Kvótakerfið: Kjósendur eiga valið Þorkell Helgason og Bolli Héðinsson skrifar 20. október 2016 07:00 Fyrir skömmu rituðum við grein í Fréttablaðið þar sem við lýstum fyrningar- og útboðsleið. Málið snýst um það hvernig ráðstafa skuli aflahlutdeildunum og innheimta eðlilegan auðlindaarð í gegnum varfærin útboð. Við teljum það raunhæfa málamiðlun. Af þeim flokkum sem bjóða fram í komandi kosningum verður að ætla að hið minnsta Björt framtíð, Dögun, Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Vinstri grænir, vilji að farin verði leið í anda þeirrar sem þar er reifuð. Núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, hafa hingað til viljað halda sig fast við óbreytt kerfi sem mun smám saman færa útgerðinni eignarhald á þjóðareigninni, fiskimiðunum, gegn óverulegu afgjaldi. Veiðigjöld hafa verið lækkuð á kjörtímabilinu að tilstuðlan þessara flokka. Á hinn bóginn er augljóst að þrýstingur frá kjósendum fer sívaxandi um að horfið verði frá þessu gjafakvótakerfi eins og það er einatt nefnt. Þessi vilji kjósenda kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 á þann hátt að meira en 80% þeirra vilja að ákvæði um þjóðareign á auðlindunum sé fest í stjórnarskrá.Bolli Héðinsson hagfræðingur.Hvað vilja ríkisstjórnarflokkarnir? Stefnuskrár stjórnarflokkanna eru afar rýrar um kvótamálin, sé horft til þess sem er að finna á vefsíðum þeirra. Það eina bitastæða, sem fram hefur komið um breytta stefnu úr herbúðum þeirra er frá Jóni Gunnarssyni, alþingismanni og formanni atvinnuveganefndar Alþingis. Hann hlýtur því að teljast helsti talsmaður þessara flokka í kvótamálunum enda heyra þau undir nefnd hans. Jón hefur lýst hugmyndum sínum í grein í Morgunblaðinu 4. júlí sl. svo og í viðtali á morgunvakt á RÁS 1 hinn 19. september sl. Hann telur leið sína vera sáttaleið í þessu lykilmáli þjóðarinnar. Þessi leið verður hér eftir nefnd „ríkisstjórnarleiðin“. Ríkisstjórnarleiðin er í vissulega einföld: Núverandi kvótahafar fái fiskimiðin afhent til langs tíma, væntanlega til eilífðarnóns, gegn því að skila ríkinu broti af þessum verðmætum. Lagt er til að útgerðin skili 5-7% kvótanna til eigendanna, þjóðarinnar, en haldi eftir 93-95% og þá endurgjaldslaust. Þetta gerist í eitt skipti, aðeins í upphafi þurfa útgerðirnar að láta 5-7% aflaheimilda sinna af hendi og síðan ekki söguna meir. Fyrirkomulagið er að vísu fært í flóknari búning; þann að útgerðin haldi kvótunum að fullu en láni ríkinu 5-7% af aflamarki hvers árs sem það geti síðan leigt út til smáútgerðanna. Leigugjaldið, sem ríkið kunni að fá, komi þá í stað veiðigjalds sem útgerðirnar greiða nú. Þar með séu kvótahafarnir kvitt við þjóðina.Fyrning eða smáskil í eitt skipti Hver er munurinn á ríkisstjórnarleiðinni og þeirri hugmynd um fyrningu og uppboð sem hefur lengi legið fyrir? Á þessu tvennu er reginmunur eins dregið er fram í meðfylgjandi töflu. Í þingkosningunum 29. október nk. verða kjósendur m.a. að taka afstöðu til hugmynda um farsæla lausn á áratuga deilumáli, um skiptingu þeirra miklu gæða sem felast í nýtingu fiskimiðanna. Fyrningarleiðin er leið til að hafa opna gegnsæja tilhögun á úthlutun veiðiheimilda þar sem allir standa jafnir og þjóðin sér og veit að tímabundin úthlutun fiskveiðiheimildanna er á valdi þjóðarinnar en ekki forréttindi fárra. Valkostirnir eru vald stjórnmálamanna í bakherbergjum með þeirri óvissu sem því hefur fylgt eða markaðsákvarðanir sem teknar yrðu með útboði fyrir opnum tjöldum með tilboðum frá fyrirtækjum sem gerst þekkja eigin rekstur og vita hvaða upphæðir þeir treysta sér til að bjóða. Vilja kjósendur þá flokka sem hyggjast festa óbreytt ástand í sessi með varanlegri afhendingu nánast allra aflaheimilda til núverandi útgerðarmanna? Eða vilja þeir að farin sé varfærin málamiðlunarleið sem færi auðæfin til baka til samfélagsins? Þessu verður að svara við kjörborðið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu rituðum við grein í Fréttablaðið þar sem við lýstum fyrningar- og útboðsleið. Málið snýst um það hvernig ráðstafa skuli aflahlutdeildunum og innheimta eðlilegan auðlindaarð í gegnum varfærin útboð. Við teljum það raunhæfa málamiðlun. Af þeim flokkum sem bjóða fram í komandi kosningum verður að ætla að hið minnsta Björt framtíð, Dögun, Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Vinstri grænir, vilji að farin verði leið í anda þeirrar sem þar er reifuð. Núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, hafa hingað til viljað halda sig fast við óbreytt kerfi sem mun smám saman færa útgerðinni eignarhald á þjóðareigninni, fiskimiðunum, gegn óverulegu afgjaldi. Veiðigjöld hafa verið lækkuð á kjörtímabilinu að tilstuðlan þessara flokka. Á hinn bóginn er augljóst að þrýstingur frá kjósendum fer sívaxandi um að horfið verði frá þessu gjafakvótakerfi eins og það er einatt nefnt. Þessi vilji kjósenda kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 á þann hátt að meira en 80% þeirra vilja að ákvæði um þjóðareign á auðlindunum sé fest í stjórnarskrá.Bolli Héðinsson hagfræðingur.Hvað vilja ríkisstjórnarflokkarnir? Stefnuskrár stjórnarflokkanna eru afar rýrar um kvótamálin, sé horft til þess sem er að finna á vefsíðum þeirra. Það eina bitastæða, sem fram hefur komið um breytta stefnu úr herbúðum þeirra er frá Jóni Gunnarssyni, alþingismanni og formanni atvinnuveganefndar Alþingis. Hann hlýtur því að teljast helsti talsmaður þessara flokka í kvótamálunum enda heyra þau undir nefnd hans. Jón hefur lýst hugmyndum sínum í grein í Morgunblaðinu 4. júlí sl. svo og í viðtali á morgunvakt á RÁS 1 hinn 19. september sl. Hann telur leið sína vera sáttaleið í þessu lykilmáli þjóðarinnar. Þessi leið verður hér eftir nefnd „ríkisstjórnarleiðin“. Ríkisstjórnarleiðin er í vissulega einföld: Núverandi kvótahafar fái fiskimiðin afhent til langs tíma, væntanlega til eilífðarnóns, gegn því að skila ríkinu broti af þessum verðmætum. Lagt er til að útgerðin skili 5-7% kvótanna til eigendanna, þjóðarinnar, en haldi eftir 93-95% og þá endurgjaldslaust. Þetta gerist í eitt skipti, aðeins í upphafi þurfa útgerðirnar að láta 5-7% aflaheimilda sinna af hendi og síðan ekki söguna meir. Fyrirkomulagið er að vísu fært í flóknari búning; þann að útgerðin haldi kvótunum að fullu en láni ríkinu 5-7% af aflamarki hvers árs sem það geti síðan leigt út til smáútgerðanna. Leigugjaldið, sem ríkið kunni að fá, komi þá í stað veiðigjalds sem útgerðirnar greiða nú. Þar með séu kvótahafarnir kvitt við þjóðina.Fyrning eða smáskil í eitt skipti Hver er munurinn á ríkisstjórnarleiðinni og þeirri hugmynd um fyrningu og uppboð sem hefur lengi legið fyrir? Á þessu tvennu er reginmunur eins dregið er fram í meðfylgjandi töflu. Í þingkosningunum 29. október nk. verða kjósendur m.a. að taka afstöðu til hugmynda um farsæla lausn á áratuga deilumáli, um skiptingu þeirra miklu gæða sem felast í nýtingu fiskimiðanna. Fyrningarleiðin er leið til að hafa opna gegnsæja tilhögun á úthlutun veiðiheimilda þar sem allir standa jafnir og þjóðin sér og veit að tímabundin úthlutun fiskveiðiheimildanna er á valdi þjóðarinnar en ekki forréttindi fárra. Valkostirnir eru vald stjórnmálamanna í bakherbergjum með þeirri óvissu sem því hefur fylgt eða markaðsákvarðanir sem teknar yrðu með útboði fyrir opnum tjöldum með tilboðum frá fyrirtækjum sem gerst þekkja eigin rekstur og vita hvaða upphæðir þeir treysta sér til að bjóða. Vilja kjósendur þá flokka sem hyggjast festa óbreytt ástand í sessi með varanlegri afhendingu nánast allra aflaheimilda til núverandi útgerðarmanna? Eða vilja þeir að farin sé varfærin málamiðlunarleið sem færi auðæfin til baka til samfélagsins? Þessu verður að svara við kjörborðið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar