Nefndarmaður rithöfundaverðlauna Nóbels segir Dylan sýna hroka Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. október 2016 13:15 Bob Dylan virðist lítið spenntur yfir Nóbelsverðlaununum. Vísir/Getty Þögn tónlistarmannsins Bob Dylan er skerandi. Það finnst að minnsta kosti sænska rithöfundinum Per Wastberg sem situr í Nóbelsnefndinni sem ákvað að verðlauna Dylan bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framúrskarandi textagerð í gegnum árin. Dylan er fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlýtur verðlaunin sem verða formlega veitt 10. desember næstkomandi í Stokkhólmi. Frá því að það var opinberað þann 13. október síðastliðinn að Dylan hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár hefur nefndin og heimurinn beðið þess með óþreyju að fá viðbrögð frá goðinu. Ákvörðunin hlaut blendnar viðtökur og því hafa margir beðið spenntir eftir því að vita hvað gamla sérvitringnum sjálfum finnst. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að hafa samband við hans og hans nánustu hefur Dylan verið passasamur um að tjá sig ekki um málið. Hvorki á sviði eða á samfélagsmiðlum. Hann hefur líka neitað að veita viðtöl vegna málsins.„Ókurteisi og hroki“ Sænski rithöfundurinn Per Wastberg segir þetta sýna hroka Dylan en nefndin veit ekki einu sinni hvort tónlistarmaðurinn muni láta sjá sig á sjálfri athöfninni eður ei. Það er sjálfur Carl XVI Gustaf Svíakonungur sem á að afhenda Dylan verðlaunin „Þetta er ókurteist og hrokafullt af honum,” sagði Wastberg í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. “Við höfum aldrei lent í þessu áður og við fáum engin viðbrögð þrátt fyrir ítrekuð símtöl okkar meginn frá.” Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þeir sem hafa verið verðlaunaðir af nefndinni hafa ekki mætt en aðrir hafa þó látið vita fyrir fram. Albert Einstein mætti ekki árið 1921 þegar hann fékk verðlaunin fyrir eðlisfræði og franski rithöfundurinn og heimspekingurinn Jean-Paul Sartre afþakkaði verðlaunin alfarið árið 1964. Aðrir sem þóttu koma til greina í ár voru Salman Rushdie, sýrlenska skáldið Adonis og Ngugi wa Thiong’o frá Kenýa. Nóbelsverðlaun Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Þögn tónlistarmannsins Bob Dylan er skerandi. Það finnst að minnsta kosti sænska rithöfundinum Per Wastberg sem situr í Nóbelsnefndinni sem ákvað að verðlauna Dylan bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framúrskarandi textagerð í gegnum árin. Dylan er fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlýtur verðlaunin sem verða formlega veitt 10. desember næstkomandi í Stokkhólmi. Frá því að það var opinberað þann 13. október síðastliðinn að Dylan hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár hefur nefndin og heimurinn beðið þess með óþreyju að fá viðbrögð frá goðinu. Ákvörðunin hlaut blendnar viðtökur og því hafa margir beðið spenntir eftir því að vita hvað gamla sérvitringnum sjálfum finnst. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að hafa samband við hans og hans nánustu hefur Dylan verið passasamur um að tjá sig ekki um málið. Hvorki á sviði eða á samfélagsmiðlum. Hann hefur líka neitað að veita viðtöl vegna málsins.„Ókurteisi og hroki“ Sænski rithöfundurinn Per Wastberg segir þetta sýna hroka Dylan en nefndin veit ekki einu sinni hvort tónlistarmaðurinn muni láta sjá sig á sjálfri athöfninni eður ei. Það er sjálfur Carl XVI Gustaf Svíakonungur sem á að afhenda Dylan verðlaunin „Þetta er ókurteist og hrokafullt af honum,” sagði Wastberg í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. “Við höfum aldrei lent í þessu áður og við fáum engin viðbrögð þrátt fyrir ítrekuð símtöl okkar meginn frá.” Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þeir sem hafa verið verðlaunaðir af nefndinni hafa ekki mætt en aðrir hafa þó látið vita fyrir fram. Albert Einstein mætti ekki árið 1921 þegar hann fékk verðlaunin fyrir eðlisfræði og franski rithöfundurinn og heimspekingurinn Jean-Paul Sartre afþakkaði verðlaunin alfarið árið 1964. Aðrir sem þóttu koma til greina í ár voru Salman Rushdie, sýrlenska skáldið Adonis og Ngugi wa Thiong’o frá Kenýa.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira