppfærður 1995. Þannig viðgengst enn misvægi atkvæða, tveir fyrir einn. Enn getum við ekki valið þá frambjóðendur sem okkur hugnast. Og enn getum við sem þjóð ekki krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lykilmál nema með atbeina forsetans. Allt frá lýðveldisstofnun hafa ráðandi stjórnmálaflokkar, til hægri og vinstri, ekki viljað afsala sér þessu valdi til fólksins heldur varið það með kjafti og klóm. Misvægi atkvæða hefur viðhaldið röngum valdahlutföllum allan lýðveldistímann sem þýðir að sumir hafa ráðið meiru en þeim ber. Kjördæmaskiptingin hefur sömuleiðis sundrað þjóðinni og valdið fjáraustri í óskynsamleg verkefni, oft eingöngu til að tryggja endurkjör þingmanna sem halda svo uppteknum hætti. Okkur hefur gengið illa að líta á landið sem eina heild enda virkjunarmál í norðri mál Norðlendinga og flugvallarmál í suðri mál Sunnlendinga. Núverandi kjördæmaskipan hefur ekki verið landsbyggðinni vopn nema síður sé, hún á í vök að verjast og nýtur hvorki landkosta né sjávar.Megnið fer aftur til Tortóla Núverandi kosningaskipan er sniðin að hagsmunaaðilum sem gera út sína smákónga á þingi. Kjördæmaskipanin gerir að verkum að valdahlutföllin eru þeim í hag, flokkaprófkjör þar sem hinn almenni kjósandi er víðs fjarri eru sniðin fyrir þennan dúett og þjóðaratkvæðagreiðslur um lykilmál eða kerfisbreytingar eru eitur í þeirra beinum. Þetta eru gaurarnir sem stjórna bönkunum, lífeyrissjóðunum, stórútgerðunum og tala sýknt og heilagt um efnahagsupprisu og hjól atvinnulífsins. Afraksturinn er nokkrir þúsundkallar til fjöldans en megnið fer aftur til Tortóla. Nýja stjórnarskráin tekur á öllum þessum valdatækjum. Hún kveður á um að allir Íslendingar sitji við sama borð þegar kemur að vægi atkvæða, einn fyrir einn en ekki tveir fyrir einn. Hún kveður á um persónukjör þar sem hinn almenni kjósandi getur sjálfur valið sína frambjóðendur í kjörklefanum. Einnig færir hún málskotsrétt forsetans til þjóðarinnar sem getur þá sjálf skotið málum í þjóðaratkvæði. Og hún gerir meira. Nýja stjórnarskráin inniber auðlindaákvæði sem kveður á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Að auki skal þjóðarauðlindum úthlutað á jafnræðisgrundvelli gegn fullu gjaldi. Með þessu er tryggt að nýtendur þjóðarauðlinda geta hvorki bókfært þær sjálfar né nýtingarréttinn til eignar og skulu greiða markaðsverð fyrir afnotaréttinn. Þetta tryggir þjóðinni hámarksarð af auðlindum sínum, hverjar sem þær eru. Sem þýðir annars vegar, að núverandi nothafar auðlinda, eins og t.d. fiskimiðanna, geta ei lengur stungið arðinum í eigin vasa og hins vegar, að þjóðin getur nýtt þessa peninga í samfélagsleg verkefni. Ný stjórnarskrá hefur þannig gagnger áhrif á samfélagið og gildistaka hennar myndi þýða valdaafsal hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka til fólksins í landinu. Hvet unga kjósendur til að íhuga þetta sérstaklega fyrir komandi kosningar því ykkar er framtíðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Lýðveldið Ísland er orðið 72 ára. Stjórnarskráin 142 ára, einu breytingarnar að kóngi var skipt út fyrir forseta, kjördæmaskipan hnikað lítillega og mannréttindakaflinn uppfærður 1995. Þannig viðgengst enn misvægi atkvæða, tveir fyrir einn. Enn getum við ekki valið þá frambjóðendur sem okkur hugnast. Og enn getum við sem þjóð ekki krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lykilmál nema með atbeina forsetans. Allt frá lýðveldisstofnun hafa ráðandi stjórnmálaflokkar, til hægri og vinstri, ekki viljað afsala sér þessu valdi til fólksins heldur varið það með kjafti og klóm. Misvægi atkvæða hefur viðhaldið röngum valdahlutföllum allan lýðveldistímann sem þýðir að sumir hafa ráðið meiru en þeim ber. Kjördæmaskiptingin hefur sömuleiðis sundrað þjóðinni og valdið fjáraustri í óskynsamleg verkefni, oft eingöngu til að tryggja endurkjör þingmanna sem halda svo uppteknum hætti. Okkur hefur gengið illa að líta á landið sem eina heild enda virkjunarmál í norðri mál Norðlendinga og flugvallarmál í suðri mál Sunnlendinga. Núverandi kjördæmaskipan hefur ekki verið landsbyggðinni vopn nema síður sé, hún á í vök að verjast og nýtur hvorki landkosta né sjávar.Megnið fer aftur til Tortóla Núverandi kosningaskipan er sniðin að hagsmunaaðilum sem gera út sína smákónga á þingi. Kjördæmaskipanin gerir að verkum að valdahlutföllin eru þeim í hag, flokkaprófkjör þar sem hinn almenni kjósandi er víðs fjarri eru sniðin fyrir þennan dúett og þjóðaratkvæðagreiðslur um lykilmál eða kerfisbreytingar eru eitur í þeirra beinum. Þetta eru gaurarnir sem stjórna bönkunum, lífeyrissjóðunum, stórútgerðunum og tala sýknt og heilagt um efnahagsupprisu og hjól atvinnulífsins. Afraksturinn er nokkrir þúsundkallar til fjöldans en megnið fer aftur til Tortóla. Nýja stjórnarskráin tekur á öllum þessum valdatækjum. Hún kveður á um að allir Íslendingar sitji við sama borð þegar kemur að vægi atkvæða, einn fyrir einn en ekki tveir fyrir einn. Hún kveður á um persónukjör þar sem hinn almenni kjósandi getur sjálfur valið sína frambjóðendur í kjörklefanum. Einnig færir hún málskotsrétt forsetans til þjóðarinnar sem getur þá sjálf skotið málum í þjóðaratkvæði. Og hún gerir meira. Nýja stjórnarskráin inniber auðlindaákvæði sem kveður á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Að auki skal þjóðarauðlindum úthlutað á jafnræðisgrundvelli gegn fullu gjaldi. Með þessu er tryggt að nýtendur þjóðarauðlinda geta hvorki bókfært þær sjálfar né nýtingarréttinn til eignar og skulu greiða markaðsverð fyrir afnotaréttinn. Þetta tryggir þjóðinni hámarksarð af auðlindum sínum, hverjar sem þær eru. Sem þýðir annars vegar, að núverandi nothafar auðlinda, eins og t.d. fiskimiðanna, geta ei lengur stungið arðinum í eigin vasa og hins vegar, að þjóðin getur nýtt þessa peninga í samfélagsleg verkefni. Ný stjórnarskrá hefur þannig gagnger áhrif á samfélagið og gildistaka hennar myndi þýða valdaafsal hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka til fólksins í landinu. Hvet unga kjósendur til að íhuga þetta sérstaklega fyrir komandi kosningar því ykkar er framtíðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar