Borgarstjóri fer formlega fram á að laun borgarfulltrúa hækki ekki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 14:16 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sent öllum þingmönnum bréf þar sem hann skorar á þá að grípa inn í úrskurð kjararáðs. Í bréfinu segir meðal annars að samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála sé í fullkomnu uppnámi vegna úrskurðarins. Þá hefur Dagur einnig farið þess á leit við skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar að laun kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, að honum meðtöldum, hækki ekki í samræmi við úrskurðinn frá 1. nóvember. Grunnlaun borgarfulltrúa eru 80% af þingfararkaupi auk þess sem laun borgarstjóra miðast við laun forsætisráðherra samkvæmt ráðningarbréf hans sem borgarstjórn samþykkir hverju sinni.Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Dagur einnig að ákvörðun kjararáðs gangi fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Bréf borgarstjóra til þingmanna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Ágæti þingmaður.Það hefði verið óskandi að geta með bréfi þessu látið nægja að óska þér til hamingju með kjörið og bera fram óskir um gott samstarf. Í ljósi úrskurðar kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta Íslands get ég þó ekki látið hjá líða en að skora á þig, nýtt Alþingi og ríkisstjórn að gera það að sínu fyrsta verki að grípa inn í þennan úrskurð.Það að laun ráðamanna hækki langt umfram þær línur sem lagðar hafa verið varðandi kjaraþróun í landinu - í nafni stöðugleika, er bæði óréttlátt og rangt – og má ekki standa.Ég vona að allir geri sér grein fyrir alvarleika málsins og hvað er í húfi. Í mínum huga er samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála í fullkomnu uppnámi ef ekkert verður að gert. Þá er stöðugleiki úr sögunni og allir tapa. Það er augljóst mál.Að lokum vil ég ítreka hamingjuóskir með kjör þitt og sæti á Alþingi. Ég óska þér velfarnaðar og vonast eftir góðu samstarfi í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru á nýhöfnu kjörtímabili. Kjararáð Tengdar fréttir Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00 Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sent öllum þingmönnum bréf þar sem hann skorar á þá að grípa inn í úrskurð kjararáðs. Í bréfinu segir meðal annars að samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála sé í fullkomnu uppnámi vegna úrskurðarins. Þá hefur Dagur einnig farið þess á leit við skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar að laun kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, að honum meðtöldum, hækki ekki í samræmi við úrskurðinn frá 1. nóvember. Grunnlaun borgarfulltrúa eru 80% af þingfararkaupi auk þess sem laun borgarstjóra miðast við laun forsætisráðherra samkvæmt ráðningarbréf hans sem borgarstjórn samþykkir hverju sinni.Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Dagur einnig að ákvörðun kjararáðs gangi fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Bréf borgarstjóra til þingmanna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Ágæti þingmaður.Það hefði verið óskandi að geta með bréfi þessu látið nægja að óska þér til hamingju með kjörið og bera fram óskir um gott samstarf. Í ljósi úrskurðar kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta Íslands get ég þó ekki látið hjá líða en að skora á þig, nýtt Alþingi og ríkisstjórn að gera það að sínu fyrsta verki að grípa inn í þennan úrskurð.Það að laun ráðamanna hækki langt umfram þær línur sem lagðar hafa verið varðandi kjaraþróun í landinu - í nafni stöðugleika, er bæði óréttlátt og rangt – og má ekki standa.Ég vona að allir geri sér grein fyrir alvarleika málsins og hvað er í húfi. Í mínum huga er samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála í fullkomnu uppnámi ef ekkert verður að gert. Þá er stöðugleiki úr sögunni og allir tapa. Það er augljóst mál.Að lokum vil ég ítreka hamingjuóskir með kjör þitt og sæti á Alþingi. Ég óska þér velfarnaðar og vonast eftir góðu samstarfi í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru á nýhöfnu kjörtímabili.
Kjararáð Tengdar fréttir Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00 Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40