Handbolti

Löwen-liðið rétt slapp með sigur í Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk í kvöld.
Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk í kvöld. Vísir/Getty
Þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen vann eins marks sigur á sænska liðinu Kristianstad, 30-29, í slag Íslendingaliða í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.

Þetta var fjórði leikur liðanna í B-riðlinum. Rhein-Neckar Löwen var bara búinn að vinna einn af fyrstu þremur leikjum sínum en náði að landa sigri í kvöld þótt að hann hafi verið naumur.

Alexander Petersson skoraði 1 mark úr 3 skotum en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað hjá liði Rhein-Neckar Löwen.

Svisslendingurinn Andre Schmid var atkvæðamestur með átta mörk og Norðmaðurinn Harald Reinkind skoraði fimm mörk.

Íslendingarnir voru atkvæðameiri hjá liði Kristianstad. Ólafur Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu báðir fjögur mörk en Arnar Freyr nýtt 4 af 5 skotum sínum. Gunnar Steinn Jónsson skoraði síðan tvö mörk og komu þau bæði í seinni hálfleik.

Rhein-Neckar Löwen var 17-13 yfir í hálfleik og sex mörkum yfir, 28-22, þegar ellefu mínútur voru eftir.

Sænska liðið gafst ekki upp og náði að minnka muninn í eitt mark á lokakaflanum. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins.

Arnar Freyr Arnarsson, sem er aðeins tvítugur, er á fyrsta ári í atvinnumennsku en hann hafði spilað með meistaraflokki Fram undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×