Gjaldfrjálsa biðlistamenningu vinstri manna eða styrka stjórn Sjálfstæðisflokksins? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. október 2016 11:46 Á undanförnum árum hefur vinstri meirihlutanum í borginni tekist með stjórnkænsku sinni að stórauka gjaldfrjálst aðgengi fólks að biðlistum. Reyndar má segja að hin norræna velferðarstjórn jafnréttis og réttætis hafi náð viðlíka árangri á síðasta kjörtímabili. Það er nú bara þannig að líkt og gerðist með hina norrænu velferðarstjórn jafnréttis og réttlætis, þá hefur borgarstjórnarmeirihlutanum ekki tekist að forgangsraða fjármunum til velferðarmála. Hjá vinstri mönnum er það viðtekin venja að ef að framlög til einhvers málaflokks hækka eða uppi eru áætlanir um að hækka þau, þá byggist sú hækkun alla jafna á áætlun um hækkun skatta og annarra opinberra gjalda. Áætlanir sem sjaldnast standast þar sem að slíkar hækkanir draga alla jafna úr öllum hvötum til aukinnar verðmætasköpunar og soga smámsaman allt súrefni og drifkraft úr íslensku athafnalífi. Ef að við tölum um köku þ.e. svokallaða þjóðarköku í þessu sambandi þá mætti líkja því við það, að á meðan sjálfstæðismenn eru við völd , þa´er unnið að því hörðum höndum að stækka uppskrift kökunnar, að bæta við hráefnið , til þess að stækka sjálfa kökuna . Vinstri mönnum dettur hins vegar aldrei neitt betra í hug en að bæta góðum slurki af lyftidufti við uppskriftina í þeirri trú að kakan stækki. Núverandi ríkisstjórn, með ráðherra Sjálfstæðisflokksins í embættum heilbrigðsisráðherra og fjármálaráðherra hefur hins vegar borið gæfa til þess að með aðgerðum sínum hefur þeim tekist að stækka uppskrift þjóðarkökunnar. Þess vegna erum við á yfirstandandi kjörtíambili að horfa upp á gríðarlega aukningu fjármags til heilbrigðis og velferðarmála. Þess vegna hafa t.d. biðlistar eftir brjóskloss-, augasteina- og liðskiptaaðgerðum, aðgerðum vegna kviðslits og ýmsum öðrum aðgerðum styst verulega, svo einhver dæmi séu nefnd. Auk þess sem að endurnýjunarferli tækjakosts á Landsspítala og á fleiri sjúkrahúsum er komið á góðan rekspöl, þó vissulega megi bæta verulega í. Tekist hefur að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks verulega á kjörtímabilinu ásamt því sem að búið er að tryggja fjármagn til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Það er því nokkuð ljóst að nái vinstri flokkarnir völdum hér að loknum kosningum þann 29. október næstkomandi þá muni þrátt fyrir fögur áform og loforð þeirra um „Sæluríkið Ísland“, breytast í martröðina um „Biðlistalandið Ísland“. Hverjum einasta frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum þann 29. október næstkomandi, er meðvitaður um það að verkefninu er hvergi nærri lokið og að enn þurfi verulega að bæta fjármagni í heilbrigðis og velferðarmál á komandi árum. Eina tryggingin fyrir því að svo verði er að setja X við Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum þann 29. október næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur vinstri meirihlutanum í borginni tekist með stjórnkænsku sinni að stórauka gjaldfrjálst aðgengi fólks að biðlistum. Reyndar má segja að hin norræna velferðarstjórn jafnréttis og réttætis hafi náð viðlíka árangri á síðasta kjörtímabili. Það er nú bara þannig að líkt og gerðist með hina norrænu velferðarstjórn jafnréttis og réttlætis, þá hefur borgarstjórnarmeirihlutanum ekki tekist að forgangsraða fjármunum til velferðarmála. Hjá vinstri mönnum er það viðtekin venja að ef að framlög til einhvers málaflokks hækka eða uppi eru áætlanir um að hækka þau, þá byggist sú hækkun alla jafna á áætlun um hækkun skatta og annarra opinberra gjalda. Áætlanir sem sjaldnast standast þar sem að slíkar hækkanir draga alla jafna úr öllum hvötum til aukinnar verðmætasköpunar og soga smámsaman allt súrefni og drifkraft úr íslensku athafnalífi. Ef að við tölum um köku þ.e. svokallaða þjóðarköku í þessu sambandi þá mætti líkja því við það, að á meðan sjálfstæðismenn eru við völd , þa´er unnið að því hörðum höndum að stækka uppskrift kökunnar, að bæta við hráefnið , til þess að stækka sjálfa kökuna . Vinstri mönnum dettur hins vegar aldrei neitt betra í hug en að bæta góðum slurki af lyftidufti við uppskriftina í þeirri trú að kakan stækki. Núverandi ríkisstjórn, með ráðherra Sjálfstæðisflokksins í embættum heilbrigðsisráðherra og fjármálaráðherra hefur hins vegar borið gæfa til þess að með aðgerðum sínum hefur þeim tekist að stækka uppskrift þjóðarkökunnar. Þess vegna erum við á yfirstandandi kjörtíambili að horfa upp á gríðarlega aukningu fjármags til heilbrigðis og velferðarmála. Þess vegna hafa t.d. biðlistar eftir brjóskloss-, augasteina- og liðskiptaaðgerðum, aðgerðum vegna kviðslits og ýmsum öðrum aðgerðum styst verulega, svo einhver dæmi séu nefnd. Auk þess sem að endurnýjunarferli tækjakosts á Landsspítala og á fleiri sjúkrahúsum er komið á góðan rekspöl, þó vissulega megi bæta verulega í. Tekist hefur að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks verulega á kjörtímabilinu ásamt því sem að búið er að tryggja fjármagn til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Það er því nokkuð ljóst að nái vinstri flokkarnir völdum hér að loknum kosningum þann 29. október næstkomandi þá muni þrátt fyrir fögur áform og loforð þeirra um „Sæluríkið Ísland“, breytast í martröðina um „Biðlistalandið Ísland“. Hverjum einasta frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum þann 29. október næstkomandi, er meðvitaður um það að verkefninu er hvergi nærri lokið og að enn þurfi verulega að bæta fjármagni í heilbrigðis og velferðarmál á komandi árum. Eina tryggingin fyrir því að svo verði er að setja X við Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum þann 29. október næstkomandi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar