Búvörusamningur Bjarna Pawel Bartoszek og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. október 2016 07:00 Virk samkeppni á markaði skiptir máli. Fyrir almenning á þetta ekki síst við um vörurnar í matarkörfunni. Matarkarfan er stór hluti af lífi okkar allra, bæði hvað varðar útgjöld og hversdagshamingju. En samkeppnin fær ekki að blómstra í matarkörfunni. Við búum við fákeppni á mjólkurmarkaði og neytandinn hefur ekki alltaf val um hvert hann vill beina viðskiptum sínum. Minni fyrirtækin eiga í vök að verjast í baráttunni við risann. Úrval af öðrum landbúnaðarvörum í verslunum gæti sömuleiðis auðveldlega verið meira.Gegn viðskiptafrelsi Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seldir hafa verið á háu verði á uppboði. Þessar leikreglur hafa tryggt að samkeppni frá erlendum vörum er ekki raunveruleg. Stefnan í landbúnaðarmálum er að sumu leyti eins og refsistefna gegn almenningi, sem býr við hærra matarverð og skert vöruúrval vegna þessarar stefnu. Landbúnaðurinn virðist í öllu falli vera erfiðasta vígi frjálsræðisins. Erlendis geta neytendur valið úr alls konar mjólk frá alls konar framleiðendum. Hér er oftast búið að velja framleiðandann fyrir mann. Og þótt það sé gleðilegt að íslenskir framleiðendur framleiði íslenskt salami og íslenskan fetaost ættu íslenskir neytendur að geta valið um ítalskar og grískar útgáfur þessara vara án þess að vera refsað sérstaklega fyrir. Búvörusamningarnir sem Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eru búvörusamningar hinna glötuðu tækifæra. Úreltu kerfi framleiðslustyrkja er viðhaldið. Krónutölutollar á ýmsar mjólkurvörur sem höfðu staðið óbreyttir í stað í nokkurn tíma eru hækkaðir tvöfalt, í því felst skýr yfirlýsing um að tollverndin á þessar vörur sé ekki að fara neitt. Verðlagsþróun hafði lækkað þessa múra talsvert en þá er bara hlaðið aftur ofan á þá. Loks er ríkissjóður skuldbundinn áratug fram í tímann. Neytendur búa áfram við sömu fákeppnina og sama skerta vöruúrvalið.Gegn nýsköpun Við í Viðreisn viljum viðskiptafrelsi og nýsköpun í landbúnaði. Athafnafrelsi og nýsköpun á að fá að njóta sín í landbúnaði eins og á öðrum sviðum. Það á að ýta undir nýsköpun en ekki draga úr henni eins og búvörusamningar ríkisstjórnarinnar gera. Stuðningur við bændur á að stuðla að því að landbúnaðurinn fái frelsi til að dafna. Það ætti að greiða bændum sem rækta jörð beint í stað þess að tengja greiðslurnar við tiltekna tegund búskapar. Síðan myndu menn bara rækta og framleiða það sem borgar sig mest. Íslenskur landbúnaður er fyllilega samkeppnishæfur og getur vel blómstrað fái hann tækifæri til þess. Þá eru miklir möguleikar fólgnir í því að einfalda reglur varðandi sölu beint til neytenda og skapa þannig grundvöll fyrir ferðaþjónustutengda landbúnaðarframleiðslu. Tregða ríkisstjórnarinnar við kerfisbreytingar í landbúnaði undirstrikar vel þá staðreynd að ríkisstjórnin gætir ekki almannahagsmuna. Á vettvangi stjórnmálanna virðist auðveldara að ná í gegn með hugmyndina um afglæpavæðingu fíkniefna en að ætla að leyfa meiri innflutning á erlendum ostum. Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að núverandi ríkisstjórn geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja frekari innflutning á osti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Pawel Bartoszek Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Virk samkeppni á markaði skiptir máli. Fyrir almenning á þetta ekki síst við um vörurnar í matarkörfunni. Matarkarfan er stór hluti af lífi okkar allra, bæði hvað varðar útgjöld og hversdagshamingju. En samkeppnin fær ekki að blómstra í matarkörfunni. Við búum við fákeppni á mjólkurmarkaði og neytandinn hefur ekki alltaf val um hvert hann vill beina viðskiptum sínum. Minni fyrirtækin eiga í vök að verjast í baráttunni við risann. Úrval af öðrum landbúnaðarvörum í verslunum gæti sömuleiðis auðveldlega verið meira.Gegn viðskiptafrelsi Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seldir hafa verið á háu verði á uppboði. Þessar leikreglur hafa tryggt að samkeppni frá erlendum vörum er ekki raunveruleg. Stefnan í landbúnaðarmálum er að sumu leyti eins og refsistefna gegn almenningi, sem býr við hærra matarverð og skert vöruúrval vegna þessarar stefnu. Landbúnaðurinn virðist í öllu falli vera erfiðasta vígi frjálsræðisins. Erlendis geta neytendur valið úr alls konar mjólk frá alls konar framleiðendum. Hér er oftast búið að velja framleiðandann fyrir mann. Og þótt það sé gleðilegt að íslenskir framleiðendur framleiði íslenskt salami og íslenskan fetaost ættu íslenskir neytendur að geta valið um ítalskar og grískar útgáfur þessara vara án þess að vera refsað sérstaklega fyrir. Búvörusamningarnir sem Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eru búvörusamningar hinna glötuðu tækifæra. Úreltu kerfi framleiðslustyrkja er viðhaldið. Krónutölutollar á ýmsar mjólkurvörur sem höfðu staðið óbreyttir í stað í nokkurn tíma eru hækkaðir tvöfalt, í því felst skýr yfirlýsing um að tollverndin á þessar vörur sé ekki að fara neitt. Verðlagsþróun hafði lækkað þessa múra talsvert en þá er bara hlaðið aftur ofan á þá. Loks er ríkissjóður skuldbundinn áratug fram í tímann. Neytendur búa áfram við sömu fákeppnina og sama skerta vöruúrvalið.Gegn nýsköpun Við í Viðreisn viljum viðskiptafrelsi og nýsköpun í landbúnaði. Athafnafrelsi og nýsköpun á að fá að njóta sín í landbúnaði eins og á öðrum sviðum. Það á að ýta undir nýsköpun en ekki draga úr henni eins og búvörusamningar ríkisstjórnarinnar gera. Stuðningur við bændur á að stuðla að því að landbúnaðurinn fái frelsi til að dafna. Það ætti að greiða bændum sem rækta jörð beint í stað þess að tengja greiðslurnar við tiltekna tegund búskapar. Síðan myndu menn bara rækta og framleiða það sem borgar sig mest. Íslenskur landbúnaður er fyllilega samkeppnishæfur og getur vel blómstrað fái hann tækifæri til þess. Þá eru miklir möguleikar fólgnir í því að einfalda reglur varðandi sölu beint til neytenda og skapa þannig grundvöll fyrir ferðaþjónustutengda landbúnaðarframleiðslu. Tregða ríkisstjórnarinnar við kerfisbreytingar í landbúnaði undirstrikar vel þá staðreynd að ríkisstjórnin gætir ekki almannahagsmuna. Á vettvangi stjórnmálanna virðist auðveldara að ná í gegn með hugmyndina um afglæpavæðingu fíkniefna en að ætla að leyfa meiri innflutning á erlendum ostum. Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að núverandi ríkisstjórn geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja frekari innflutning á osti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun