Tékkland vann öruggan sjö marka sigur á Makedóníu í riðli Íslands í undankeppni EM í Króatíu 2018 35-28 en með því náðu Tékkar Íslandi að stigum.
Eftir nauman sigur Íslands í Laugardalshöllinni í vikunni máttu Tékkar ekki við því að tapa stigum á heimavelli í dag.
Tékkland byrjaði mun betur í dag og náði snemma góðu forskoti. Leiddu Tékkar með sjö mörkum 10-3 um miðbik fyrri hálfleiks og héldu þeir forskotinu út fyrri hálfleikinn.
Makedónía náði að minnka muninn niður í þrjú mörk í upphafi seinni hálfleiks en Tékkar svöruðu með 14-6 kafla og var sigurinn því í höfn.
Eru því þrjú lið jöfn í efsta sæti með tvö stig fyrir leik Íslands gegn Úkraínu í dag sem Ísland á inni en Ísland mætir Makedóníu næsta vor.
Tékkar með öruggan sigur á heimavelli
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti


„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn