Dagur Kár: Hentaði mér mun betur að fara í Grindavík núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 14:11 Dagur Kár Jónsson. Vísir/Valli Dagur Kár Jónsson skrifaði í dag undir samning við Grindavík í Domino´s deild karla í körfubolta og þessi uppaldi Stjörnumaður mun því æfa og spila í Röstinni í Grindavík í vetur. Flestir hefðu búist við því að Dagur Kár færi í Stjörnuna en af hverju Grindavík? „Núna í ár hentað það mér mun betur að fara í Grindavík. Ég passa betur þar,“ sagði Dagur Kár Jónsson. „Það voru nokkur lið sem komu til grein og nokkur lið sem höfðu samband. Ég fann fyrir áhuga hjá mörgum en Grindavík heillaði langmest,“ sagði Dagur Kár. Hann kom til landsins í morgun og gekk frá samningi sínum eftir hádegið. „Það er nokkuð ljóst að þeir þurfa hjálp. Ég vona að vinnusemin mín geti hjálpað þeim í vetur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár var að hefja sitt annan vetur í St. Francis háskólanum en kemur nú heim rétt fyrir tímabilið úti. „Það eru margir hluti sem koma að því. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra hjá St. Francis og var að vonast eftir stærra hlutverki í ár. Eftir að hafa verið úti í tvo mánuði og verið að spjalla við þjálfarann þá var mér frekar ljóst að hlutverkið yrði ekki jafnstórt og ég hafði vonast eftir,“ sagði Dagur Kár. „Í bland við það koma inn húsnæðismál sem voru ekki mér að skapi,“ sagði Dagur Kár en hann verður í fjarnámi í vetur og á því möguleika á að fara aftur úr og spila tvö síðustu árin sín í háskólaboltanum. „Ég klára hluta af önninni í fjarnámi sem verður til þess að ég verð áfram löglegur ef ég skildi ákveða það einhvern tímann seinna að fara út aftur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár lærði mikið á tímabilinu með St. Francis háskólanum en Dagur Kár var þar með 4,6 stig og 1,3 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum í leik. „Þetta var frábær lífsreynsla og ég get tekið heilan helling úr út þessu og þá sérstaklega varnarlega. Ég var í skóla þar sem mikil áhersla var lögð á vörn og mér finnst ég hafa bætt mig þvílíkt sem varnarmaður,“ sagði Dagur Kár. Hann mun nú spila með hinum öfluga Lewis Clinch í bakvarðarsveit Grindavíkurliðsins. „Lewis er frábær leikmaður og allir sem ég er búinn að tala við í stjórninni og í leikmannahóp Grindavíkur tala ótrúlega vel um hann. Þeir segja að hann sé algjör fagmaður og ég hlakka mikið til að vinna með honum og öllum hinum í Grindavíkurliðinu,“ sagði Dagur Kár. Síðasta tímabilið Dags með Stjörnunni var 2014-15 þar sem Dagur Kár var með 17,6 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur því fyrir löngu sannað sig í úrvalsdeildinni hér heima. Jón Kr. Gíslason, faðir Dags, lék í eitt tímabil með Grindavíkurliðinu undir lok ferils síns og var þá með 7,8 stig og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þeir voru eitthvað að tala um það að það séu tuttugu ár, nánast upp á dag, síðan að hann skrifaði undir hjá Grindavík. Það er skemmtileg tilviljun,“ sagði Dagur Kár en verður hann jafnöflugur og pabbi sinn? „Það er eitt sem ég get lofað er að ég mun leggja mig hundrað prósent fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Við sjáum síðan bara til hverju það skilar,“ sagði Dagur Kár. Það verður stutt í fyrsta leikinn á móti hans gömlu félögum úr Garðbænum því Grindavík og Stjarnan mætast í 32 liða úrslitum Maltbikarsins um þar næstu helgi. „Það verður skrýtið að mæta Stjörnunni þar sem að áður en ég fór í St. Francis þá var ég búinn að vera í Stjörnunni síðan ég var fimm ára. Við erum að spila á móti þeim í bikarnum og þetta verður skemmtilegt,“ sagði Dagur Kár. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“ Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina. 26. október 2016 21:57 Dagur Kár kominn til Grindavíkur Dagur Kár Jónsson er á leið í Domino's-deild karla eftir eins árs dvöl í St. Francis í New York. 28. október 2016 13:30 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Dagur Kár Jónsson skrifaði í dag undir samning við Grindavík í Domino´s deild karla í körfubolta og þessi uppaldi Stjörnumaður mun því æfa og spila í Röstinni í Grindavík í vetur. Flestir hefðu búist við því að Dagur Kár færi í Stjörnuna en af hverju Grindavík? „Núna í ár hentað það mér mun betur að fara í Grindavík. Ég passa betur þar,“ sagði Dagur Kár Jónsson. „Það voru nokkur lið sem komu til grein og nokkur lið sem höfðu samband. Ég fann fyrir áhuga hjá mörgum en Grindavík heillaði langmest,“ sagði Dagur Kár. Hann kom til landsins í morgun og gekk frá samningi sínum eftir hádegið. „Það er nokkuð ljóst að þeir þurfa hjálp. Ég vona að vinnusemin mín geti hjálpað þeim í vetur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár var að hefja sitt annan vetur í St. Francis háskólanum en kemur nú heim rétt fyrir tímabilið úti. „Það eru margir hluti sem koma að því. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra hjá St. Francis og var að vonast eftir stærra hlutverki í ár. Eftir að hafa verið úti í tvo mánuði og verið að spjalla við þjálfarann þá var mér frekar ljóst að hlutverkið yrði ekki jafnstórt og ég hafði vonast eftir,“ sagði Dagur Kár. „Í bland við það koma inn húsnæðismál sem voru ekki mér að skapi,“ sagði Dagur Kár en hann verður í fjarnámi í vetur og á því möguleika á að fara aftur úr og spila tvö síðustu árin sín í háskólaboltanum. „Ég klára hluta af önninni í fjarnámi sem verður til þess að ég verð áfram löglegur ef ég skildi ákveða það einhvern tímann seinna að fara út aftur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár lærði mikið á tímabilinu með St. Francis háskólanum en Dagur Kár var þar með 4,6 stig og 1,3 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum í leik. „Þetta var frábær lífsreynsla og ég get tekið heilan helling úr út þessu og þá sérstaklega varnarlega. Ég var í skóla þar sem mikil áhersla var lögð á vörn og mér finnst ég hafa bætt mig þvílíkt sem varnarmaður,“ sagði Dagur Kár. Hann mun nú spila með hinum öfluga Lewis Clinch í bakvarðarsveit Grindavíkurliðsins. „Lewis er frábær leikmaður og allir sem ég er búinn að tala við í stjórninni og í leikmannahóp Grindavíkur tala ótrúlega vel um hann. Þeir segja að hann sé algjör fagmaður og ég hlakka mikið til að vinna með honum og öllum hinum í Grindavíkurliðinu,“ sagði Dagur Kár. Síðasta tímabilið Dags með Stjörnunni var 2014-15 þar sem Dagur Kár var með 17,6 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur því fyrir löngu sannað sig í úrvalsdeildinni hér heima. Jón Kr. Gíslason, faðir Dags, lék í eitt tímabil með Grindavíkurliðinu undir lok ferils síns og var þá með 7,8 stig og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þeir voru eitthvað að tala um það að það séu tuttugu ár, nánast upp á dag, síðan að hann skrifaði undir hjá Grindavík. Það er skemmtileg tilviljun,“ sagði Dagur Kár en verður hann jafnöflugur og pabbi sinn? „Það er eitt sem ég get lofað er að ég mun leggja mig hundrað prósent fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Við sjáum síðan bara til hverju það skilar,“ sagði Dagur Kár. Það verður stutt í fyrsta leikinn á móti hans gömlu félögum úr Garðbænum því Grindavík og Stjarnan mætast í 32 liða úrslitum Maltbikarsins um þar næstu helgi. „Það verður skrýtið að mæta Stjörnunni þar sem að áður en ég fór í St. Francis þá var ég búinn að vera í Stjörnunni síðan ég var fimm ára. Við erum að spila á móti þeim í bikarnum og þetta verður skemmtilegt,“ sagði Dagur Kár.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“ Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina. 26. október 2016 21:57 Dagur Kár kominn til Grindavíkur Dagur Kár Jónsson er á leið í Domino's-deild karla eftir eins árs dvöl í St. Francis í New York. 28. október 2016 13:30 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“ Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina. 26. október 2016 21:57
Dagur Kár kominn til Grindavíkur Dagur Kár Jónsson er á leið í Domino's-deild karla eftir eins árs dvöl í St. Francis í New York. 28. október 2016 13:30