Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 83-94 | Stjarnan skein skært í Ljónagryfjunni Aron Ingi Valtýsson í Njarðvík skrifar 21. október 2016 22:45 Hlynur Bæringsson átti fínan leik í kvöld. Vísir/Ernir Stjarnan var númeri of stór fyrir Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Baráttuglaðir Njarðvíkingar áttu sínar stundir í leiknum en Stjörnumenn voru einfaldlega sterkari. Stjörnumenn spóluðu fram úr Njarðvík strax í upphafi leiks en Njarðvík náði að koma til baka. Það var að hluta til Stefan Bonneau að þakka en hann átti frábæra endurkomu í Njarðvíkurliðið. Í síðari hálfleik héldu Stjörnumenn áfram að sýna klærnar og lönduðu sanngjörnum sigri í skemmtilegum leik.Umfjöllun og viðtöl má sjá hér að neðan.Njarðvík-Stjarnan 83-94 (19-29, 26-18, 25-27, 13-20)Njarðvík: Stefan Bonneau 28/6 fráköst, Logi Gunnarsson 23/4 fráköst, Björn Kristjánsson 16, Corbin Jackson 7/4 fráköst, Páll Kristinsson 5, Johann Arni Olafsson 4/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 0/6 fráköst, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Gabríel Sindri Möller 0, Hilmar Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0/9 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 0.Stjarnan: Devon Andre Austin 16/9 fráköst, Justin Shouse 16/8 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/16 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 13, Sæmundur Valdimarsson 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Ágúst Angantýsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan kom ákveðnari til leiks og setti tóninn strax í byrjun þegar þeir komast í 13 stiga forystu á fyrstu mínútunum. Hrafn dreifði álaginu vel á milli manna og allir skiluðu sínu. Skorið dreifðist vel hjá gestunum þar sem sex leikmenn voru að skila meira en 10 stigum. Njarðvíkingar áttu ekki svar í vörninni þar sem stigin voru að koma úr öllum áttum. Bestu menn vallarins? Það var enginn áberandi góður hjá Stjörnunni í þessum leik. Liðsheildin var það sem dró þennan sigur í höfn. Hlynur Bæringsson skilaði 15 stigum og tók 16 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Njarðvíkingum voru það Logi Gunnarsson og Stefan Bonneau sem héldu heimamönnum inni í leiknum. Gamli kallinn hann Páll Kristinsson hjá heimamönnum átti heldur betur góðan leik og barðist eins og ljón undir körfunni þrátt fyrir að vera orðinn 40 ára gamall. Tölfræði sem vakti athygli? Jón Arnór Sverrisson kom inn af bekknum, mataði liðsfélaga sína af stoðsendingum eða níu talsins. Jón hefur ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er Sverrir Þór Sverrisson þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Leikmenn beggja liða létu heldur betur vaða fyrir utan þriggja stiga línuna. Alls voru tekinn 67 þriggja stiga skot í leiknum og á tímabili var eins og liðin væru í þriggja stiga skot keppni. Hvað gekk illa? Njarðvíkingar mættu ekki tilbúnir til leiks og voru að elta allan leikinn. Þeir komust einu sinni yfir í leiknum en misstu svo Stjörnuna aftur tíu stigum á undan sér. Það sem var að hrjá Njarðvíkinga í þessum leik var hæðarmunur á liðunum og hvað Corbin Jackson var að skila litlu til liðsins. Stjarnan náði aldrei að hrista Njarðvík almennilega af sér og þriggja stiga stórar þriggja stiga körfur koma Njarðvíkingum alltaf aftur inní leikinn.Logi: Við erum bara of litlir eins og er Logi Gunnarsson var einu sinni sem oftar öflugur í liði Njarðvíkur en það dugði ekki til að þessu sinni. „Þegar Corbin fer útaf og Stefan kemur inná erum við bara of litlir og eigum í erfiðleikum inní teig,” segir Logi svekktur og bætir við „Við erum þannig lið að við skjótum mikið fyrir utan teig, þó við hittum vel á tímabili þá er stærðin inni teig sem særði okkur í dag.“ Daníel: Ekki með kveikt á ljósunum í byrjun Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur eftir leikinn. „Varnarleikurinn í byrjun leiks var alveg frá. Við vorum algjörir klaufar og ekki með kveikt á ljósunum til að byrja með sem ég var mjög ósáttur með,“ sagði Daníel hundsvekktur. Þjálfarinn var þó ekki ósáttur með spilamennskuna í heild sinni í leiknum. „Ég er ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og sáttur heilt yfir. Þegar við náðum að komast nálægt þá sigldu þeir alltaf frammúr okkur.“ Hrafn: Ég er að bíða eftir góðum 40 mínútum Þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, var yfirvegaður og sáttur við stigin í leikslok. Aðspurður hvað það hafi verið sem skóp sigurinn sagði Hrafn: „Veistu það ég veit það ekki? Ég var rosalega ánægður hvernig við byrjuðum leikinn. Alveg eins og á Akureyri sleppum við liðinu af önglinum þegar við eigum að vera draga hann inn og það er svolítið pirrandi,“ sagði Hrafn sem er enn að bíða eftir að hans lið sýni sitt besta. „Ég er enn að bíða eftir þeim 40 mínútum þegar við náum að strengja saman heilan leik.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Stjarnan var númeri of stór fyrir Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Baráttuglaðir Njarðvíkingar áttu sínar stundir í leiknum en Stjörnumenn voru einfaldlega sterkari. Stjörnumenn spóluðu fram úr Njarðvík strax í upphafi leiks en Njarðvík náði að koma til baka. Það var að hluta til Stefan Bonneau að þakka en hann átti frábæra endurkomu í Njarðvíkurliðið. Í síðari hálfleik héldu Stjörnumenn áfram að sýna klærnar og lönduðu sanngjörnum sigri í skemmtilegum leik.Umfjöllun og viðtöl má sjá hér að neðan.Njarðvík-Stjarnan 83-94 (19-29, 26-18, 25-27, 13-20)Njarðvík: Stefan Bonneau 28/6 fráköst, Logi Gunnarsson 23/4 fráköst, Björn Kristjánsson 16, Corbin Jackson 7/4 fráköst, Páll Kristinsson 5, Johann Arni Olafsson 4/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 0/6 fráköst, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Gabríel Sindri Möller 0, Hilmar Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0/9 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 0.Stjarnan: Devon Andre Austin 16/9 fráköst, Justin Shouse 16/8 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/16 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 13, Sæmundur Valdimarsson 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Ágúst Angantýsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan kom ákveðnari til leiks og setti tóninn strax í byrjun þegar þeir komast í 13 stiga forystu á fyrstu mínútunum. Hrafn dreifði álaginu vel á milli manna og allir skiluðu sínu. Skorið dreifðist vel hjá gestunum þar sem sex leikmenn voru að skila meira en 10 stigum. Njarðvíkingar áttu ekki svar í vörninni þar sem stigin voru að koma úr öllum áttum. Bestu menn vallarins? Það var enginn áberandi góður hjá Stjörnunni í þessum leik. Liðsheildin var það sem dró þennan sigur í höfn. Hlynur Bæringsson skilaði 15 stigum og tók 16 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Njarðvíkingum voru það Logi Gunnarsson og Stefan Bonneau sem héldu heimamönnum inni í leiknum. Gamli kallinn hann Páll Kristinsson hjá heimamönnum átti heldur betur góðan leik og barðist eins og ljón undir körfunni þrátt fyrir að vera orðinn 40 ára gamall. Tölfræði sem vakti athygli? Jón Arnór Sverrisson kom inn af bekknum, mataði liðsfélaga sína af stoðsendingum eða níu talsins. Jón hefur ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er Sverrir Þór Sverrisson þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Leikmenn beggja liða létu heldur betur vaða fyrir utan þriggja stiga línuna. Alls voru tekinn 67 þriggja stiga skot í leiknum og á tímabili var eins og liðin væru í þriggja stiga skot keppni. Hvað gekk illa? Njarðvíkingar mættu ekki tilbúnir til leiks og voru að elta allan leikinn. Þeir komust einu sinni yfir í leiknum en misstu svo Stjörnuna aftur tíu stigum á undan sér. Það sem var að hrjá Njarðvíkinga í þessum leik var hæðarmunur á liðunum og hvað Corbin Jackson var að skila litlu til liðsins. Stjarnan náði aldrei að hrista Njarðvík almennilega af sér og þriggja stiga stórar þriggja stiga körfur koma Njarðvíkingum alltaf aftur inní leikinn.Logi: Við erum bara of litlir eins og er Logi Gunnarsson var einu sinni sem oftar öflugur í liði Njarðvíkur en það dugði ekki til að þessu sinni. „Þegar Corbin fer útaf og Stefan kemur inná erum við bara of litlir og eigum í erfiðleikum inní teig,” segir Logi svekktur og bætir við „Við erum þannig lið að við skjótum mikið fyrir utan teig, þó við hittum vel á tímabili þá er stærðin inni teig sem særði okkur í dag.“ Daníel: Ekki með kveikt á ljósunum í byrjun Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur eftir leikinn. „Varnarleikurinn í byrjun leiks var alveg frá. Við vorum algjörir klaufar og ekki með kveikt á ljósunum til að byrja með sem ég var mjög ósáttur með,“ sagði Daníel hundsvekktur. Þjálfarinn var þó ekki ósáttur með spilamennskuna í heild sinni í leiknum. „Ég er ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og sáttur heilt yfir. Þegar við náðum að komast nálægt þá sigldu þeir alltaf frammúr okkur.“ Hrafn: Ég er að bíða eftir góðum 40 mínútum Þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, var yfirvegaður og sáttur við stigin í leikslok. Aðspurður hvað það hafi verið sem skóp sigurinn sagði Hrafn: „Veistu það ég veit það ekki? Ég var rosalega ánægður hvernig við byrjuðum leikinn. Alveg eins og á Akureyri sleppum við liðinu af önglinum þegar við eigum að vera draga hann inn og það er svolítið pirrandi,“ sagði Hrafn sem er enn að bíða eftir að hans lið sýni sitt besta. „Ég er enn að bíða eftir þeim 40 mínútum þegar við náum að strengja saman heilan leik.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira