Heimilislausir Píratar vilja græna herbergið Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Þingflokkur Framsóknar fundaði í græna herberginu í gær. Vísir/Lillý Þingflokkur Pírata er þrefalt stærri í dag en hann var fyrir kosningarnar um síðustu helgi. Birgitta Jónsdóttir pírati segir flokkinn ekki ætla að nota sama þingflokksherbergi, enda sé það of lítið. „Flokkar eiga ekki nein þingflokksherbergi. Við gerum ráð fyrir að við förum í græna herbergið,“ segir Birgitta. Það passi best fyrir stærð þingflokks Pírata, en Framsóknarflokkurinn var í græna herberginu á síðasta kjörtímabili. Birgitta segir þingmenn vera mjög mikið í þinghúsinu, einkum við þinglok um jól og á vorin. Þá sé nauðsynlegt að geta haft þannig aðstöðu að allir geti verið á sama stað. Píratar hafa haldið tvo þingflokksfundi frá síðustu kosningum. Vegna plássleysis í gamla þingflokksherberginu hefur flokkurinn fengið lánað herbergi forsætisnefndar þingsins. „Við erum bara heimilislaus eins og er. Skrifstofurnar okkar eru bara fyrir þriggja manna þingflokk. En við gerum ráð fyrir því að þetta leysist allt,“ segir Birgitta. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, segir umræðuna um skipan í þingherbergin vera ótímabæra. „Við erum bara enn þá að fara yfir þetta af því að gula herbergið sem við höfum alltaf verið í er heldur þröngt og það er ekki kominn neinn botn í það hvernig við leysum það. Skrifstofa þingsins hefur yfirumsjón með því og það væri hægt að leysa það með ýmsu móti, meðal annars með græna herberginu. En við erum ekki búin að botna það,“ segir Svandís. Hún bendir á að enn hafi ekki verið ákveðið hvenær þingið kemur saman, ekkert sé vitað hvernig næsta ríkisstjórn verður og þessi mál þurfi að skoðast samhliða því. Þessa dagana er verið að skipta upp herberginu sem Samfylkingin hefur verið í. Ástæðan er sú að þingflokkarnir verða sjö, en voru sex á síðasta kjörtímabili og því vantar eitt herbergi. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að verið sé að ganga frá herbergjaskipaninni þessa dagana. Ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Þetta er ákaflega þröngt og erfitt að eiga við þetta. Ég er búinn að leggja ákveðnar hugmyndir fyrir flokkana en það er auðvitað háð því hvað menn þurfa mikið pláss og hvort þeir geta verið áfram á sínum stað eða þurfa að skipta,“ segir Helgi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þingflokkur Pírata er þrefalt stærri í dag en hann var fyrir kosningarnar um síðustu helgi. Birgitta Jónsdóttir pírati segir flokkinn ekki ætla að nota sama þingflokksherbergi, enda sé það of lítið. „Flokkar eiga ekki nein þingflokksherbergi. Við gerum ráð fyrir að við förum í græna herbergið,“ segir Birgitta. Það passi best fyrir stærð þingflokks Pírata, en Framsóknarflokkurinn var í græna herberginu á síðasta kjörtímabili. Birgitta segir þingmenn vera mjög mikið í þinghúsinu, einkum við þinglok um jól og á vorin. Þá sé nauðsynlegt að geta haft þannig aðstöðu að allir geti verið á sama stað. Píratar hafa haldið tvo þingflokksfundi frá síðustu kosningum. Vegna plássleysis í gamla þingflokksherberginu hefur flokkurinn fengið lánað herbergi forsætisnefndar þingsins. „Við erum bara heimilislaus eins og er. Skrifstofurnar okkar eru bara fyrir þriggja manna þingflokk. En við gerum ráð fyrir því að þetta leysist allt,“ segir Birgitta. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, segir umræðuna um skipan í þingherbergin vera ótímabæra. „Við erum bara enn þá að fara yfir þetta af því að gula herbergið sem við höfum alltaf verið í er heldur þröngt og það er ekki kominn neinn botn í það hvernig við leysum það. Skrifstofa þingsins hefur yfirumsjón með því og það væri hægt að leysa það með ýmsu móti, meðal annars með græna herberginu. En við erum ekki búin að botna það,“ segir Svandís. Hún bendir á að enn hafi ekki verið ákveðið hvenær þingið kemur saman, ekkert sé vitað hvernig næsta ríkisstjórn verður og þessi mál þurfi að skoðast samhliða því. Þessa dagana er verið að skipta upp herberginu sem Samfylkingin hefur verið í. Ástæðan er sú að þingflokkarnir verða sjö, en voru sex á síðasta kjörtímabili og því vantar eitt herbergi. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að verið sé að ganga frá herbergjaskipaninni þessa dagana. Ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Þetta er ákaflega þröngt og erfitt að eiga við þetta. Ég er búinn að leggja ákveðnar hugmyndir fyrir flokkana en það er auðvitað háð því hvað menn þurfa mikið pláss og hvort þeir geta verið áfram á sínum stað eða þurfa að skipta,“ segir Helgi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira