Það þarf reynslu og hæfni - XS Árni Páll Árnason skrifar 27. október 2016 00:00 Í kosningunum um næstu helgi stefnir allt í að breytingar verði á landsstjórninni og að núverandi stjórnarflokkar missi meirihluta sinn. Spár benda til að allt að 40 þingmenn af 63 verði nýir þingmenn. Mikill samhljómur er milli þeirra flokka sem að líkum verða í meirihluta og valið er því erfitt fyrir kjósendur. Við í Samfylkingunni minnum á að við þessar aðstæður skiptir reynsla af landsstjórn og stjórn stórra sveitarfélaga öllu máli. Umbótaöfl á Íslandi hafa af því bitra reynslu að hafa miklar vonir um breytingar en upplifa svo að sundrung og reynsluleysi kemur í veg fyrir að þjóðþrifamál náist fram, andspænis fyrirstöðu valdakerfis og hagsmunaaðila. Það skiptir líka máli að flokkar geti tekist á við erfið mál sem upp koma, þótt þau séu ekki til skammtímavinsælda fallin. Við í Samfylkingunni búum að 100 ára sögu samfélagsumbóta, viljum breytingar og höfum reynslu af því að koma breytingum í gegn af ákveðni, en í víðtækri sátt. Hreyfing jafnaðarmanna getur stært sig af því að koma á almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, verkamannabústöðum, almennum fræðslulögum og stærstu áföngunum í kvenfrelsisbaráttu og náttúruvernd. Við náðum líka í ríkisstjórnartíð okkar í hruninu að leiða farsæla efnahagsstjórn, tryggja frið á vinnumarkaði, forðast að ríkisvæða tap fjármálafyrirtækja og einstaklinga og byggja upp samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum. Á sama tíma vörðum við velferðarútgjöld öðru fremur svo eftir hefur verið tekið um allan heim. Og við réðumst í stórfellda uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land, sem aldrei hafði verið fé til að byggja á góðæristímum undir annarra stjórn. Við höfum líka öðlast reynslu af því að ná breytingum ekki í gegn og að þurfa að sætta okkur við áfangasigra. Það sem mestu skiptir er að við höfum lært finna færa leið og feta hana og alltaf sett almannahagsmuni framar sérhagsmunum og stundarvinsældum í öllum okkar verkum. Við erum stolt af okkar arfleifð og erum alltaf jafnaðarmenn – ekki bara fyrir kosningar. Samfylkingin býður upp á reynslu og hæfni við stjórn landsins. Við ráðum við erfiðu málin og treystum okkur til að nálgast þau af sanngirni og ábyrgð og leita víðtækrar samstöðu um niðurstöðu í almannaþágu. Við biðjum um stuðning þinn í kosningunum á laugardag, til að tryggja Samfylkingunni og slíkri nálgun áhrif við landsstjórnina á næsta kjörtímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í kosningunum um næstu helgi stefnir allt í að breytingar verði á landsstjórninni og að núverandi stjórnarflokkar missi meirihluta sinn. Spár benda til að allt að 40 þingmenn af 63 verði nýir þingmenn. Mikill samhljómur er milli þeirra flokka sem að líkum verða í meirihluta og valið er því erfitt fyrir kjósendur. Við í Samfylkingunni minnum á að við þessar aðstæður skiptir reynsla af landsstjórn og stjórn stórra sveitarfélaga öllu máli. Umbótaöfl á Íslandi hafa af því bitra reynslu að hafa miklar vonir um breytingar en upplifa svo að sundrung og reynsluleysi kemur í veg fyrir að þjóðþrifamál náist fram, andspænis fyrirstöðu valdakerfis og hagsmunaaðila. Það skiptir líka máli að flokkar geti tekist á við erfið mál sem upp koma, þótt þau séu ekki til skammtímavinsælda fallin. Við í Samfylkingunni búum að 100 ára sögu samfélagsumbóta, viljum breytingar og höfum reynslu af því að koma breytingum í gegn af ákveðni, en í víðtækri sátt. Hreyfing jafnaðarmanna getur stært sig af því að koma á almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, verkamannabústöðum, almennum fræðslulögum og stærstu áföngunum í kvenfrelsisbaráttu og náttúruvernd. Við náðum líka í ríkisstjórnartíð okkar í hruninu að leiða farsæla efnahagsstjórn, tryggja frið á vinnumarkaði, forðast að ríkisvæða tap fjármálafyrirtækja og einstaklinga og byggja upp samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum. Á sama tíma vörðum við velferðarútgjöld öðru fremur svo eftir hefur verið tekið um allan heim. Og við réðumst í stórfellda uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land, sem aldrei hafði verið fé til að byggja á góðæristímum undir annarra stjórn. Við höfum líka öðlast reynslu af því að ná breytingum ekki í gegn og að þurfa að sætta okkur við áfangasigra. Það sem mestu skiptir er að við höfum lært finna færa leið og feta hana og alltaf sett almannahagsmuni framar sérhagsmunum og stundarvinsældum í öllum okkar verkum. Við erum stolt af okkar arfleifð og erum alltaf jafnaðarmenn – ekki bara fyrir kosningar. Samfylkingin býður upp á reynslu og hæfni við stjórn landsins. Við ráðum við erfiðu málin og treystum okkur til að nálgast þau af sanngirni og ábyrgð og leita víðtækrar samstöðu um niðurstöðu í almannaþágu. Við biðjum um stuðning þinn í kosningunum á laugardag, til að tryggja Samfylkingunni og slíkri nálgun áhrif við landsstjórnina á næsta kjörtímabili.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar