Þjálfari Patriots segist vera góðvinur Trump Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2016 23:15 Donald Trump og Bill Belichick. vísir/Getty Það vakti athygli á lokaspretti kosningabaráttunnar í forsetakjöri Bandaríkjanna þegar Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, las upp bréf frá Bill Belichick, þjálfara NFL-liðsins New England Patriots. Belichick óskaði Trump með „framúrskarandi kosningabaráttu“ og segir að honum hafi verið gert erfitt fyrir með óhliðhollri og neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum. Hann segist bera ómælda virðingu fyrir Trump vegna þeirrar þrautsegju sem hann hefur þurft að sýna undanfarið ár. Sem kunnugt er var Trump kjörinn Bandaríkjaforseti í nótt og Belichick tjáði sig um bréf sitt til hans á blaðamannafundi í dag. Sjá einnig: Kaus Brady í alvöru Trump? „Ég skrifa hundruði bréfa og minnisblaða í hverjum mánuði. Það þýðir ekki að ég sé sammala því sem viðkomandi segir í einu og öllu. En ég á í vináttusambandi við marga og þetta snýst um það. Þetta snýst ekki um stjórnmálin.“ „Ég hef fengið margar fyrirspurnir um bréfið sem ég skrifaði Donald Trump á mánudag. Vinátta okkar er margra ára gömul,“ sagði Trump sem benti á að John Kerry, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið gestur hans í búningsklefa Patriots á dögunum. Kerry sé einnig góðvinur Belichick. New England Patriots leikur næst gegn Seattle Seahawks um helgina og neitaði Belichick að svara frekari spurningum um Trump og bréfið. Svar hans við öllum spurningum var einfalt: „Seattle.“ Öllum öðrum spurningum um Trump var svarað með þessu eina orði og greip hann ítrekað frammi fyrir viðkomandi blaðamanni ef honum sýndist svo. Upptöku af blaðamannafundinum má sjá hér. Donald Trump NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Það vakti athygli á lokaspretti kosningabaráttunnar í forsetakjöri Bandaríkjanna þegar Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, las upp bréf frá Bill Belichick, þjálfara NFL-liðsins New England Patriots. Belichick óskaði Trump með „framúrskarandi kosningabaráttu“ og segir að honum hafi verið gert erfitt fyrir með óhliðhollri og neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum. Hann segist bera ómælda virðingu fyrir Trump vegna þeirrar þrautsegju sem hann hefur þurft að sýna undanfarið ár. Sem kunnugt er var Trump kjörinn Bandaríkjaforseti í nótt og Belichick tjáði sig um bréf sitt til hans á blaðamannafundi í dag. Sjá einnig: Kaus Brady í alvöru Trump? „Ég skrifa hundruði bréfa og minnisblaða í hverjum mánuði. Það þýðir ekki að ég sé sammala því sem viðkomandi segir í einu og öllu. En ég á í vináttusambandi við marga og þetta snýst um það. Þetta snýst ekki um stjórnmálin.“ „Ég hef fengið margar fyrirspurnir um bréfið sem ég skrifaði Donald Trump á mánudag. Vinátta okkar er margra ára gömul,“ sagði Trump sem benti á að John Kerry, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið gestur hans í búningsklefa Patriots á dögunum. Kerry sé einnig góðvinur Belichick. New England Patriots leikur næst gegn Seattle Seahawks um helgina og neitaði Belichick að svara frekari spurningum um Trump og bréfið. Svar hans við öllum spurningum var einfalt: „Seattle.“ Öllum öðrum spurningum um Trump var svarað með þessu eina orði og greip hann ítrekað frammi fyrir viðkomandi blaðamanni ef honum sýndist svo. Upptöku af blaðamannafundinum má sjá hér.
Donald Trump NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira