Gummi Ben lýsti körfuboltaleik án þess að vita af því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 22:00 Guðmundur Benediktsson og LeBron James. Vísir/Samsett mynd Íslenski íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson varð heimsfrægur síðasta sumar eftir ógleymanlega lýsingu hans á sigurmarki íslenska fótboltalandsliðsins á móti Austurríki á EM í Frakklandi. Gummi Ben gjörsamlega missti sig þegar Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu sigur og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Lýsing Gumma Ben fór eins og eldur um sinu um allan veraldavefinn þetta miðvikudagskvöld í júní enda innlifun hans engu öðru lík. Það var ekki nóg með að heimurinn var búinn að horfa á lýsinguna aftur og aftur þá höfðu einhverjir sniðugir einnig sett saman þungarokkslag með lýsingu Guðmundar undir. Það var þá en lýsing Guðmundar er samt enn að poppa upp á netinu. Það eru liðnir rúmir þrír mánuðir frá þessum ótrúlegu dögum í júnímánuði en hin stóra sportfréttastofa ESPN hefur nú látið útbúa myndband þar sem þessi eftirminnilega lýsing Gumma Ben kemur fyrir. Þremur dögum fyrir leik Íslands og Austurríkis í París hafði Cleveland Cavaliers tryggt sér NBA-titilinn í fyrsta skiptið í sögu félagsins. LeBron James var stórkostlegur í lokaúrslitunum og eitt frægasta atvik úrslitanna var þegar hann birtist allt í einu og varði skot Andre Iguodala í hraðaupphlaupi. Í stað þess að koma Golden State Warriors yfir (staðan var 89-89) fór Cleveland-liðið í sókn, Kyrie Irving setti niður þrist og James og félagar fögnuðu sigri. ESPN ákvað að setja saman myndbrot af þessu magnaða varða skoti LeBron James og lýsingu Gumma Ben af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar. Myndbandið heitir: „LeBron´s epic block as heard in Iceland“ Það má sjá útkomuna hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Íslenski íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson varð heimsfrægur síðasta sumar eftir ógleymanlega lýsingu hans á sigurmarki íslenska fótboltalandsliðsins á móti Austurríki á EM í Frakklandi. Gummi Ben gjörsamlega missti sig þegar Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu sigur og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Lýsing Gumma Ben fór eins og eldur um sinu um allan veraldavefinn þetta miðvikudagskvöld í júní enda innlifun hans engu öðru lík. Það var ekki nóg með að heimurinn var búinn að horfa á lýsinguna aftur og aftur þá höfðu einhverjir sniðugir einnig sett saman þungarokkslag með lýsingu Guðmundar undir. Það var þá en lýsing Guðmundar er samt enn að poppa upp á netinu. Það eru liðnir rúmir þrír mánuðir frá þessum ótrúlegu dögum í júnímánuði en hin stóra sportfréttastofa ESPN hefur nú látið útbúa myndband þar sem þessi eftirminnilega lýsing Gumma Ben kemur fyrir. Þremur dögum fyrir leik Íslands og Austurríkis í París hafði Cleveland Cavaliers tryggt sér NBA-titilinn í fyrsta skiptið í sögu félagsins. LeBron James var stórkostlegur í lokaúrslitunum og eitt frægasta atvik úrslitanna var þegar hann birtist allt í einu og varði skot Andre Iguodala í hraðaupphlaupi. Í stað þess að koma Golden State Warriors yfir (staðan var 89-89) fór Cleveland-liðið í sókn, Kyrie Irving setti niður þrist og James og félagar fögnuðu sigri. ESPN ákvað að setja saman myndbrot af þessu magnaða varða skoti LeBron James og lýsingu Gumma Ben af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar. Myndbandið heitir: „LeBron´s epic block as heard in Iceland“ Það má sjá útkomuna hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira