Arðsamara atvinnulíf Árni Páll Árnason skrifar 21. október 2016 00:00 Á nýju kjörtímabili munum við hafa einstakt tækifæri til að leggja nýjar grundvallarreglur efnahagslífsins, þar sem hagsmunir venjulegs fólks eru settir í öndvegi. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, gerir örfáa ríka og skilur ekkert eftir þegar bólan er búin. Við þurfum framleiðniaukningu og fleiri störf sem bjóða há laun, enda vinnum við lengur fyrir lægri laun en aðrar Norðurlandaþjóðir og ungt fólk ber minna úr býtum hér en í grannlöndunum. Þannig getum við ekki haldið áfram. Fólkið okkar mun leita þangað sem kjörin eru best. Til viðbótar er aðbúnaður barnafjölskyldna lakari hér en í grannlöndunum. Þess vegna er það svo brýnt verkefni að auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta, efla fæðingarorlofið og leysa úr vanda þeirra fjölskyldna sem ná ekki að kaupa fyrstu fasteign og hrekjast úr einni ótryggri leigu í aðra. Það munum við gera með því að veita þessum hópi forskot með fyrirframgreiðslu vaxtabóta og með stórfelldri uppbyggingu á leiguhúsnæði.Fjárfesta þarf í grunnstoðunum Við þurfum efnahagslegan stöðugleika, lækkun vaxta og opnun landsins fyrir samkeppni. Um allt land þarf uppbyggingu innviða, betri samgöngur og fjarskipti og fleiri tækifæri í menntun, sem styðja svo aftur við sköpun fjölbreyttari og sífellt verðmætari starfa. Besta leiðin til að tryggja samkeppnishæfni landsins er að fjárfesta í grunnstoðum opinberrar velferðarþjónustu – heilbrigðisþjónustu og menntakerfi sem rekið er fyrir almennt skattfé. Það er ekki bara vitlaust að loka framhaldsskólum fyrir fólki yfir 25 ára aldri og það er ekki bara sársaukafullur óþarfi að hafa áralanga biðlista eftir liðskiptaaðgerðum – það er beinlínis vondur bissness og dregur úr framleiðni og velsæld fólks. Því þegar öllu er á botninn hvolft vill enginn búa í landi með vonda velferð. Við erum heppin að búa við sterkar útflutningsatvinnugreinar, en við þurfum að styrkja þann grunn frekar og tryggja almenningi arð af auðlindunum. Allar atvinnugreinar eiga að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Þannig getum við haldið sköttum á einstaklinga og verðmætaskapandi fyrirtæki í lágmarki. Við þurfum líka að fá arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Borgunarhneykslið á nefnilega að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Og áður en bankar eru seldir þarf að endurhugsa fjármálakerfið allt, til að tryggja að það þjóni fólki og fyrirtækjum, en ekki sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Á nýju kjörtímabili munum við hafa einstakt tækifæri til að leggja nýjar grundvallarreglur efnahagslífsins, þar sem hagsmunir venjulegs fólks eru settir í öndvegi. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, gerir örfáa ríka og skilur ekkert eftir þegar bólan er búin. Við þurfum framleiðniaukningu og fleiri störf sem bjóða há laun, enda vinnum við lengur fyrir lægri laun en aðrar Norðurlandaþjóðir og ungt fólk ber minna úr býtum hér en í grannlöndunum. Þannig getum við ekki haldið áfram. Fólkið okkar mun leita þangað sem kjörin eru best. Til viðbótar er aðbúnaður barnafjölskyldna lakari hér en í grannlöndunum. Þess vegna er það svo brýnt verkefni að auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta, efla fæðingarorlofið og leysa úr vanda þeirra fjölskyldna sem ná ekki að kaupa fyrstu fasteign og hrekjast úr einni ótryggri leigu í aðra. Það munum við gera með því að veita þessum hópi forskot með fyrirframgreiðslu vaxtabóta og með stórfelldri uppbyggingu á leiguhúsnæði.Fjárfesta þarf í grunnstoðunum Við þurfum efnahagslegan stöðugleika, lækkun vaxta og opnun landsins fyrir samkeppni. Um allt land þarf uppbyggingu innviða, betri samgöngur og fjarskipti og fleiri tækifæri í menntun, sem styðja svo aftur við sköpun fjölbreyttari og sífellt verðmætari starfa. Besta leiðin til að tryggja samkeppnishæfni landsins er að fjárfesta í grunnstoðum opinberrar velferðarþjónustu – heilbrigðisþjónustu og menntakerfi sem rekið er fyrir almennt skattfé. Það er ekki bara vitlaust að loka framhaldsskólum fyrir fólki yfir 25 ára aldri og það er ekki bara sársaukafullur óþarfi að hafa áralanga biðlista eftir liðskiptaaðgerðum – það er beinlínis vondur bissness og dregur úr framleiðni og velsæld fólks. Því þegar öllu er á botninn hvolft vill enginn búa í landi með vonda velferð. Við erum heppin að búa við sterkar útflutningsatvinnugreinar, en við þurfum að styrkja þann grunn frekar og tryggja almenningi arð af auðlindunum. Allar atvinnugreinar eiga að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Þannig getum við haldið sköttum á einstaklinga og verðmætaskapandi fyrirtæki í lágmarki. Við þurfum líka að fá arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Borgunarhneykslið á nefnilega að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Og áður en bankar eru seldir þarf að endurhugsa fjármálakerfið allt, til að tryggja að það þjóni fólki og fyrirtækjum, en ekki sjálfu sér.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun