Erlent

Mótmælandi Trump tæklaður í miðri ræðu

Anton Egilsson skrifar
Mótmæli vegna kjöri Donald Trump hafa verið viðhöfð víðs vegar um Bandaríkin.
Mótmæli vegna kjöri Donald Trump hafa verið viðhöfð víðs vegar um Bandaríkin. Vísir/EPA
Kjöri Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna heldur áfram að vera mótmælt víðs vegar um Bandaríkin. Í vikunni voru mótmæli viðhöfð í Ohio State University þar sem nemendur komu saman. Uppþot urðu í miðjum mótmælum þegar maður sem virtist ekki sáttur með það sem fram fór lét óánægju sína bitna á manni sem hélt þar ræðu.

Myndbandið sýnir mann hlaupa niður stiga og tækla ræðumanninn niður í jörðina með harkalegum hætti. Vakti þessi háttsemi mannsins mikla óánægju meðal viðstaddra sem veittust að árásarmanninum í kjölfarið. Samkvæmt CNN var árásarmaðurinn handsamaður stuttu síðar en hann er nemandi við skólann.

„Þessi árás sýnir að við þurfum að byggja upp meiri samstöðu til að standast ofbeldi sem Trump hefur hvatt til með orðæðu sinni“ sagði Timothy Joseph, fórnarlamb árásarinnar.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×