Sprengjum ferðamannabóluna Vésteinn Valgarðsson skrifar 28. október 2016 07:00 Í síðustu viku birti Seðlabankinn útreikninga sem sýndu að Ísland stæði frammi fyrir miklum samdrætti ef ferðamönnum fækkaði skyndilega. Engan ætti að undra það. Við höfum nú í nokkur ár setið ofan á bólu sem blæs upp og bíður eftir að springa.Þegar Spánn hrundi Ætli fólk viti almennt hvernig kreppan á Spáni kom til? Þið vitið, sem þeir hafa verið í síðan 2008 og hafa ekki ennþá rétt úr kútnum eftir. Fyrir kreppu var meiriháttar uppgangur í byggingu sumarhúsa. Þau ruku upp eins og enginn væri morgundagurinn. Hinn dæmigerði kaupandi var Þjóðverji á eftirlaunum. Verktakar skuldsettir spönsku bönkunum, sem aftur voru skuldsettir Deutsche Bank. Þegar þýska hagkerfið sló feilpúst 2008 (feilpúst, ekki hrun), hvað ætli hafi verið það fyrsta sem ráðdeildarsamir eldri Þjóðverjar hættu að kaupa sér? Rétt til getið: annað heimili í sólinni. Þegar eftirspurnin hætti að aukast og aukast, hrundi sumarhúsabólan og verktakarnir fóru á hausinn. Skuldirnar féllu á spönsku bankana og þeir fóru líka á hausinn. Til að skuldirnar féllu þá ekki á Deutsche Bank (hamingjan veit hvað hefði þá fallið næst) sáu þýska ríkisstjórnin og ESB til þess að spanska ríkið tæki skuldirnar á sig. Hagsýnir, Þjóðverjarnir. Spánn er ennþá sem tröllriðinn. Þar er ennþá annað hvert ungmenni atvinnulaust.Hver á að búa á öllum hótelunum? Víkur nú sögunni aftur til Íslands. Segjum að það komi kreppa í löndunum sem ferðamennirnir koma frá. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Hvað ætli verði það fyrsta sem fólk hættir að kaupa sér? Ætli það verði ekki flúðasiglingaævintýrið á Íslandi? Ef ferðamennirnir yrðu aftur „bara“ jafnmargir og árið 2012 yrði ný kreppa: Seðlabankinn spáir 10% samdrætti í útflutningi, 6,5% atvinnuleysi fyrsta árið og 7,9% árið eftir. Landsframleiðsla dregst saman um 3,9% fyrsta árið og önnur 1,3% árið eftir.Spánn norðursins? Hvað ber að gera? Bíða og vona það besta? Það er öruggasta leiðin til þess að allt fari á versta veg. Við munum detta úr þessum söðli. Spurningin er: Hvað ætlum við að detta langt? Það á tafarlaust að auka gjaldtöku á ferðamannaiðnaðinn. Ekki bara til þess að standa undir kostnaði hins opinbera af honum, heldur líka beinlínis til að vinna bug á vexti hans og búa okkur undir skellinn. Það er sárt, en það verður mun sárara ef ekkert er gert. Og fyrir alla muni: Ekki inn í ESB. Ef þeir sliguðu Spán, hvað gera þeir þá við okkur?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birti Seðlabankinn útreikninga sem sýndu að Ísland stæði frammi fyrir miklum samdrætti ef ferðamönnum fækkaði skyndilega. Engan ætti að undra það. Við höfum nú í nokkur ár setið ofan á bólu sem blæs upp og bíður eftir að springa.Þegar Spánn hrundi Ætli fólk viti almennt hvernig kreppan á Spáni kom til? Þið vitið, sem þeir hafa verið í síðan 2008 og hafa ekki ennþá rétt úr kútnum eftir. Fyrir kreppu var meiriháttar uppgangur í byggingu sumarhúsa. Þau ruku upp eins og enginn væri morgundagurinn. Hinn dæmigerði kaupandi var Þjóðverji á eftirlaunum. Verktakar skuldsettir spönsku bönkunum, sem aftur voru skuldsettir Deutsche Bank. Þegar þýska hagkerfið sló feilpúst 2008 (feilpúst, ekki hrun), hvað ætli hafi verið það fyrsta sem ráðdeildarsamir eldri Þjóðverjar hættu að kaupa sér? Rétt til getið: annað heimili í sólinni. Þegar eftirspurnin hætti að aukast og aukast, hrundi sumarhúsabólan og verktakarnir fóru á hausinn. Skuldirnar féllu á spönsku bankana og þeir fóru líka á hausinn. Til að skuldirnar féllu þá ekki á Deutsche Bank (hamingjan veit hvað hefði þá fallið næst) sáu þýska ríkisstjórnin og ESB til þess að spanska ríkið tæki skuldirnar á sig. Hagsýnir, Þjóðverjarnir. Spánn er ennþá sem tröllriðinn. Þar er ennþá annað hvert ungmenni atvinnulaust.Hver á að búa á öllum hótelunum? Víkur nú sögunni aftur til Íslands. Segjum að það komi kreppa í löndunum sem ferðamennirnir koma frá. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Hvað ætli verði það fyrsta sem fólk hættir að kaupa sér? Ætli það verði ekki flúðasiglingaævintýrið á Íslandi? Ef ferðamennirnir yrðu aftur „bara“ jafnmargir og árið 2012 yrði ný kreppa: Seðlabankinn spáir 10% samdrætti í útflutningi, 6,5% atvinnuleysi fyrsta árið og 7,9% árið eftir. Landsframleiðsla dregst saman um 3,9% fyrsta árið og önnur 1,3% árið eftir.Spánn norðursins? Hvað ber að gera? Bíða og vona það besta? Það er öruggasta leiðin til þess að allt fari á versta veg. Við munum detta úr þessum söðli. Spurningin er: Hvað ætlum við að detta langt? Það á tafarlaust að auka gjaldtöku á ferðamannaiðnaðinn. Ekki bara til þess að standa undir kostnaði hins opinbera af honum, heldur líka beinlínis til að vinna bug á vexti hans og búa okkur undir skellinn. Það er sárt, en það verður mun sárara ef ekkert er gert. Og fyrir alla muni: Ekki inn í ESB. Ef þeir sliguðu Spán, hvað gera þeir þá við okkur?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun