Körfubolti

Logi skoraði eina af körfum ársins í Keflavík í gærkvöldi | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson þurfti að sætta sig við að detta út úr Maltbikarnum í kvöld en hann skoraði eina af körfum ársins í lok fyrri hálfleiks.

Keflvíkingar áttu vítaskot þegar aðeins 0,71 sekúnda var eftir af fyrri hálfleiknum. Reggie Dupree skoraði úr vítinu.

Páll Kristinsson tók boltann og kastaði honum yfir allan völlinn þar sem Logi náði að grípa boltann og ná skoti áður en flautan gall.

Logi hafði vissulega heppnina með sér þegar boltinn datt ofan í körfuna en með þessu kom hann Njarðvíkurliðinu þrettán stigum yfir fyrir hálfleik.

Það er hægt að sjá þessa mögnuðu körfu Loga í spilaranum hér fyrir ofan.

Það er spurning hvort að Njarðvíkingar hafi haldið að allt myndi falla með þeim eftir þessa körfu en þeir gáfu eftir í seinni hálfleiknum.

Keflvíkingar snéru leiknum við í seinni hálfleiknum og tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×