Launalögga ASÍ Guðríður Arnardóttir skrifar 12. október 2016 07:00 Þann 19. september var skrifað undir samkomulag um breytingu á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Það samkomulag átti að ramma inn frumvarp um breytingar á lögum lagt fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi. Forystufólk opinberu stéttarfélaganna skrifaði undir samkomulagið í trausti þess að öll réttindi núverandi sjóðsfélaga væru tryggð og óbreytt. Samræmt lífeyriskerfi er skynsamlegt og um það er ekki deilt, en dettur nokkrum í hug að það ágæta fólk sem hefur forystu í stéttarfélögunum hafi skrifað með bros á vör undir samkomulag sem rýrir réttindi umbjóðenda? Góðu heilli var fyrirliggjandi frumvarp ekki afgreitt á Alþingi því það var ekki í anda samkomulagsins frá 19. september. Svik, segir forseti ASÍ. Ég virði baráttu ASÍ fyrir bættum kjörum sinna félagsmanna. ASÍ hefur átt frumkvæði að mörgum góðum málum til handa launþegum almennt. En á sama tíma bið ég forseta ASÍ að virða stöðu annarra stéttarfélaga og sýna þeirra baráttu sömu virðingu. Hingað til hefur ASÍ lítið umburðarlyndi haft fyrir því ef laun sumra stétta opinberra starfsmanna hækka meira en á almennum markaði. Þá er hótað öllu illu og „launalöggan“ sér til þess að okkar viðsemjendur hugsa sig um tvisvar áður en þeir rétta af kjör opinberra starfsmanna af ótta við að styggja forystu annarra launþega. Og er það þá virkilega þannig að forysta ASÍ berjist fyrir lægri launum opinberra starfsmanna? Og fyrir skertum lífeyrisréttindum þessa sama hóps? Ég bið forseta ASÍ að hafa það í huga að opinberir starfsmenn hafa verið, og eru enn, lægra launasettir en kollegar þeirra á almennum markaði. Samræming lífeyrisréttinda á almennum og opinberum markaði má ekki fela í sér réttindaskerðingu þeirra sem hafa búið við lægri laun í þeirri vissu að betri lífeyrisréttindi séu í það minnsta verðmæti sem ekki verði frá þeim tekin. Það getur því aldrei nokkurn tímann skapast sátt um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna eigi það að fela í sér skerðingu á réttindum núverandi sjóðfélaga. Og rétt er auðvitað, áður en lengra er haldið, að leiðrétta laun opinberra starfsmanna. Þegar sú vegferð hefst verður það vonandi án þess að launalögga ASÍ hóti öllu illu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þann 19. september var skrifað undir samkomulag um breytingu á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Það samkomulag átti að ramma inn frumvarp um breytingar á lögum lagt fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi. Forystufólk opinberu stéttarfélaganna skrifaði undir samkomulagið í trausti þess að öll réttindi núverandi sjóðsfélaga væru tryggð og óbreytt. Samræmt lífeyriskerfi er skynsamlegt og um það er ekki deilt, en dettur nokkrum í hug að það ágæta fólk sem hefur forystu í stéttarfélögunum hafi skrifað með bros á vör undir samkomulag sem rýrir réttindi umbjóðenda? Góðu heilli var fyrirliggjandi frumvarp ekki afgreitt á Alþingi því það var ekki í anda samkomulagsins frá 19. september. Svik, segir forseti ASÍ. Ég virði baráttu ASÍ fyrir bættum kjörum sinna félagsmanna. ASÍ hefur átt frumkvæði að mörgum góðum málum til handa launþegum almennt. En á sama tíma bið ég forseta ASÍ að virða stöðu annarra stéttarfélaga og sýna þeirra baráttu sömu virðingu. Hingað til hefur ASÍ lítið umburðarlyndi haft fyrir því ef laun sumra stétta opinberra starfsmanna hækka meira en á almennum markaði. Þá er hótað öllu illu og „launalöggan“ sér til þess að okkar viðsemjendur hugsa sig um tvisvar áður en þeir rétta af kjör opinberra starfsmanna af ótta við að styggja forystu annarra launþega. Og er það þá virkilega þannig að forysta ASÍ berjist fyrir lægri launum opinberra starfsmanna? Og fyrir skertum lífeyrisréttindum þessa sama hóps? Ég bið forseta ASÍ að hafa það í huga að opinberir starfsmenn hafa verið, og eru enn, lægra launasettir en kollegar þeirra á almennum markaði. Samræming lífeyrisréttinda á almennum og opinberum markaði má ekki fela í sér réttindaskerðingu þeirra sem hafa búið við lægri laun í þeirri vissu að betri lífeyrisréttindi séu í það minnsta verðmæti sem ekki verði frá þeim tekin. Það getur því aldrei nokkurn tímann skapast sátt um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna eigi það að fela í sér skerðingu á réttindum núverandi sjóðfélaga. Og rétt er auðvitað, áður en lengra er haldið, að leiðrétta laun opinberra starfsmanna. Þegar sú vegferð hefst verður það vonandi án þess að launalögga ASÍ hóti öllu illu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun