Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2016 08:59 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/Getty „Þetta eru ekki kappræður sem eru sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis í heimi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. Silja Bára segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt til leiks eins illa undirbúinn málefnanlega og Trump. „Eini undirbúningur hans virðist hafa falist í því að finna nógu stóra skítaklessu sem hægt væri að henda á andstæðinginn og vonast til að með því verði hægt að draga athyglina frá innihaldslausum málflutningi hans sjálfs.“LeðjuslagurSilja Bára segir kappræðurnar hafi byrjað á miklum leðjuslag eftir að Trump boðaði til fréttamannafundi skömmu fyrir kappræðurnar með fjórum konum sem hafa sakað Bill Clinton, fyrrverandi forseta og eiginmann Hillary, um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. „Trump hefur sjálfur verið sakaður um nauðgun og kynferðislega áreitni yfir í mjög óviðeigandi hegðun gagnvart konum, og stillir sér þarna allt í einu upp sem málsvara kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Það er eiginlega alveg ótrúlegt og sýnir hversu langt maðurinn er tilbúinn að fara. Það sem hann er að segja snýst um Bill Clinton, ekki Hillary Clinton. Hann er að reyna að gera hans hegðun að kosningamáli frekar en færni manneskjunnar sem hann er að etja kappi við. Síðan er málflutningurinn og frammíköllin í kappræðunum sjálfum fyrir neðan allan hellur. Því miður heldur maður að þetta hafi styrkt Trukmp hjá þeim sem trúa hvað mest á hann og meðal þeirra í hans harða fylgi. Það gleypir algerlega þennan málflutning.“Innihaldslaust og samhengislaustSilja Bára segir ennfremur að Hillary hafi í raun sýnt ótrúlega stillingu, náð að halda ró sinni þrátt fyrir öll þessi frammíköll og árásir andstæðings síns. „Framan af reyndi hún að vísa í sín stefnumál og það sem hún vill berjast fyrir. Þegar leið á varð hins vegar lítið rými til þess. Það var sama innihaldslausa orðagljáfrið eins og hefur verið hjá Trump fram til þessa. Innihaldslaust, samhengislaust, engar útfærðar stefnur. Hann segist bara ætla að gera Bandaríkin frábær aftur og búið. Ekkert meira en það. Það hefur verið viðvarandi og gagnrýni hennar á það náði því miður ekki neinu flugi. Hún hélt gagnrýninni á lofti og fólk sem að styður hana, það tekur sennilega undir með henni, en aðrir telja hana ekki hafa svarað hans ásökunum.“Skilur ekki stjórnskipun landsinsDonald Trump sagðist í kappræðunum meðal annars ætla að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka tölvupóstsmál Hillary Clinton og fá hana til að sitja inni fyrir meint brot sín. „Enn og aftur sýndi Trump fram á að hann skilur ekki grundvallarstjórnskipun Bandaríkjanna. Það er ekki forsetans að ákveða hvort að einstaklingur úti í bæ verði sóttur til saka eða rannsakaður. Hann hefur sýnt það aftur og aftur, allt frá því að hann bað sig fram, að hann skilur ekki stjórnskipunarlegt hlutverk forsetans,“ segir Silja Bára. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05 Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Hart tekist á í kappræðunum Nóttin einkenndis af ásökunum og móðgununum. 10. október 2016 07:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
„Þetta eru ekki kappræður sem eru sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis í heimi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. Silja Bára segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt til leiks eins illa undirbúinn málefnanlega og Trump. „Eini undirbúningur hans virðist hafa falist í því að finna nógu stóra skítaklessu sem hægt væri að henda á andstæðinginn og vonast til að með því verði hægt að draga athyglina frá innihaldslausum málflutningi hans sjálfs.“LeðjuslagurSilja Bára segir kappræðurnar hafi byrjað á miklum leðjuslag eftir að Trump boðaði til fréttamannafundi skömmu fyrir kappræðurnar með fjórum konum sem hafa sakað Bill Clinton, fyrrverandi forseta og eiginmann Hillary, um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. „Trump hefur sjálfur verið sakaður um nauðgun og kynferðislega áreitni yfir í mjög óviðeigandi hegðun gagnvart konum, og stillir sér þarna allt í einu upp sem málsvara kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Það er eiginlega alveg ótrúlegt og sýnir hversu langt maðurinn er tilbúinn að fara. Það sem hann er að segja snýst um Bill Clinton, ekki Hillary Clinton. Hann er að reyna að gera hans hegðun að kosningamáli frekar en færni manneskjunnar sem hann er að etja kappi við. Síðan er málflutningurinn og frammíköllin í kappræðunum sjálfum fyrir neðan allan hellur. Því miður heldur maður að þetta hafi styrkt Trukmp hjá þeim sem trúa hvað mest á hann og meðal þeirra í hans harða fylgi. Það gleypir algerlega þennan málflutning.“Innihaldslaust og samhengislaustSilja Bára segir ennfremur að Hillary hafi í raun sýnt ótrúlega stillingu, náð að halda ró sinni þrátt fyrir öll þessi frammíköll og árásir andstæðings síns. „Framan af reyndi hún að vísa í sín stefnumál og það sem hún vill berjast fyrir. Þegar leið á varð hins vegar lítið rými til þess. Það var sama innihaldslausa orðagljáfrið eins og hefur verið hjá Trump fram til þessa. Innihaldslaust, samhengislaust, engar útfærðar stefnur. Hann segist bara ætla að gera Bandaríkin frábær aftur og búið. Ekkert meira en það. Það hefur verið viðvarandi og gagnrýni hennar á það náði því miður ekki neinu flugi. Hún hélt gagnrýninni á lofti og fólk sem að styður hana, það tekur sennilega undir með henni, en aðrir telja hana ekki hafa svarað hans ásökunum.“Skilur ekki stjórnskipun landsinsDonald Trump sagðist í kappræðunum meðal annars ætla að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka tölvupóstsmál Hillary Clinton og fá hana til að sitja inni fyrir meint brot sín. „Enn og aftur sýndi Trump fram á að hann skilur ekki grundvallarstjórnskipun Bandaríkjanna. Það er ekki forsetans að ákveða hvort að einstaklingur úti í bæ verði sóttur til saka eða rannsakaður. Hann hefur sýnt það aftur og aftur, allt frá því að hann bað sig fram, að hann skilur ekki stjórnskipunarlegt hlutverk forsetans,“ segir Silja Bára.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05 Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Hart tekist á í kappræðunum Nóttin einkenndis af ásökunum og móðgununum. 10. október 2016 07:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05
Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“