Handbolti

Enn kvarnast úr hópi Kristjáns

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andreas Nilsson.
Andreas Nilsson. vísir/getty
Það er ekki nóg með að reynsluboltar séu hættir í sænska handboltalandsliðinu því lykilmenn hafa nú orðið að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Línumaðurinn nautsterki, Andreas Nilsson, og markvörðurinn Andreas Palicka geta ekki spilað með sænska liðinu í komandi leikjum í undankeppni HM. Báðir leikmenn eru meiddir.

Þá eiga Svíar leiki gegn Svartfjallalandi og Slóvakíu. Það verða fyrstu landsleikir Svía undir stjórn Kristjáns Andréssonar.

Þessi tíðindi koma í kjölfar þess að menn eins og Kim Andersson hafa lagt landsliðsskóna á hilluna.

Þannig að erfitt verkefni er nú orðið enn erfiðara fyrir Kristján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×