Bjartsýni ríkir eftir fundarhöld flokkanna fimm Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. nóvember 2016 17:58 Það skýrist á morgun hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundaði með formönnum flokkanna í dag og gætti bjartsýni í hópnum að fundi loknum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag og bauð Katrín formönnum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar til fundarins ásamt fleiri fulltrúum flokkanna. Fundurinn stóð í um tvo og hálfan tíma og var hljóðið gott í fundarmönnum að honum loknum. „Þetta var góður fundur. Það var gott að sjá allt þetta fólk saman. Þetta eru náttúrulega margir flokkar. Við fórum bara vítt og breitt,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Formaður Viðreisnar telur að flokkarnir eigi að geta náð saman um flest mál. „Það var ekkert óyfirstíganlegt á þessum fundi en auðvitað er munur og það var vitað fyrir fram en andinn var mjög góður,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Í sama streng tekur þingmaður Pírata. „Auðvitað einhver atriði sem ekki allir eru algjörlega sammála um en við trúðum því, allavegana það var mín tilfinning, að við gætum komist mjög auðveldlega í gengum þau mál,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata. Formaður Samfylkingarinnar er einnig bjartsýnn eftir fundinn á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn saman. „Við getum auðvitað unnið saman já já en það þarf auðvitað útsjónarsemi til þess að ná málamiðlun í einhverjum málum,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir segir að farið hafi verið yfir mörg mál á fundinum. „Við erum búin að sitja hér og fara yfir ýmis stór mál. Heilbrigðismál, skattamál, sjávarútvegsmál, stjórnarskrármál og fleiri mál og þetta var bara jákvæður og góður fundur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín hefur boðað fund með formönnum/fulltrúm Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar á morgun sunnudag í forsætisnefndarherbergi Alþingis klukkan eitt. „Það sem gerist næst er að við förum til baka í okkar bakland, okkar þingflokka, förum yfir stöðuna, og síðan ætla formenn flokkanna eða fulltrúar að hittast á morgun,“ segir Katrín. Eftir þann fund skýrist hvort að hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm. Hún segir að að ef ákveðið verði að hefja viðræður þurfi þær að ganga hratt. „Það liggur fyrir að ég þarf að upplýsa forsetann um það eftir helgi hver staðan er en eins og ég segi ef ákveðið er að fara í formlegar viðræður þá getum við ekki látið þær taka of langan tíma en það tekur þó alltaf einhverja daga,“ segir Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Það skýrist á morgun hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundaði með formönnum flokkanna í dag og gætti bjartsýni í hópnum að fundi loknum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag og bauð Katrín formönnum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar til fundarins ásamt fleiri fulltrúum flokkanna. Fundurinn stóð í um tvo og hálfan tíma og var hljóðið gott í fundarmönnum að honum loknum. „Þetta var góður fundur. Það var gott að sjá allt þetta fólk saman. Þetta eru náttúrulega margir flokkar. Við fórum bara vítt og breitt,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Formaður Viðreisnar telur að flokkarnir eigi að geta náð saman um flest mál. „Það var ekkert óyfirstíganlegt á þessum fundi en auðvitað er munur og það var vitað fyrir fram en andinn var mjög góður,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Í sama streng tekur þingmaður Pírata. „Auðvitað einhver atriði sem ekki allir eru algjörlega sammála um en við trúðum því, allavegana það var mín tilfinning, að við gætum komist mjög auðveldlega í gengum þau mál,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata. Formaður Samfylkingarinnar er einnig bjartsýnn eftir fundinn á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn saman. „Við getum auðvitað unnið saman já já en það þarf auðvitað útsjónarsemi til þess að ná málamiðlun í einhverjum málum,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir segir að farið hafi verið yfir mörg mál á fundinum. „Við erum búin að sitja hér og fara yfir ýmis stór mál. Heilbrigðismál, skattamál, sjávarútvegsmál, stjórnarskrármál og fleiri mál og þetta var bara jákvæður og góður fundur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín hefur boðað fund með formönnum/fulltrúm Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar á morgun sunnudag í forsætisnefndarherbergi Alþingis klukkan eitt. „Það sem gerist næst er að við förum til baka í okkar bakland, okkar þingflokka, förum yfir stöðuna, og síðan ætla formenn flokkanna eða fulltrúar að hittast á morgun,“ segir Katrín. Eftir þann fund skýrist hvort að hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm. Hún segir að að ef ákveðið verði að hefja viðræður þurfi þær að ganga hratt. „Það liggur fyrir að ég þarf að upplýsa forsetann um það eftir helgi hver staðan er en eins og ég segi ef ákveðið er að fara í formlegar viðræður þá getum við ekki látið þær taka of langan tíma en það tekur þó alltaf einhverja daga,“ segir Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira