Lýðskrumi svarað Halldór Gunnarsson skrifar 20. október 2016 07:00 Þar sem ég býst ekki við að formaður Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, lesi Morgunblaðið, sbr. grein mína þar 17. október sl. um inneign ríkis og sveitarfélaga hjá lífeyrissjóðunum, leyfi ég mér að útskýra þetta nánar fyrir lesendum og Þorvaldi, sem sagði: „Skatturinn var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan.“ Annað hvort er svona framsetning skilningsleysi eða lýðskrum. Árið 1969 var komið á 12% skylduframlagi af launum á greiðslu til lífeyrissjóða frá launþegum og atvinnurekendum. Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna. Launþeginn skyldi því greiða skatt af útgreiðslu lífeyris frá lífeyrissjóði þegar hann fengi greiðsluna. Með þessari breytingu eru margir lífeyrisþegar í dag að greiða skatt í annað sinn af sama gjaldstofni, sem er ólöglegt. Inneign lífeyrissjóða í dag er a.m.k. 3.500 milljarðar, þannig að ríkisjóður á í ógreiddum skatti hjá lífeyrissjóðunum að lágmarki 800 milljarða og sveitarfélög 130 milljarða. Útreikning má sjá á flokkurfolksins.is. Um leið og þessir fjármunir væru innkallaðir, myndu lífeyrissjóðir greiða út hlut lífeyrisþega án skatts. Í framhaldi myndu launþegar og atvinnurekendur greiða skatt til ríkis og sveitarfélaga af framlagi sínu til lífeyrissjóða og myndi muna verulega um þá fjármuni til ríkisjóðs. Flokkur fólksins vill breyta þessu, spara rekstur á um 30 lífeyrissjóðum sem kostar í dag 10 milljarða á ári, með því að stofna einn deildaskiptan sjóð, tengdan almannatryggingum, sem tryggi lágmarks framfærslu og einnig hlutfallslegan eignarétt þeirra einstaklinga, sem í hann hafa greitt. Þetta er ekki tillaga um ölmusu til að vinna hylli fjöldans með rangfærslu, eins og Þorvaldur sagði í lýðskrumi eða af skilningsleysi. Þetta er tillaga um fjármögnun til að rétta við öll stoðkerfi þjóðarinnar sem eru að hruni komin, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngurnar, löggæsluna og til að tryggja lágmarksframfærslu, hækkun á lægstu launum og afnema verðtryggingu á neytendalánum, þannig að ungt fólk geti eignast heimili.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Þar sem ég býst ekki við að formaður Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, lesi Morgunblaðið, sbr. grein mína þar 17. október sl. um inneign ríkis og sveitarfélaga hjá lífeyrissjóðunum, leyfi ég mér að útskýra þetta nánar fyrir lesendum og Þorvaldi, sem sagði: „Skatturinn var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan.“ Annað hvort er svona framsetning skilningsleysi eða lýðskrum. Árið 1969 var komið á 12% skylduframlagi af launum á greiðslu til lífeyrissjóða frá launþegum og atvinnurekendum. Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna. Launþeginn skyldi því greiða skatt af útgreiðslu lífeyris frá lífeyrissjóði þegar hann fengi greiðsluna. Með þessari breytingu eru margir lífeyrisþegar í dag að greiða skatt í annað sinn af sama gjaldstofni, sem er ólöglegt. Inneign lífeyrissjóða í dag er a.m.k. 3.500 milljarðar, þannig að ríkisjóður á í ógreiddum skatti hjá lífeyrissjóðunum að lágmarki 800 milljarða og sveitarfélög 130 milljarða. Útreikning má sjá á flokkurfolksins.is. Um leið og þessir fjármunir væru innkallaðir, myndu lífeyrissjóðir greiða út hlut lífeyrisþega án skatts. Í framhaldi myndu launþegar og atvinnurekendur greiða skatt til ríkis og sveitarfélaga af framlagi sínu til lífeyrissjóða og myndi muna verulega um þá fjármuni til ríkisjóðs. Flokkur fólksins vill breyta þessu, spara rekstur á um 30 lífeyrissjóðum sem kostar í dag 10 milljarða á ári, með því að stofna einn deildaskiptan sjóð, tengdan almannatryggingum, sem tryggi lágmarks framfærslu og einnig hlutfallslegan eignarétt þeirra einstaklinga, sem í hann hafa greitt. Þetta er ekki tillaga um ölmusu til að vinna hylli fjöldans með rangfærslu, eins og Þorvaldur sagði í lýðskrumi eða af skilningsleysi. Þetta er tillaga um fjármögnun til að rétta við öll stoðkerfi þjóðarinnar sem eru að hruni komin, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngurnar, löggæsluna og til að tryggja lágmarksframfærslu, hækkun á lægstu launum og afnema verðtryggingu á neytendalánum, þannig að ungt fólk geti eignast heimili.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar