Tími þöggunar er liðinn Steinunn Ýr Einarsdóttir skrifar 25. október 2016 09:00 Kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn við jafnrétti kynjanna. Vandinn er víðtækur og snertir allt samfélagið. Til þess að ná raunverulegum árangri þarf samhellt forvarnar- og fræðsluátak ásamt því að auka þjónustu við brotaþola og gera nauðsynlegar kerfisbreytingar. Vitundarvakning hefur orðið um kynferðisofbeldi með Beauty tips byltingunni, frelsun geirvörtunnar og Druslugöngunni en slíkt ofbeldi er allt of algengt í okkar samfélagi. Vandinn mun ekki hverfa með því að líta undan og tími þöggunar er liðinn.Fækkum þolendum til að fækka gerendum Koma þarf á langtíma forvörnum og fræðsluátaki gegn kynferðisofbeldi sem miða að því að fækka gerendum til þess að fækka þolendum. Afleiðingar kynferðisofbeldis hefur áhrif á allt samfélagið. Samkvæmt tölum hefur fjórðungur kvenna á Íslandi verið beittur kynferðisofbeldi af hálfu karlmanns.Sama þjónustan fyrir alla Allir brotaþolar eiga að geta sótt gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu, óháð aðstæðum, búsetu eða efnahag, ásamt því að styrkja félagasamtök sem beita sér gegn kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Samræma þarf verklag milli lögregluumdæma til þess að tryggja að allir þolendur mæti sama verklagi hvar sem þeir tilkynna um brot og sérmenntun lögreglumanna og efling kynferðisbrotadeildar á landsvísu er nauðsynleg. Það á ekki að skipta máli hver er á vakt, allir lögregluþjónar eiga að vera vel að sér í meðferð kynferðisbrota og verklagið vera skýrt svo jafnvel óreyndur lögregluþjónn geti gengið inn í fyrirframgefið verklag.Víðtækar aðgerðir Til þess að geta farið í víðtækar aðgerðir gegn kynferðisofbeldi þarf fyrst og fremst að greina vandann ítarlega og efla rannsóknir. Styrkja þarf Jafnréttisstofu til að hún geti sinnt sínu lögbundna hlutverki sem er að hafa eftirlit með að jafnréttislögum og sinna rannsóknar og fræðslustarfi. Aðgerðaráætlun gegn kynferðisofbeldi á að gera á fjögurra ári fresti en því hefur ekki verið sinnt hjá núverandi stjórnvöldum. Slík aðgerðaráætlun ætti að byggja á ígrunduðum rannsóknum og hafa skýr markmið svo hægt sé að mæla árangur.Uppræta ofbeldi Að uppræta ofbeldi í samfélaginu er baráttumál sem þjóðin ætti að sameinast um og mun gagnast öllum, þolendum, aðstandendum, kerfinu og óháðum ef þeir eru einhverjir. Samfylkingin vill að það verði forgangsverkefni næstu ríkisstjórnar að gera allsherjar aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Sú aðgerðaráætlun sem við höfum lagt til leggur áherslu á forvarnir og fræðslu, að bæta þjónustu fyrir brotaþola um allt land, að gerðar verði kerfisbreytingar fyrir þolendur og betri greiningar á umfangi vandans.Höfundur er Steinunn Ýr Einarsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í fjórða sæti Reykjavíkurkjördæmis norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn við jafnrétti kynjanna. Vandinn er víðtækur og snertir allt samfélagið. Til þess að ná raunverulegum árangri þarf samhellt forvarnar- og fræðsluátak ásamt því að auka þjónustu við brotaþola og gera nauðsynlegar kerfisbreytingar. Vitundarvakning hefur orðið um kynferðisofbeldi með Beauty tips byltingunni, frelsun geirvörtunnar og Druslugöngunni en slíkt ofbeldi er allt of algengt í okkar samfélagi. Vandinn mun ekki hverfa með því að líta undan og tími þöggunar er liðinn.Fækkum þolendum til að fækka gerendum Koma þarf á langtíma forvörnum og fræðsluátaki gegn kynferðisofbeldi sem miða að því að fækka gerendum til þess að fækka þolendum. Afleiðingar kynferðisofbeldis hefur áhrif á allt samfélagið. Samkvæmt tölum hefur fjórðungur kvenna á Íslandi verið beittur kynferðisofbeldi af hálfu karlmanns.Sama þjónustan fyrir alla Allir brotaþolar eiga að geta sótt gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu, óháð aðstæðum, búsetu eða efnahag, ásamt því að styrkja félagasamtök sem beita sér gegn kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Samræma þarf verklag milli lögregluumdæma til þess að tryggja að allir þolendur mæti sama verklagi hvar sem þeir tilkynna um brot og sérmenntun lögreglumanna og efling kynferðisbrotadeildar á landsvísu er nauðsynleg. Það á ekki að skipta máli hver er á vakt, allir lögregluþjónar eiga að vera vel að sér í meðferð kynferðisbrota og verklagið vera skýrt svo jafnvel óreyndur lögregluþjónn geti gengið inn í fyrirframgefið verklag.Víðtækar aðgerðir Til þess að geta farið í víðtækar aðgerðir gegn kynferðisofbeldi þarf fyrst og fremst að greina vandann ítarlega og efla rannsóknir. Styrkja þarf Jafnréttisstofu til að hún geti sinnt sínu lögbundna hlutverki sem er að hafa eftirlit með að jafnréttislögum og sinna rannsóknar og fræðslustarfi. Aðgerðaráætlun gegn kynferðisofbeldi á að gera á fjögurra ári fresti en því hefur ekki verið sinnt hjá núverandi stjórnvöldum. Slík aðgerðaráætlun ætti að byggja á ígrunduðum rannsóknum og hafa skýr markmið svo hægt sé að mæla árangur.Uppræta ofbeldi Að uppræta ofbeldi í samfélaginu er baráttumál sem þjóðin ætti að sameinast um og mun gagnast öllum, þolendum, aðstandendum, kerfinu og óháðum ef þeir eru einhverjir. Samfylkingin vill að það verði forgangsverkefni næstu ríkisstjórnar að gera allsherjar aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Sú aðgerðaráætlun sem við höfum lagt til leggur áherslu á forvarnir og fræðslu, að bæta þjónustu fyrir brotaþola um allt land, að gerðar verði kerfisbreytingar fyrir þolendur og betri greiningar á umfangi vandans.Höfundur er Steinunn Ýr Einarsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í fjórða sæti Reykjavíkurkjördæmis norður.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar