Samsteypustjórnmál Haukur Logi Karlsson skrifar 25. október 2016 07:00 Núverandi kosningakerfi er hannað með þeim hætti að hagsmuna- og hugsjónabandalög sem ná til um það bil 10% þjóðarinnar geta vænst þess að vinna þingmenn, og þá að jafnaði 5-7 manna þingflokk. Eftir því sem bandalögin eru sértækari, minnka möguleikar þeirra á nægilega breiðri skírskotun til að ná kjöri, og eftir því sem þau eru almennari er meiri hætta á að þau klofni á mótum sértækra hagsmuna eða hugsjóna. Það er því innbyggð í kerfið ákveðin tregða gagnvart myndun breiðra hagsmuna- og hugsjónabandalaga, um leið og þröskuldur útilokar mjög sértæk bandalög. Frá sjónarhóli kjósandans tryggir núverandi kerfi að jafnan er úr nokkrum kostum að velja. Þannig gætu verið nokkrir flokkar sem boða stefnu sem hugnast kjósandanum, en eru kannski skipaðir fólki sem honum líst misvel á að muni koma henni í verk. Í kerfi samsteypustjórnmála má líta á kosningar sem nokkurs konar uppboð á hugmyndum og fólki til að framkvæma þær. Kjósandinn leggur lóð sitt á vogarskálarnar með framboði til merkis um að hann vilji að fólkið og hugmyndirnar þar að baki hljóti aukið vægi þegar kemur að því að mynda stjórn að loknum kosningum. Í kerfi samsteypustjórnmála gengur kjósandinn ekki með þær grillur í höfðinu að einn flokkur muni ráða öllu að loknum kosningum og þannig koma öllum sínum hugmyndum í framkvæmd. Kosningastefnuskrár stjórnmálaflokka í kerfi samsteypustjórnmála ber að túlka í því ljósi; þær eru ekki bókstafleg loforð, heldur fremur samningsmarkmið ef til stjórnarmyndunar kæmi. Þetta er, eða ætti að vera öllum kjósendum ljóst. Að loknum kosningum ræður fylgi flokka hversu sterka samningsstöðu þeir hafa til að koma markmiðum sínum í framkvæmd í samstarfi við aðra flokka. Kjósendur kunna að treysta ákveðnu fólki fram yfir annað til að framfylgja svipuðum stefnumálum, og kjósendur geta gefið ákveðnum hugmyndum sérstakt vægi með atkvæðum sínum. Á grundvelli vals kjósenda er stefna málamiðlunar mörkuð fyrir framhaldið í stjórnarsáttmála af fólki sem til þess var treyst af kjósendum. Væntar stjórnarsamsteypur myndaðar skömmu fyrir kosningar um ákveðið fólk eða ákveðnar hugmyndir taka val af kjósendum sem þeir annars mundu hafa. Ef búið er að semja um málamiðlanir áður en atkvæðin eru talin, missa kjósendurnir af tækifærinu til að leggja sitt lóð á vogina með sjónarmiðum einhvers af aðilum samsteypunnar. Heiðarlegra væri að sameina framboð sem vilja ganga bundin til kosninga um ákveðin stefnumál eða fólk. Ef semja á um málamiðlun á milli ólíkra framboða áður en atkvæðin eru talin er valfrelsi kjósenda gefið langt nef. Enda má spyrja: hugmyndir hvaða framboðs eiga að hafa mest vægi við slíka fyrirfram stjórnarmyndun og á hverju á vægið að byggja, ef ekki samningsstöðu sem leiðir af úrslitum kosninga?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Núverandi kosningakerfi er hannað með þeim hætti að hagsmuna- og hugsjónabandalög sem ná til um það bil 10% þjóðarinnar geta vænst þess að vinna þingmenn, og þá að jafnaði 5-7 manna þingflokk. Eftir því sem bandalögin eru sértækari, minnka möguleikar þeirra á nægilega breiðri skírskotun til að ná kjöri, og eftir því sem þau eru almennari er meiri hætta á að þau klofni á mótum sértækra hagsmuna eða hugsjóna. Það er því innbyggð í kerfið ákveðin tregða gagnvart myndun breiðra hagsmuna- og hugsjónabandalaga, um leið og þröskuldur útilokar mjög sértæk bandalög. Frá sjónarhóli kjósandans tryggir núverandi kerfi að jafnan er úr nokkrum kostum að velja. Þannig gætu verið nokkrir flokkar sem boða stefnu sem hugnast kjósandanum, en eru kannski skipaðir fólki sem honum líst misvel á að muni koma henni í verk. Í kerfi samsteypustjórnmála má líta á kosningar sem nokkurs konar uppboð á hugmyndum og fólki til að framkvæma þær. Kjósandinn leggur lóð sitt á vogarskálarnar með framboði til merkis um að hann vilji að fólkið og hugmyndirnar þar að baki hljóti aukið vægi þegar kemur að því að mynda stjórn að loknum kosningum. Í kerfi samsteypustjórnmála gengur kjósandinn ekki með þær grillur í höfðinu að einn flokkur muni ráða öllu að loknum kosningum og þannig koma öllum sínum hugmyndum í framkvæmd. Kosningastefnuskrár stjórnmálaflokka í kerfi samsteypustjórnmála ber að túlka í því ljósi; þær eru ekki bókstafleg loforð, heldur fremur samningsmarkmið ef til stjórnarmyndunar kæmi. Þetta er, eða ætti að vera öllum kjósendum ljóst. Að loknum kosningum ræður fylgi flokka hversu sterka samningsstöðu þeir hafa til að koma markmiðum sínum í framkvæmd í samstarfi við aðra flokka. Kjósendur kunna að treysta ákveðnu fólki fram yfir annað til að framfylgja svipuðum stefnumálum, og kjósendur geta gefið ákveðnum hugmyndum sérstakt vægi með atkvæðum sínum. Á grundvelli vals kjósenda er stefna málamiðlunar mörkuð fyrir framhaldið í stjórnarsáttmála af fólki sem til þess var treyst af kjósendum. Væntar stjórnarsamsteypur myndaðar skömmu fyrir kosningar um ákveðið fólk eða ákveðnar hugmyndir taka val af kjósendum sem þeir annars mundu hafa. Ef búið er að semja um málamiðlanir áður en atkvæðin eru talin, missa kjósendurnir af tækifærinu til að leggja sitt lóð á vogina með sjónarmiðum einhvers af aðilum samsteypunnar. Heiðarlegra væri að sameina framboð sem vilja ganga bundin til kosninga um ákveðin stefnumál eða fólk. Ef semja á um málamiðlun á milli ólíkra framboða áður en atkvæðin eru talin er valfrelsi kjósenda gefið langt nef. Enda má spyrja: hugmyndir hvaða framboðs eiga að hafa mest vægi við slíka fyrirfram stjórnarmyndun og á hverju á vægið að byggja, ef ekki samningsstöðu sem leiðir af úrslitum kosninga?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun