Dagur Kár: Hentaði mér mun betur að fara í Grindavík núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 14:11 Dagur Kár Jónsson. Vísir/Valli Dagur Kár Jónsson skrifaði í dag undir samning við Grindavík í Domino´s deild karla í körfubolta og þessi uppaldi Stjörnumaður mun því æfa og spila í Röstinni í Grindavík í vetur. Flestir hefðu búist við því að Dagur Kár færi í Stjörnuna en af hverju Grindavík? „Núna í ár hentað það mér mun betur að fara í Grindavík. Ég passa betur þar,“ sagði Dagur Kár Jónsson. „Það voru nokkur lið sem komu til grein og nokkur lið sem höfðu samband. Ég fann fyrir áhuga hjá mörgum en Grindavík heillaði langmest,“ sagði Dagur Kár. Hann kom til landsins í morgun og gekk frá samningi sínum eftir hádegið. „Það er nokkuð ljóst að þeir þurfa hjálp. Ég vona að vinnusemin mín geti hjálpað þeim í vetur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár var að hefja sitt annan vetur í St. Francis háskólanum en kemur nú heim rétt fyrir tímabilið úti. „Það eru margir hluti sem koma að því. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra hjá St. Francis og var að vonast eftir stærra hlutverki í ár. Eftir að hafa verið úti í tvo mánuði og verið að spjalla við þjálfarann þá var mér frekar ljóst að hlutverkið yrði ekki jafnstórt og ég hafði vonast eftir,“ sagði Dagur Kár. „Í bland við það koma inn húsnæðismál sem voru ekki mér að skapi,“ sagði Dagur Kár en hann verður í fjarnámi í vetur og á því möguleika á að fara aftur úr og spila tvö síðustu árin sín í háskólaboltanum. „Ég klára hluta af önninni í fjarnámi sem verður til þess að ég verð áfram löglegur ef ég skildi ákveða það einhvern tímann seinna að fara út aftur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár lærði mikið á tímabilinu með St. Francis háskólanum en Dagur Kár var þar með 4,6 stig og 1,3 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum í leik. „Þetta var frábær lífsreynsla og ég get tekið heilan helling úr út þessu og þá sérstaklega varnarlega. Ég var í skóla þar sem mikil áhersla var lögð á vörn og mér finnst ég hafa bætt mig þvílíkt sem varnarmaður,“ sagði Dagur Kár. Hann mun nú spila með hinum öfluga Lewis Clinch í bakvarðarsveit Grindavíkurliðsins. „Lewis er frábær leikmaður og allir sem ég er búinn að tala við í stjórninni og í leikmannahóp Grindavíkur tala ótrúlega vel um hann. Þeir segja að hann sé algjör fagmaður og ég hlakka mikið til að vinna með honum og öllum hinum í Grindavíkurliðinu,“ sagði Dagur Kár. Síðasta tímabilið Dags með Stjörnunni var 2014-15 þar sem Dagur Kár var með 17,6 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur því fyrir löngu sannað sig í úrvalsdeildinni hér heima. Jón Kr. Gíslason, faðir Dags, lék í eitt tímabil með Grindavíkurliðinu undir lok ferils síns og var þá með 7,8 stig og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þeir voru eitthvað að tala um það að það séu tuttugu ár, nánast upp á dag, síðan að hann skrifaði undir hjá Grindavík. Það er skemmtileg tilviljun,“ sagði Dagur Kár en verður hann jafnöflugur og pabbi sinn? „Það er eitt sem ég get lofað er að ég mun leggja mig hundrað prósent fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Við sjáum síðan bara til hverju það skilar,“ sagði Dagur Kár. Það verður stutt í fyrsta leikinn á móti hans gömlu félögum úr Garðbænum því Grindavík og Stjarnan mætast í 32 liða úrslitum Maltbikarsins um þar næstu helgi. „Það verður skrýtið að mæta Stjörnunni þar sem að áður en ég fór í St. Francis þá var ég búinn að vera í Stjörnunni síðan ég var fimm ára. Við erum að spila á móti þeim í bikarnum og þetta verður skemmtilegt,“ sagði Dagur Kár. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“ Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina. 26. október 2016 21:57 Dagur Kár kominn til Grindavíkur Dagur Kár Jónsson er á leið í Domino's-deild karla eftir eins árs dvöl í St. Francis í New York. 28. október 2016 13:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Dagur Kár Jónsson skrifaði í dag undir samning við Grindavík í Domino´s deild karla í körfubolta og þessi uppaldi Stjörnumaður mun því æfa og spila í Röstinni í Grindavík í vetur. Flestir hefðu búist við því að Dagur Kár færi í Stjörnuna en af hverju Grindavík? „Núna í ár hentað það mér mun betur að fara í Grindavík. Ég passa betur þar,“ sagði Dagur Kár Jónsson. „Það voru nokkur lið sem komu til grein og nokkur lið sem höfðu samband. Ég fann fyrir áhuga hjá mörgum en Grindavík heillaði langmest,“ sagði Dagur Kár. Hann kom til landsins í morgun og gekk frá samningi sínum eftir hádegið. „Það er nokkuð ljóst að þeir þurfa hjálp. Ég vona að vinnusemin mín geti hjálpað þeim í vetur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár var að hefja sitt annan vetur í St. Francis háskólanum en kemur nú heim rétt fyrir tímabilið úti. „Það eru margir hluti sem koma að því. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra hjá St. Francis og var að vonast eftir stærra hlutverki í ár. Eftir að hafa verið úti í tvo mánuði og verið að spjalla við þjálfarann þá var mér frekar ljóst að hlutverkið yrði ekki jafnstórt og ég hafði vonast eftir,“ sagði Dagur Kár. „Í bland við það koma inn húsnæðismál sem voru ekki mér að skapi,“ sagði Dagur Kár en hann verður í fjarnámi í vetur og á því möguleika á að fara aftur úr og spila tvö síðustu árin sín í háskólaboltanum. „Ég klára hluta af önninni í fjarnámi sem verður til þess að ég verð áfram löglegur ef ég skildi ákveða það einhvern tímann seinna að fara út aftur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár lærði mikið á tímabilinu með St. Francis háskólanum en Dagur Kár var þar með 4,6 stig og 1,3 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum í leik. „Þetta var frábær lífsreynsla og ég get tekið heilan helling úr út þessu og þá sérstaklega varnarlega. Ég var í skóla þar sem mikil áhersla var lögð á vörn og mér finnst ég hafa bætt mig þvílíkt sem varnarmaður,“ sagði Dagur Kár. Hann mun nú spila með hinum öfluga Lewis Clinch í bakvarðarsveit Grindavíkurliðsins. „Lewis er frábær leikmaður og allir sem ég er búinn að tala við í stjórninni og í leikmannahóp Grindavíkur tala ótrúlega vel um hann. Þeir segja að hann sé algjör fagmaður og ég hlakka mikið til að vinna með honum og öllum hinum í Grindavíkurliðinu,“ sagði Dagur Kár. Síðasta tímabilið Dags með Stjörnunni var 2014-15 þar sem Dagur Kár var með 17,6 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur því fyrir löngu sannað sig í úrvalsdeildinni hér heima. Jón Kr. Gíslason, faðir Dags, lék í eitt tímabil með Grindavíkurliðinu undir lok ferils síns og var þá með 7,8 stig og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þeir voru eitthvað að tala um það að það séu tuttugu ár, nánast upp á dag, síðan að hann skrifaði undir hjá Grindavík. Það er skemmtileg tilviljun,“ sagði Dagur Kár en verður hann jafnöflugur og pabbi sinn? „Það er eitt sem ég get lofað er að ég mun leggja mig hundrað prósent fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Við sjáum síðan bara til hverju það skilar,“ sagði Dagur Kár. Það verður stutt í fyrsta leikinn á móti hans gömlu félögum úr Garðbænum því Grindavík og Stjarnan mætast í 32 liða úrslitum Maltbikarsins um þar næstu helgi. „Það verður skrýtið að mæta Stjörnunni þar sem að áður en ég fór í St. Francis þá var ég búinn að vera í Stjörnunni síðan ég var fimm ára. Við erum að spila á móti þeim í bikarnum og þetta verður skemmtilegt,“ sagði Dagur Kár.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“ Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina. 26. október 2016 21:57 Dagur Kár kominn til Grindavíkur Dagur Kár Jónsson er á leið í Domino's-deild karla eftir eins árs dvöl í St. Francis í New York. 28. október 2016 13:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“ Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina. 26. október 2016 21:57
Dagur Kár kominn til Grindavíkur Dagur Kár Jónsson er á leið í Domino's-deild karla eftir eins árs dvöl í St. Francis í New York. 28. október 2016 13:30
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum