Ísland er okkar allra Sverrir Björnsson skrifar 25. október 2016 07:00 Þarf eitthvað að ræða það? Var það ekki ákveðið á Þingvöllum 1944? Jú, en nú í aðdraganda kosninga á 72 ára afmælisári litla lýðveldisins okkar er ágætt að skoða hvernig gengur. En hvern ættum við að spyrja? Eigum við að spyrja börnin 6000 sem búa við skort hvort Ísland sé okkar allra eða eigum við kannski að spyrja 6 ríkustu sægreifana? Eigum við að spyrja þann helming þjóðarinnar sem á minna en ekki neitt eða eigum við kannski að spyrja topp eina prósentið sem á meira en fjórðung auðs á Íslandi? Marga mætti spyrja en það liggur beint við að spyrja Tvíflokkinn, því þeir hafa setið í ríkisstjórnum 90% tímans frá lýðveldisstofnun. Ríkistjórnarflokkarnir hafa reyndar svarað hátt og snjallt. Það gerðu þeir með verkum sínum á síðasta kjörtímabili þar sem hvert einasta af stóru málum þeirra kom vel stæðum betur en þeim sem verr standa. Þetta var einkennismerki allra þeirra aðgerða, allt frá skuldaleiðréttingunni yfir í námslánafrumvarpið. Þó þeir segi annað þessa dagana er augljóst af verkum þeirra að þeir telja ekki að Ísland eigi að vera okkar allra. Við Íslendingar erum stolt þjóð og dugleg. Við veiðum rúmlega 1% af fiskafla heimsins en erum aðeins 0.004% af mannfjöldanum, við framleiðum stóran hlut af umhverfisvænni orku Evrópu og fáum miklu fleiri ferðamenn á mann en mestu ferðamannalönd heims, Frakkland og Spánn. Það hefur verið frábært að sjá hvernig þjóðin hefur brett upp ermarnar og stokkið í að gera ferðamannaævintýrið að auðsæld en dapurt að sjá ráðherrana reyna að stela heiðrinum af fólkinu. Það er dálítið spaugilegt nú þegar ríkistjórnin belgir sig yfir árangri sínum að stærsta og farsælasta efnahagsaðgerð síðasta kjörtímabils var alls ekki gerð af ríkisstjórninni, heldur launþegahreyfingunni. Við erum rík þjóð og gengur vel á mörgum sviðum en fátt líkar okkur Íslendingum verr en vera eftirbátar annarra og allra verst er að vera síðri en Danir. Því miður erum við á eftir þeim í því sem mestu máli skiptir fyrir heill og hamingju fólks, lífskjörum almennings; kaupmætti launa, vinnustundafjölda, húsnæðismálum og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Staðan er ekki alveg 14-2 fyrir þá en það er auðmýkjandi fyrir sjálfstæða þjóð að horfast í augu við að hér hefði almenningur það betra ef landið væri ennþá nýlenda.Manneskjulegustu samfélögin Ísland þarf að komast út úr Frjálshyggjuhagstjórn síðustu áratuga. Við þurfum að taka samfélög Norðurlanda okkur til fyrirmyndar því þar eru manneskjulegustu samfélög heimsins. Meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn hafa yfirgefið brauðmolahagfræðina og lýst því yfir að mestur hagvöxtur og hagsæld skapist þegar auðnum er dælt niður samfélagið, til þeirra sem minna hafa. - Eins og vinstra fólk hefur alltaf sagt. Nú er fjör í litla lýðveldinu, það eru að koma kosningar! Við höfum myndað okkur skoðun á hinum og þessum málum, skrifum x á kjörseðil og setjum hann svo hátíðleg á svip niður í kassa með innbyggðum pappírstætara! Undarlegt með þessa kjörkassa, maður setur seðil í kassann og það er eins og kjörseðillinn sé strax ristur niður í fjölmargar litlar ræmur og ef flokkurinn sem maður kýs kemst í ríkistjórn verður hver og ein ræma að blessun manns á einstökum málum stjórnarinnar allt næsta kjörtímabil! Sem betur fer fráfarandi formaður fjárlaganefndar orðaði þetta svona í viðtali um umdeilt mál: „Svo eru alþingiskosningar bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Öll þingmál afgreidd í einni kosningu með einu atkvæði! Og enn versnar í því ef flokkurinn sem við kusum fer ekki í ríkisstjórn, þá er atkvæðið næstum alveg áhrifalaust, því á þingi er nær ekkert tillit tekið til skoðana þingminnihlutans. En hvað er til ráða fyrir okkur greyin, valdleysingjana, kjósendur? Getum við haft raunveruleg áhrif í kosningum? Já, ef við hættum að ímynda okkur að litla atkvæðið okkar taki á einstökum málum. Þess í stað eigum við að skoða meginstefnur stjórnmálaflokkanna. Við sáum á verkum fráfarandi ríkisstjórnar að hún trúir ennþá á að best sé að dæla auðnum upp samfélagið til þeirra sem betur standa en við sáum líka að rústabjörgunarstjórnin á undan henni reyndi við erfiðar aðstæður að halda uppi hlut þeirra sem minna eiga á Íslandi. Vinstri og hægri eru ekki úrelt hugtök í stjórnmálum, þó frasinn sé í tísku á miðjunni og henti sérhagsmunaklíkum vel til að slá ryki í augu fólks. Pólitík er hagsmunabarátta og átakapunkturinn er hvernig á að fara með samfélagsauðinn. Stóra spurningin í kosningunum er hvort Ísland er okkar allra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þarf eitthvað að ræða það? Var það ekki ákveðið á Þingvöllum 1944? Jú, en nú í aðdraganda kosninga á 72 ára afmælisári litla lýðveldisins okkar er ágætt að skoða hvernig gengur. En hvern ættum við að spyrja? Eigum við að spyrja börnin 6000 sem búa við skort hvort Ísland sé okkar allra eða eigum við kannski að spyrja 6 ríkustu sægreifana? Eigum við að spyrja þann helming þjóðarinnar sem á minna en ekki neitt eða eigum við kannski að spyrja topp eina prósentið sem á meira en fjórðung auðs á Íslandi? Marga mætti spyrja en það liggur beint við að spyrja Tvíflokkinn, því þeir hafa setið í ríkisstjórnum 90% tímans frá lýðveldisstofnun. Ríkistjórnarflokkarnir hafa reyndar svarað hátt og snjallt. Það gerðu þeir með verkum sínum á síðasta kjörtímabili þar sem hvert einasta af stóru málum þeirra kom vel stæðum betur en þeim sem verr standa. Þetta var einkennismerki allra þeirra aðgerða, allt frá skuldaleiðréttingunni yfir í námslánafrumvarpið. Þó þeir segi annað þessa dagana er augljóst af verkum þeirra að þeir telja ekki að Ísland eigi að vera okkar allra. Við Íslendingar erum stolt þjóð og dugleg. Við veiðum rúmlega 1% af fiskafla heimsins en erum aðeins 0.004% af mannfjöldanum, við framleiðum stóran hlut af umhverfisvænni orku Evrópu og fáum miklu fleiri ferðamenn á mann en mestu ferðamannalönd heims, Frakkland og Spánn. Það hefur verið frábært að sjá hvernig þjóðin hefur brett upp ermarnar og stokkið í að gera ferðamannaævintýrið að auðsæld en dapurt að sjá ráðherrana reyna að stela heiðrinum af fólkinu. Það er dálítið spaugilegt nú þegar ríkistjórnin belgir sig yfir árangri sínum að stærsta og farsælasta efnahagsaðgerð síðasta kjörtímabils var alls ekki gerð af ríkisstjórninni, heldur launþegahreyfingunni. Við erum rík þjóð og gengur vel á mörgum sviðum en fátt líkar okkur Íslendingum verr en vera eftirbátar annarra og allra verst er að vera síðri en Danir. Því miður erum við á eftir þeim í því sem mestu máli skiptir fyrir heill og hamingju fólks, lífskjörum almennings; kaupmætti launa, vinnustundafjölda, húsnæðismálum og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Staðan er ekki alveg 14-2 fyrir þá en það er auðmýkjandi fyrir sjálfstæða þjóð að horfast í augu við að hér hefði almenningur það betra ef landið væri ennþá nýlenda.Manneskjulegustu samfélögin Ísland þarf að komast út úr Frjálshyggjuhagstjórn síðustu áratuga. Við þurfum að taka samfélög Norðurlanda okkur til fyrirmyndar því þar eru manneskjulegustu samfélög heimsins. Meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn hafa yfirgefið brauðmolahagfræðina og lýst því yfir að mestur hagvöxtur og hagsæld skapist þegar auðnum er dælt niður samfélagið, til þeirra sem minna hafa. - Eins og vinstra fólk hefur alltaf sagt. Nú er fjör í litla lýðveldinu, það eru að koma kosningar! Við höfum myndað okkur skoðun á hinum og þessum málum, skrifum x á kjörseðil og setjum hann svo hátíðleg á svip niður í kassa með innbyggðum pappírstætara! Undarlegt með þessa kjörkassa, maður setur seðil í kassann og það er eins og kjörseðillinn sé strax ristur niður í fjölmargar litlar ræmur og ef flokkurinn sem maður kýs kemst í ríkistjórn verður hver og ein ræma að blessun manns á einstökum málum stjórnarinnar allt næsta kjörtímabil! Sem betur fer fráfarandi formaður fjárlaganefndar orðaði þetta svona í viðtali um umdeilt mál: „Svo eru alþingiskosningar bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Öll þingmál afgreidd í einni kosningu með einu atkvæði! Og enn versnar í því ef flokkurinn sem við kusum fer ekki í ríkisstjórn, þá er atkvæðið næstum alveg áhrifalaust, því á þingi er nær ekkert tillit tekið til skoðana þingminnihlutans. En hvað er til ráða fyrir okkur greyin, valdleysingjana, kjósendur? Getum við haft raunveruleg áhrif í kosningum? Já, ef við hættum að ímynda okkur að litla atkvæðið okkar taki á einstökum málum. Þess í stað eigum við að skoða meginstefnur stjórnmálaflokkanna. Við sáum á verkum fráfarandi ríkisstjórnar að hún trúir ennþá á að best sé að dæla auðnum upp samfélagið til þeirra sem betur standa en við sáum líka að rústabjörgunarstjórnin á undan henni reyndi við erfiðar aðstæður að halda uppi hlut þeirra sem minna eiga á Íslandi. Vinstri og hægri eru ekki úrelt hugtök í stjórnmálum, þó frasinn sé í tísku á miðjunni og henti sérhagsmunaklíkum vel til að slá ryki í augu fólks. Pólitík er hagsmunabarátta og átakapunkturinn er hvernig á að fara með samfélagsauðinn. Stóra spurningin í kosningunum er hvort Ísland er okkar allra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun