Það þarf reynslu og hæfni - XS Árni Páll Árnason skrifar 27. október 2016 00:00 Í kosningunum um næstu helgi stefnir allt í að breytingar verði á landsstjórninni og að núverandi stjórnarflokkar missi meirihluta sinn. Spár benda til að allt að 40 þingmenn af 63 verði nýir þingmenn. Mikill samhljómur er milli þeirra flokka sem að líkum verða í meirihluta og valið er því erfitt fyrir kjósendur. Við í Samfylkingunni minnum á að við þessar aðstæður skiptir reynsla af landsstjórn og stjórn stórra sveitarfélaga öllu máli. Umbótaöfl á Íslandi hafa af því bitra reynslu að hafa miklar vonir um breytingar en upplifa svo að sundrung og reynsluleysi kemur í veg fyrir að þjóðþrifamál náist fram, andspænis fyrirstöðu valdakerfis og hagsmunaaðila. Það skiptir líka máli að flokkar geti tekist á við erfið mál sem upp koma, þótt þau séu ekki til skammtímavinsælda fallin. Við í Samfylkingunni búum að 100 ára sögu samfélagsumbóta, viljum breytingar og höfum reynslu af því að koma breytingum í gegn af ákveðni, en í víðtækri sátt. Hreyfing jafnaðarmanna getur stært sig af því að koma á almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, verkamannabústöðum, almennum fræðslulögum og stærstu áföngunum í kvenfrelsisbaráttu og náttúruvernd. Við náðum líka í ríkisstjórnartíð okkar í hruninu að leiða farsæla efnahagsstjórn, tryggja frið á vinnumarkaði, forðast að ríkisvæða tap fjármálafyrirtækja og einstaklinga og byggja upp samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum. Á sama tíma vörðum við velferðarútgjöld öðru fremur svo eftir hefur verið tekið um allan heim. Og við réðumst í stórfellda uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land, sem aldrei hafði verið fé til að byggja á góðæristímum undir annarra stjórn. Við höfum líka öðlast reynslu af því að ná breytingum ekki í gegn og að þurfa að sætta okkur við áfangasigra. Það sem mestu skiptir er að við höfum lært finna færa leið og feta hana og alltaf sett almannahagsmuni framar sérhagsmunum og stundarvinsældum í öllum okkar verkum. Við erum stolt af okkar arfleifð og erum alltaf jafnaðarmenn – ekki bara fyrir kosningar. Samfylkingin býður upp á reynslu og hæfni við stjórn landsins. Við ráðum við erfiðu málin og treystum okkur til að nálgast þau af sanngirni og ábyrgð og leita víðtækrar samstöðu um niðurstöðu í almannaþágu. Við biðjum um stuðning þinn í kosningunum á laugardag, til að tryggja Samfylkingunni og slíkri nálgun áhrif við landsstjórnina á næsta kjörtímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Í kosningunum um næstu helgi stefnir allt í að breytingar verði á landsstjórninni og að núverandi stjórnarflokkar missi meirihluta sinn. Spár benda til að allt að 40 þingmenn af 63 verði nýir þingmenn. Mikill samhljómur er milli þeirra flokka sem að líkum verða í meirihluta og valið er því erfitt fyrir kjósendur. Við í Samfylkingunni minnum á að við þessar aðstæður skiptir reynsla af landsstjórn og stjórn stórra sveitarfélaga öllu máli. Umbótaöfl á Íslandi hafa af því bitra reynslu að hafa miklar vonir um breytingar en upplifa svo að sundrung og reynsluleysi kemur í veg fyrir að þjóðþrifamál náist fram, andspænis fyrirstöðu valdakerfis og hagsmunaaðila. Það skiptir líka máli að flokkar geti tekist á við erfið mál sem upp koma, þótt þau séu ekki til skammtímavinsælda fallin. Við í Samfylkingunni búum að 100 ára sögu samfélagsumbóta, viljum breytingar og höfum reynslu af því að koma breytingum í gegn af ákveðni, en í víðtækri sátt. Hreyfing jafnaðarmanna getur stært sig af því að koma á almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, verkamannabústöðum, almennum fræðslulögum og stærstu áföngunum í kvenfrelsisbaráttu og náttúruvernd. Við náðum líka í ríkisstjórnartíð okkar í hruninu að leiða farsæla efnahagsstjórn, tryggja frið á vinnumarkaði, forðast að ríkisvæða tap fjármálafyrirtækja og einstaklinga og byggja upp samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum. Á sama tíma vörðum við velferðarútgjöld öðru fremur svo eftir hefur verið tekið um allan heim. Og við réðumst í stórfellda uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land, sem aldrei hafði verið fé til að byggja á góðæristímum undir annarra stjórn. Við höfum líka öðlast reynslu af því að ná breytingum ekki í gegn og að þurfa að sætta okkur við áfangasigra. Það sem mestu skiptir er að við höfum lært finna færa leið og feta hana og alltaf sett almannahagsmuni framar sérhagsmunum og stundarvinsældum í öllum okkar verkum. Við erum stolt af okkar arfleifð og erum alltaf jafnaðarmenn – ekki bara fyrir kosningar. Samfylkingin býður upp á reynslu og hæfni við stjórn landsins. Við ráðum við erfiðu málin og treystum okkur til að nálgast þau af sanngirni og ábyrgð og leita víðtækrar samstöðu um niðurstöðu í almannaþágu. Við biðjum um stuðning þinn í kosningunum á laugardag, til að tryggja Samfylkingunni og slíkri nálgun áhrif við landsstjórnina á næsta kjörtímabili.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun