Kjarni máls Erling Freyr Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Eftir talsvert tilhlaup, þar sem hann endurnýtti eldgamlar rangfærslur um fjárhag Gagnaveitu Reykjavíkur, tókst forstjóra Símans að komast að kjarna málsins í grein hér í blaðinu 17. nóvember. Gagnaveita Reykjavíkur fagnar allri samkeppni og ánægjulegt að sjá Símann gangast að því að ljósleiðari alla leið sé loksins þeirra framtíðarkerfi. Áður en lengra er haldið, skal því haldið til haga að Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfélag OR. Það er að fullu fjármagnað á eigin vegum og skilar góðri framlegð sem endar í fjárfestingum í innviðum Ljósleiðarans og því til hagsbóta fyrir neytendur. Eftir tilhlaupið beindi forstjóri Símans sjónum að tveimur ágreiningsefnum sem nú eru í deiglunni. Annars vegar um það hvort Síminn eigi að geta keypt sér drýgri aðgang að Ljósleiðaranum en önnur fjarskiptafyrirtæki, en við höfum metið áform Símans sem svo að þau ógni þeirri samkeppni, sem hefur byggst upp á því opna og öfluga gagnaflutningsneti sem Ljósleiðarinn er og það teljum við ekki í almannahag. Hitt álitamálið er hvort fjarskiptafyrirtæki sem eru í samkeppni við Símann megi dreifa sjónvarpsefni frá Símanum með sama hætti og Síminn gerir sjálfur. Í því sambandi getum við ímyndað okkur hvort nokkur væri sáttur við það ef Netflix, svo dæmi sé tekið um nýlega sjónvarpsþjónustu, væri eingöngu dreift í tölvur með IP-tölur sem eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki hefði ráðstafað til sinna viðskiptavina. Svoleiðis viðskiptahættir stríða gegn svo mörgu í okkar gildum og viðhorfum.Stundar útilokun á þjónustu Síminn stundar útilokun á þjónustu, sem hefur hingað til á flestum stöðum í heiminum verið öllum opin. Þetta er eins og ef einhver bílasali myndi kaupa sér útvarpsrás og svo takmarka hana við notkun í ákveðinni bílategund. Þú fengir bara K100 útvarpsstöðina í þá bílategund sem hann selur sjálfur. Þrátt fyrir að við eigum ekki eftir að tengja nema eftir 12% heimila í þeim sveitarfélögum sem við höfum skuldbundið okkur til að tengja, þá erum við að fá fjölda fyrirspurna daglega þar sem fólk óskar þess að fá sín heimili tengd gæðasambandi Ljósleiðarans alla leið. Internetið er í eðli sínu opinn vettvangur og við Ljósleiðarafólk leggjum okkar af mörkum að svo verði áfram. Það gerum með því að auðvelda sem flestum fjarskiptafyrirtækjum að keppa um hylli viðskiptavina á jafnréttisgrunni. Út á það gengur Ljósleiðarinn. Forveri Símans hafði um áratugaskeið einokunarstöðu í fjarskiptarekstri og byggði í skjóli þeirrar stöðu upp víðfeðmt og öflugt fjarskiptakerfi. Hefði Síminn ekki fengið samkeppni í uppbyggingu innviða, gæti Míla verið í einokunarstöðu og skelfilegt væri að hugsa til stöðu hraðra netsambanda og samkeppnisumhverfis fjarskipta á Íslandi. Þau heimili sem tengjast okkar neti eiga að geta valið internet frá hverjum sem er, notað grunninnviði frá hverjum sem er og geta horft á það sjónvarpsefni sem er í boði hverju sinni. Það er ekki eðlileg þróun að fjarskipta- og fjölmiðlaveita geti stjórnað hvar þú kaupir innviðaþjónustu með því að kaupa t.d. ólínulegt sjónvarpsefni sem aðeins er í boði ef þú kaupir innviði frá viðkomandi fyrirtæki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir talsvert tilhlaup, þar sem hann endurnýtti eldgamlar rangfærslur um fjárhag Gagnaveitu Reykjavíkur, tókst forstjóra Símans að komast að kjarna málsins í grein hér í blaðinu 17. nóvember. Gagnaveita Reykjavíkur fagnar allri samkeppni og ánægjulegt að sjá Símann gangast að því að ljósleiðari alla leið sé loksins þeirra framtíðarkerfi. Áður en lengra er haldið, skal því haldið til haga að Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfélag OR. Það er að fullu fjármagnað á eigin vegum og skilar góðri framlegð sem endar í fjárfestingum í innviðum Ljósleiðarans og því til hagsbóta fyrir neytendur. Eftir tilhlaupið beindi forstjóri Símans sjónum að tveimur ágreiningsefnum sem nú eru í deiglunni. Annars vegar um það hvort Síminn eigi að geta keypt sér drýgri aðgang að Ljósleiðaranum en önnur fjarskiptafyrirtæki, en við höfum metið áform Símans sem svo að þau ógni þeirri samkeppni, sem hefur byggst upp á því opna og öfluga gagnaflutningsneti sem Ljósleiðarinn er og það teljum við ekki í almannahag. Hitt álitamálið er hvort fjarskiptafyrirtæki sem eru í samkeppni við Símann megi dreifa sjónvarpsefni frá Símanum með sama hætti og Síminn gerir sjálfur. Í því sambandi getum við ímyndað okkur hvort nokkur væri sáttur við það ef Netflix, svo dæmi sé tekið um nýlega sjónvarpsþjónustu, væri eingöngu dreift í tölvur með IP-tölur sem eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki hefði ráðstafað til sinna viðskiptavina. Svoleiðis viðskiptahættir stríða gegn svo mörgu í okkar gildum og viðhorfum.Stundar útilokun á þjónustu Síminn stundar útilokun á þjónustu, sem hefur hingað til á flestum stöðum í heiminum verið öllum opin. Þetta er eins og ef einhver bílasali myndi kaupa sér útvarpsrás og svo takmarka hana við notkun í ákveðinni bílategund. Þú fengir bara K100 útvarpsstöðina í þá bílategund sem hann selur sjálfur. Þrátt fyrir að við eigum ekki eftir að tengja nema eftir 12% heimila í þeim sveitarfélögum sem við höfum skuldbundið okkur til að tengja, þá erum við að fá fjölda fyrirspurna daglega þar sem fólk óskar þess að fá sín heimili tengd gæðasambandi Ljósleiðarans alla leið. Internetið er í eðli sínu opinn vettvangur og við Ljósleiðarafólk leggjum okkar af mörkum að svo verði áfram. Það gerum með því að auðvelda sem flestum fjarskiptafyrirtækjum að keppa um hylli viðskiptavina á jafnréttisgrunni. Út á það gengur Ljósleiðarinn. Forveri Símans hafði um áratugaskeið einokunarstöðu í fjarskiptarekstri og byggði í skjóli þeirrar stöðu upp víðfeðmt og öflugt fjarskiptakerfi. Hefði Síminn ekki fengið samkeppni í uppbyggingu innviða, gæti Míla verið í einokunarstöðu og skelfilegt væri að hugsa til stöðu hraðra netsambanda og samkeppnisumhverfis fjarskipta á Íslandi. Þau heimili sem tengjast okkar neti eiga að geta valið internet frá hverjum sem er, notað grunninnviði frá hverjum sem er og geta horft á það sjónvarpsefni sem er í boði hverju sinni. Það er ekki eðlileg þróun að fjarskipta- og fjölmiðlaveita geti stjórnað hvar þú kaupir innviðaþjónustu með því að kaupa t.d. ólínulegt sjónvarpsefni sem aðeins er í boði ef þú kaupir innviði frá viðkomandi fyrirtæki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar