Frítt streymi á tónlist mistókst Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Það hefur verið mikill vöxtur í streymi á stafrænni tónlist síðustu ár og ekkert lát er á þeim vexti. En hver er það sem greiðir fyrir tónlistarstreymi? Það eru áskrifendur, ekki auglýsendur. Hvaðan á tónlistariðnaðurinn að fá tekjur þegar enginn vill kaupa geisladiska lengur og aðgengi að ólöglegu efni hefur sjaldan verið meira? Þrjár tekjulindir eru í boði. Niðurhal á tónlist, frítt streymi með auglýsingum og áskriftir að streymisþjónustu. Bandaríkin eru tæpur helmingur heimsmarkaðar með tónlist. Svo vill til að þar hefur löglegt niðurhal haft sterka markaðshlutdeild en landslagið hefur gjörbreyst á undanförnum 3-4 árum. Nú er svo komið að tekjur af streymi eru nú meiri vestanhafs en af niðurhali. Í spá Statista um stafræna tónlistarmarkaðinn stefnir í að tekjur af niðurhali minnki um þriðjung á næstu fimm árum en streymið ríflega tvöfaldist. Auglýsingar eru ekki nóg Framtíðin er stafræn og það virðist vera ljóst að streymið verður ofan á. Spurning er því hvaðan tekjurnar eiga að koma til tónlistariðnaðarins. Spotify þekkja flestir Íslendingar en þar geta notendur valið á milli áskriftar og þess að nota þjónustuna frítt en þá þarf notandinn að hlusta á auglýsingar af og til. Í dag kjósa langflestir síðari kostinn en þessi stóri meirihluti skilar þó einungis um 10% af tekjunum. Það liggur því í augum uppi að Spotify vill að neytendur gerist áskrifendur. Það má í raun segja að 40 milljónir áskrifenda Spotify séu að borga fyrir alla hina sem streyma frítt. Aukning í fjölda áskrifenda Fjármálhlið tónlistariðnaðarins getur gefið ranga mynd af því sem í raun og veru er að gerast. Alþjóðasamtök plötuútgefenda komu sér nýverið í fréttirnar með upphrópunum um að tekjur af sölu vínils væru orðnar meiri en heildartekjur af öllum auglýsingum í fríu streymi. Þar gleymdist að mun meiri kostnaður er við framleiðslu og dreifingu á vínil en stafrænni tónlist og þegar leiðrétt hefur verið fyrir því eru tekjurnar af streyminu um 75% meiri. Hvernig sem við kjósum þó að líta á þessar tölur hlýtur það að vera umhugsunarvert að hundruðir milljóna hlustenda Spotify, Tidal, Apple Music og YouTube út um allan heim skili tekjum sem eru sambærilegar við örmarkaðinn sem vínilplatan er ennþá, þrátt fyrir að um tíföldun í sölu hafi orðið undanfarin 8 ár. Þetta gæti þó verið að breytast Fyrir tveimur árum var heildarfjöldi áskrifenda að streymiþjónustu um 18 milljónir en frá því að Apple Music var kynnt til sögunnar í júní á síðasta ári hafa 17 milljónir notenda skráð sig í áskrift hjá þjónustunni og Spotify hefur tvöfaldað áskrifendafjölda sinn á sama tíma. Neytendur virðast því vera farnir að sjá ávinninginn við að vera í áskriftarþjónustu. Helsta áskorun tónlistarmarkaðarins í dag virðist því vera að leita allra leiða til að fá auglýsendur til að greiða hærri upphæðir fyrir auglýsingar í fríu streymi en eins og áður segir er ekki raunhæft að byggja framtíð tónlistariðnaðarins á því módeli og því er öll áhersla lögð á að fjölga áskrifendum sem borga fyrir þjónustuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikill vöxtur í streymi á stafrænni tónlist síðustu ár og ekkert lát er á þeim vexti. En hver er það sem greiðir fyrir tónlistarstreymi? Það eru áskrifendur, ekki auglýsendur. Hvaðan á tónlistariðnaðurinn að fá tekjur þegar enginn vill kaupa geisladiska lengur og aðgengi að ólöglegu efni hefur sjaldan verið meira? Þrjár tekjulindir eru í boði. Niðurhal á tónlist, frítt streymi með auglýsingum og áskriftir að streymisþjónustu. Bandaríkin eru tæpur helmingur heimsmarkaðar með tónlist. Svo vill til að þar hefur löglegt niðurhal haft sterka markaðshlutdeild en landslagið hefur gjörbreyst á undanförnum 3-4 árum. Nú er svo komið að tekjur af streymi eru nú meiri vestanhafs en af niðurhali. Í spá Statista um stafræna tónlistarmarkaðinn stefnir í að tekjur af niðurhali minnki um þriðjung á næstu fimm árum en streymið ríflega tvöfaldist. Auglýsingar eru ekki nóg Framtíðin er stafræn og það virðist vera ljóst að streymið verður ofan á. Spurning er því hvaðan tekjurnar eiga að koma til tónlistariðnaðarins. Spotify þekkja flestir Íslendingar en þar geta notendur valið á milli áskriftar og þess að nota þjónustuna frítt en þá þarf notandinn að hlusta á auglýsingar af og til. Í dag kjósa langflestir síðari kostinn en þessi stóri meirihluti skilar þó einungis um 10% af tekjunum. Það liggur því í augum uppi að Spotify vill að neytendur gerist áskrifendur. Það má í raun segja að 40 milljónir áskrifenda Spotify séu að borga fyrir alla hina sem streyma frítt. Aukning í fjölda áskrifenda Fjármálhlið tónlistariðnaðarins getur gefið ranga mynd af því sem í raun og veru er að gerast. Alþjóðasamtök plötuútgefenda komu sér nýverið í fréttirnar með upphrópunum um að tekjur af sölu vínils væru orðnar meiri en heildartekjur af öllum auglýsingum í fríu streymi. Þar gleymdist að mun meiri kostnaður er við framleiðslu og dreifingu á vínil en stafrænni tónlist og þegar leiðrétt hefur verið fyrir því eru tekjurnar af streyminu um 75% meiri. Hvernig sem við kjósum þó að líta á þessar tölur hlýtur það að vera umhugsunarvert að hundruðir milljóna hlustenda Spotify, Tidal, Apple Music og YouTube út um allan heim skili tekjum sem eru sambærilegar við örmarkaðinn sem vínilplatan er ennþá, þrátt fyrir að um tíföldun í sölu hafi orðið undanfarin 8 ár. Þetta gæti þó verið að breytast Fyrir tveimur árum var heildarfjöldi áskrifenda að streymiþjónustu um 18 milljónir en frá því að Apple Music var kynnt til sögunnar í júní á síðasta ári hafa 17 milljónir notenda skráð sig í áskrift hjá þjónustunni og Spotify hefur tvöfaldað áskrifendafjölda sinn á sama tíma. Neytendur virðast því vera farnir að sjá ávinninginn við að vera í áskriftarþjónustu. Helsta áskorun tónlistarmarkaðarins í dag virðist því vera að leita allra leiða til að fá auglýsendur til að greiða hærri upphæðir fyrir auglýsingar í fríu streymi en eins og áður segir er ekki raunhæft að byggja framtíð tónlistariðnaðarins á því módeli og því er öll áhersla lögð á að fjölga áskrifendum sem borga fyrir þjónustuna.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun