Sigur jafnaðarstefnu: Afl hugmyndanna Hörður Filippusson skrifar 24. október 2016 11:20 Jafnaðarmenn á Íslandi hafa aldrei verið í þeirri stöðu að hafa hreinan meirihluta á þingi. Samt hafa þeir haft gifurleg áhrif á kjör og velferð þjóðarinnar. Jón Baldvinsson mun hafa verið eini þingmaður Alþýðuflokksins er honum tókst að fá samþykkt lög um hvíldartíma sjómanna, vökulögin, með því að sannfæra aðra þingmenn um réttmæti þeirra. Síðan hafa jafnaðarmenn átt frumkvæði að fjölmörgum mikilvægustu framfarasporum í átt til velferðarríkis á Íslandi. Stundum er afl hugmyndanna mikilvægara en afl atkvæðanna. Ef litið er til stefnumála og loforða stjórnmálaflokkanna í aðdraganda alþingiskosninga er ljóst að hvað sem upp úr kjörkössunum kemur verði það hugmyndir jafnaðarstefnunnar sem fara með sigur af hólmi. Menn virðast telja það vænlegast til árangursríkra atkvæðaveiða að fegra ímynd sina með loforðum í anda hugmyndaramma jafnaðarmanna um „réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð“ svo vitnað sé í aðfararorð nýrrar stjórnarskrár sem ríkisstjórn jafnaðarmanna lét semja og við þurfum svo sárlega að staðfesta. Þess vegna sækir hver flokkur eftir annan stefnumál í hugmyndabanka Samfylkingarinnar - Jafnaðarmannflokk Íslands. Er þá ekki sama hverjum þessara flokka við greiðum atkvæði? Gott ef satt væri, en því miður er ekki alltaf víst að hugur fylgi máli. Í þessu efni eins og öðrum er vissara að varast eftirlíkingar og halla sér heldur að því sem er ekta. Þó að hin ýmsu framboð beri á borð slitrur úr hugmyndum jafnaðarmanna er næsta víst að aðrar hugmyndir og hagsmunir verði ofaná þegar á hólminn kemur. Eðlið og sagan segja sína sögu: Sjálfstæðisflokkur boðar bætta heilsugæslu. En hann er ekki líklegur til átaka á velferðarsviðinu enda fyrst og fremst flokkur eftirlitslauss einkaframtaks og auðhyggju, flokkur hinnar rangnefndu frjálshyggju sem er stefnt gegn velferðarríkinu, flokkur einkavæðingar, sérhagsmuna og spillingar, varðhundur óréttláts kerfis. Viðreisn kennir sig við réttlátt samfélag og segist frjálslynd, hvað sem það annars merkir. En hún er í reynd skilgetið afkvæmi nýfrjálshyggjunnar, óvinar velferðarríkisins, með lítillega breyttum áherslum. Hún er hálfvolg í flestum málum, skilar auðu í stjórnarskrármálinu, ber kápuna á báðum öxlum í Evrópumálum, boðar skólagjöld í háskólum osfrv. Ekki að undra enda er hún undir forystu gallharðra hægrimanna, talsmanna atvinnurekenda. Tengsl og fortíð framámanna þar kalla á varúð, ekki viðreisn. Framsókn þykist vera flokkur velferðar. En hann er í reynd eins og alltaf áður flokkur sérhagsmunagæslu, hægri flokkur merktur af skattaskjólsmálum og daðri við útlendingahatur og öfgahyggju. Opinn í báða enda og ekki treystandi til góðra verka. Björt framtið var stofnuð af fólki sem sagði skilið við jafnaðarstefnuna og skilgreindi sig sem líberala, sama eðlis og framsókn. Fyrir síðustu kosningar hafði hún þó ekkert fram að færa nema stefnumál Samfylkingar. Nú virðist flokkurinn vera eins og framsókn opinn í báða, dregur í land varðandi útboð aflaheimilda, daðrar við hægri öflin og líklegur til að renna inn í Viðreisn áður en varir. Ekki traustvekjandi þó þar sé þekkilegur formaður í stafni. Píratar eru svo óþekkt stærð. Þeir hafa að vísu góð áform um stuðning við nýja stjórnarskrá og endurbætta stjórnarhætti á ýmsum sviðum en sýn þeirra á þjóðfélagið að öðru leyti er þoku hulin. Vinstri grænir standa jafnaðarmönnum næst í skoðunum á velferðarmálum og njóta þess að hafa vinsælan og vel gefinn formann. En þeir eru þversum í Evrópumálum og hálfvolgir í kvótamálum enda löngum verið hallir undir einhverskonar framsóknarmennsku og íhaldssemi. Samfylkingin er sá flokkur sem aðhyllist ómengaða jafnaðarstefnu, stefnu sem reynst hefur affarasælust meðal nágrannaþjóða okkar. "Besta stefna í heimi" eins og hinn trausti formaður Oddný G. Harðardóttir orðar það. Eftirfarandi setningar úr siðareglum Alþjóðasambands jafnaðamanna fanga býsna vel kjarnann í jafnaðarstefnunni (sjá hér): - „Að reka framsækna pólitík sem stuðlar að velferð einstaklingsins, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum, félagslegu réttlæti og umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. - Að veita viðnám gegn allri félagslegri og efnahagslegri pólitík sem styður hag forréttindahópa. - Að berjast gegn hverskyns spillingu og hindrunum í vegi góðra stjórnarhátta“. Kannanir sem birst hafa nýlega sýna svo ekki verður um villst að Íslendingar upp til hópa aðhyllast hugmyndir um jöfnuð og velferð. Þeir ættu þess vegna að sjá hag sínum best borgið með því að tryggja Samfylkingunni góða kosningu til Alþingis. Það er mikilvægt að talsmenn ómengaðrar jafnaðarstefnu verði sterkir á þingi. Þegar litið er til brýnna úrlausnarmála er stefna Samfylkingar skýr: Heilbrigðismál, almannatryggingar, húsnæðismál, stjórnarskrá, auðlindamál, Evrópumál, gjaldmiðillinn, umhverfismál, rammaáætlun, mannréttindamál, jöfnun atkvæðisréttar, velferð barna og svo framvegis. Í öllum þessum málum eru frambjóðendur Samfylkingar tilbúnir að leiða á forsendum jafnaðar, réttlætis og mannúðar. Stefna jafnaðarmanna er stefna fyrir alla, fátæka sem bjargálna, unga sem gamla, en ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Það er ekki á allra vitorði en á yfirstandandi kjörtímabili er það fyrst og fremst forysta Samfylkingar sem hefur leitt góða samstöðu stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Það skiptir máli að Samfylkingin geti haldið því góða starfi áfram og leitt til lykta þau mál sem umbótaöfl geta náð saman um, þrátt fyrir mismunandi áherslur. Það er margt gott og vel meinandi fólk í framboði fyrir núverandi stjórnarandstöðuflokka og og nauðsynlegt að halda því fólki saman til góðra verka. Til þess er nauðsynlegt að Samfylkingin hljóti góða kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn á Íslandi hafa aldrei verið í þeirri stöðu að hafa hreinan meirihluta á þingi. Samt hafa þeir haft gifurleg áhrif á kjör og velferð þjóðarinnar. Jón Baldvinsson mun hafa verið eini þingmaður Alþýðuflokksins er honum tókst að fá samþykkt lög um hvíldartíma sjómanna, vökulögin, með því að sannfæra aðra þingmenn um réttmæti þeirra. Síðan hafa jafnaðarmenn átt frumkvæði að fjölmörgum mikilvægustu framfarasporum í átt til velferðarríkis á Íslandi. Stundum er afl hugmyndanna mikilvægara en afl atkvæðanna. Ef litið er til stefnumála og loforða stjórnmálaflokkanna í aðdraganda alþingiskosninga er ljóst að hvað sem upp úr kjörkössunum kemur verði það hugmyndir jafnaðarstefnunnar sem fara með sigur af hólmi. Menn virðast telja það vænlegast til árangursríkra atkvæðaveiða að fegra ímynd sina með loforðum í anda hugmyndaramma jafnaðarmanna um „réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð“ svo vitnað sé í aðfararorð nýrrar stjórnarskrár sem ríkisstjórn jafnaðarmanna lét semja og við þurfum svo sárlega að staðfesta. Þess vegna sækir hver flokkur eftir annan stefnumál í hugmyndabanka Samfylkingarinnar - Jafnaðarmannflokk Íslands. Er þá ekki sama hverjum þessara flokka við greiðum atkvæði? Gott ef satt væri, en því miður er ekki alltaf víst að hugur fylgi máli. Í þessu efni eins og öðrum er vissara að varast eftirlíkingar og halla sér heldur að því sem er ekta. Þó að hin ýmsu framboð beri á borð slitrur úr hugmyndum jafnaðarmanna er næsta víst að aðrar hugmyndir og hagsmunir verði ofaná þegar á hólminn kemur. Eðlið og sagan segja sína sögu: Sjálfstæðisflokkur boðar bætta heilsugæslu. En hann er ekki líklegur til átaka á velferðarsviðinu enda fyrst og fremst flokkur eftirlitslauss einkaframtaks og auðhyggju, flokkur hinnar rangnefndu frjálshyggju sem er stefnt gegn velferðarríkinu, flokkur einkavæðingar, sérhagsmuna og spillingar, varðhundur óréttláts kerfis. Viðreisn kennir sig við réttlátt samfélag og segist frjálslynd, hvað sem það annars merkir. En hún er í reynd skilgetið afkvæmi nýfrjálshyggjunnar, óvinar velferðarríkisins, með lítillega breyttum áherslum. Hún er hálfvolg í flestum málum, skilar auðu í stjórnarskrármálinu, ber kápuna á báðum öxlum í Evrópumálum, boðar skólagjöld í háskólum osfrv. Ekki að undra enda er hún undir forystu gallharðra hægrimanna, talsmanna atvinnurekenda. Tengsl og fortíð framámanna þar kalla á varúð, ekki viðreisn. Framsókn þykist vera flokkur velferðar. En hann er í reynd eins og alltaf áður flokkur sérhagsmunagæslu, hægri flokkur merktur af skattaskjólsmálum og daðri við útlendingahatur og öfgahyggju. Opinn í báða enda og ekki treystandi til góðra verka. Björt framtið var stofnuð af fólki sem sagði skilið við jafnaðarstefnuna og skilgreindi sig sem líberala, sama eðlis og framsókn. Fyrir síðustu kosningar hafði hún þó ekkert fram að færa nema stefnumál Samfylkingar. Nú virðist flokkurinn vera eins og framsókn opinn í báða, dregur í land varðandi útboð aflaheimilda, daðrar við hægri öflin og líklegur til að renna inn í Viðreisn áður en varir. Ekki traustvekjandi þó þar sé þekkilegur formaður í stafni. Píratar eru svo óþekkt stærð. Þeir hafa að vísu góð áform um stuðning við nýja stjórnarskrá og endurbætta stjórnarhætti á ýmsum sviðum en sýn þeirra á þjóðfélagið að öðru leyti er þoku hulin. Vinstri grænir standa jafnaðarmönnum næst í skoðunum á velferðarmálum og njóta þess að hafa vinsælan og vel gefinn formann. En þeir eru þversum í Evrópumálum og hálfvolgir í kvótamálum enda löngum verið hallir undir einhverskonar framsóknarmennsku og íhaldssemi. Samfylkingin er sá flokkur sem aðhyllist ómengaða jafnaðarstefnu, stefnu sem reynst hefur affarasælust meðal nágrannaþjóða okkar. "Besta stefna í heimi" eins og hinn trausti formaður Oddný G. Harðardóttir orðar það. Eftirfarandi setningar úr siðareglum Alþjóðasambands jafnaðamanna fanga býsna vel kjarnann í jafnaðarstefnunni (sjá hér): - „Að reka framsækna pólitík sem stuðlar að velferð einstaklingsins, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum, félagslegu réttlæti og umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. - Að veita viðnám gegn allri félagslegri og efnahagslegri pólitík sem styður hag forréttindahópa. - Að berjast gegn hverskyns spillingu og hindrunum í vegi góðra stjórnarhátta“. Kannanir sem birst hafa nýlega sýna svo ekki verður um villst að Íslendingar upp til hópa aðhyllast hugmyndir um jöfnuð og velferð. Þeir ættu þess vegna að sjá hag sínum best borgið með því að tryggja Samfylkingunni góða kosningu til Alþingis. Það er mikilvægt að talsmenn ómengaðrar jafnaðarstefnu verði sterkir á þingi. Þegar litið er til brýnna úrlausnarmála er stefna Samfylkingar skýr: Heilbrigðismál, almannatryggingar, húsnæðismál, stjórnarskrá, auðlindamál, Evrópumál, gjaldmiðillinn, umhverfismál, rammaáætlun, mannréttindamál, jöfnun atkvæðisréttar, velferð barna og svo framvegis. Í öllum þessum málum eru frambjóðendur Samfylkingar tilbúnir að leiða á forsendum jafnaðar, réttlætis og mannúðar. Stefna jafnaðarmanna er stefna fyrir alla, fátæka sem bjargálna, unga sem gamla, en ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Það er ekki á allra vitorði en á yfirstandandi kjörtímabili er það fyrst og fremst forysta Samfylkingar sem hefur leitt góða samstöðu stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Það skiptir máli að Samfylkingin geti haldið því góða starfi áfram og leitt til lykta þau mál sem umbótaöfl geta náð saman um, þrátt fyrir mismunandi áherslur. Það er margt gott og vel meinandi fólk í framboði fyrir núverandi stjórnarandstöðuflokka og og nauðsynlegt að halda því fólki saman til góðra verka. Til þess er nauðsynlegt að Samfylkingin hljóti góða kosningu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun