Sport

Conor: Aldo vill ekki berjast við mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aldo og Conor í kröppum dansi.
Aldo og Conor í kröppum dansi. vísir/getty
Írinn Conor McGregor segir að lætin í Jose Aldo síðustu vikur séu leikrit. Hann þori í raun ekki að berjast við sig.

Aldo stendur í miklum slag vð UFC þessa dagana. Hann segist vera hættur í MMA og vill losna undan samningi við UFC.

Ástæðan fyrir þessari fýlu er sögð vera sú að hann fékk ekki að keppa við Conor um fjaðurvigtarbeltið í New York. Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum í desember í fyrra.

„Ég held að hann vilji ekki berjast við mig. Ég held að hann sé ánægður með þetta rifrildi við UFC. Ég rotaði hann, hann kom til baka, vann á dómaraúrskurði og á bráðabrigðabelti. Ég held hann vilji standa í þessu rifrildi svo hann þurfi ekki að berjast aftur,“ sagði McGregor.

MMA

Tengdar fréttir

Aldo er til í að tapa viljandi

Jose Aldo er svo mikið í mun um að losna undan samningi að hann mun ekki víla fyrir sér að tapa viljandi til þess að losna frá sambandinu.

Aldo segist vera hættur í MMA

Brasilíumaðurinn segir að Conor McGregor stýri UFC og hann hefur engan áhuga á því að vera starfsmaður Írans.

Aldo: Framtíðin er óráðin

Brasilíumaðurinn Jose Aldo flaug til Las Vegas í gær þar sem hann fundaði með Dana White, forseta UFC, en Aldo segist vera hættur í MMA og vill losna undan samningi við UFC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×